Jökull


Jökull - 01.12.1987, Síða 101

Jökull - 01.12.1987, Síða 101
Gönguferð á suðurhluta Vatnajökuls Stefán Bjarnason tók saman úr dagbók FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1978 Eftir fimm og hálfs tíma akstur í björtu veðri og á góðum vegi komum við fimm Esjufjallafarar, Helgi Ágústsson, Þorsteinn Guðbjörnsson, Leifur Jónsson, Halldór Ólafsson og Stefán Bjarnason, á tveimur fólks- bílum, „Renó“ og „Pusjó“, að Breiðárskála á Breiða- merkursandi. Var klukkan þá tólf á hádegi. Haldið var strax inn að Breiðamerkurjökli eftir að uppvíst varð, að engin gestabók fannst í skálanum. Þegar um kl. 13.30 vorum við tilbúnir að leggja á jökulinn. Jökullinn var nokkuð brattur fyrst í stað og snjólaus, svo að við geng- um skíðalausir fyrsta einn og hálfa tímann dragandi sleðana (pulkurnar). Strekkingsvindur var af NNA og lítilsháttar lágrenningur er upp fyrir brúnina kom. Gengum við norður með Máfabyggðaröndinni að vest- an, þar til hún hvarf undir snjó. Fórum við þá austur fyrir hana og stigum á skíðin, sem við höfðum sett ondur undir, því snjórinn var klakahraunglaður og spyrna fékkst ekki með áburði. Við tókum síðan stefnu á Esj- una með sveig austur fyrir sprunguhaus, sem var austan Káraskers. Utsýn gerðist nú ægifögur, Öræfajökull í vestri með Breiðamerkurfjall í forgrunni, Máfabyggðir og Esjufjöll til norðurs, Pverártindsegg og Veðurárdals- fjöll í austri. Varla voru markandi ský á himni og hita- stigið — 2°C rétt ofan jökulrandar en — 11°, er ofar dró. Ferðin sóttist nokkuð vel, er við höfðum tekið ondurnar undan skíðunum. Eftir sex og hálfs tíma göngu komum við í áfangastað, skála JÖRFÍ í Esjufjöllum, þurran og vistlegan. Hið bráðasta var kveikt á tveimur bensínprím- usum og hitað vatn í súpu og te. Eftir liðlega hálfs annars tíma át og drykkkju færðist værð yfir mannskapinn og var gengið til náða kl. 22.30. LAUGARDAGUR 22. APRÍL Árla morguns. reis Steini málari (Þorsteinn Guð- björnsson) úr koju sæll og glaður og sagði hita inni vera 10°C. Brátt fóru prímusar að suða. Þá snaraðist Leifur framá og kveikti á útvarpinu, brá sér í garma, fór að hitta páfann og gerði veðurathuganir. Úti voru 0°. Heldur hafði dregið upp á og skýjaslæða komin á Öræfajökul, annars bjart og hvasst af NNA. Eftir morgunnæringu urðum við ásáttir að halda til austurs og freista þess að komast á Esjuna. Brátt var allt tilbúið og héldum við frá skálanum yfir syðsta hluta Tjaldmýrarinnar og sunnan syðri Skálahnúks. Heldur var hvassar er niður á jökulinn kom og fengum við vindinn í fangið. Sóttist því gangan seint. Við vorum með tvo bakpoka og eina pulku, sem í voru kaðlar, broddar og sjukrataska. Eftir fjögurra tíma pauf komum við að rótum Esju, þar sem við töldum þægilegast upp að ganga. Brotaskari er heldur leiðinleg- ur til göngu. Sukkum við í miðjan legg í hverju skrefi og þreyttumst því fljótt, sérstaklega sá sem fyrstur fór, svo að við skiptumst á að troða slóð. Hvassviðrið jókst eftir því sem ofar dró og gátum við varla hamið okkur er við komum á hábungu Esju, eftir teggja og hálfs tíma göngu. Fagurt var um að litast þar uppi. Klettadrangar á versturbrúnum Esjunnar voru ummyndaðir af miklu hrími og klakahellum. Jökullinn milli Esjunnar og Mynd 1. Vestan í Hvannadalshnjúk. Hrútfjallið stendur upp úr þokunni. (Ljósm. Leifur Jónsson) JÖKULL No. 37,1987
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.