Jökull


Jökull - 01.12.1987, Page 104

Jökull - 01.12.1987, Page 104
Jöklarannsóknafélag íslands Skýrsla formanns á aðalfundi 4. mars 1987. FORMÁLI Þessi skýrsla er að mestu byggð á efni sem félagsmenn hafa látið formanni í té. Margt af því hefur birst í Frétta- bréfi JÖRFI en rétt þótti að halda því til haga í annál starfsársins. STJÓRNARSTÖRF I aðalstjórn sátu Sveinbjörn Björnsson, formaður, Helgi Björnsson varaformaður, Jón Isdal gjaldkeri, Ein- ar Gunnlaugsson ritari og Stefán Bjarnason meðstjórn- andi. Varamenn í stjórn voru Ástvaldur Guðmundsson, Björn Indriðason, Jón Sveinsson og Pétur Þorleifsson. Formaður bflanefndar var Gunnar Guðmundsson, for- maður skálanefndar Stefán Bjarnason, formaður rann- sóknanefndar Helgi Björnsson og ritstjóri Jökuls Ólafur Flóvenz. Stjórnin hélt alls 17 fundi á starfsárinu og sátu varamenn flesta þeirra ásamt aðalmönnum. Helstu mál þar voru undirbúningur að nýjum skála á Grímsfjalli, undirbún- ingur rannsókna í leiðangri vorið 1987, uppgjör við Varnarliðið vegna afnota af snjóbfl þeirra, útgáfa og birgðir Jökuls, almenn félagsmál og undirbúningur fé- lagsfunda. FÉLAGSFUNDIR Á aðalfundi 25.2.86 sýndi Ari Trausti Guðmundsson myndband af göngu á Þumal og skýrði þá klifurtækni sem fjallamenn beita. Á vorfundi 15.4.86 sýndi Oddur Sigurðsson myndir teknar úr lofti af hálendi, m.a. þrívíddarmyndir. Síðan skiptist fundurinn í hópa sem ræddu fundastarfsemi, skálamál, ferðir, rannsóknir og útgáfumál með hugar- flugi. Formenn hópanna drógu saman niðurstöður og skiluðu fjölda hugmynda sem stjórnin ætlar sér að nýta við skipulagningu félagsstarfsins. Haustfundur var haldinn 4.11.86. Þar sýndi Helgi Björnsson ýmsar niðurstöður íssjármælinga, Jón Sveins- son myndir úr vorferð ’86 og Stefán Bjarnason myndir frá byggingu gamla skálans á Grímsfjalli 1957. Árshátíð var haldin 8.11.86. Fyrir henni stóð skemmti- nefnd, Jón Sveinsson, Soffía Vernharðsdóttir og Ást- valdur Guðmundsson, af miklum myndarskap. Veislu- stjóri var Sveinn Sigurbjarnarson og ræðumaður Arn- grímur Hermannson. Á þessum aðalfundi 4.3.87 mun svo verða sýnd kvik- mynd um fyrstu vélsleðaferð á Vatnajökul 1946. Sigríður Ólafsdóttir, ekkja Árna Stefánssonar hefur lánað okkur filmu til sýningar en einn leiðangursmanna, Einar B. Pálsson mun tala með myndinni og skýra það sem fyrir augu ber. Allir félagsfundir voru ágætlega sóttir og almenn ánægja með fræðsluefni. Færum við öllum fyrirlesurum bestu þakkir fyrir fróðleik og skemmtan. NÝR SKÁLI Á GRÍMSFJALLI Eins og fram kom í skýrslu formanns á síðasta aðalfundi hefur stjórn félagsins falið skálanefnd að reisa nýjan skála á Grímsfjalli og verður hann smíðaður í vetur. Áformað er að flytja skálann fullbúinn á Grímsfjall næsta sumar, en þá eru liðin 30 ár frá því gamli skálinn var reistur. í Grímsvatnaferðinni í júní síðastliðnum var skálan- um valinn staður og sléttaður grunnur undir hann. Nýi skálinn verður 17 metrum fyrir austan þann gamla og eins að útliti, nema gluggar verða á suðurhlið. Nýtanleg- ur gólfflötur verður 43,5 ferm. og er hann því helmingi stærri en sá gamli. Innréttingu verður hagað svo, að fyrst er gengið inn í fremri forstofu sem er um 2,5 ferm. að stærð. Ur henni er gengið hægra megin inn á salerni, en vinstra megin í innri forstofu sem er um 8,5 ferm. að stærð. Úr henni er svo gengið í sal, en stærð hans er tæpir 30 ferm. í salnum verður rúmgóð eldunaraðstaða, svefn- pláss í kojum fyrir 24 og þar fyrir utan um 15 ferm. gólfflötur. Skálinn verður byggður úr 2,5x6 tommu furu og klæddur utan með 15 mm vatnsheldum krossviði, en að innan með 6 mm grenikrossviði. Undir honum verður stálgrind úr þremur IPE 180 stálbitum, en á hana verða fest fjögur sérsmíðuð skíði sem skálinn verður dreginn á upp jökulinn. Á Grímsfjalli verður borað niður í bergið fyrir galvaniseruðum rörum, sem stálgrindin verður síð- JÖKULL No. 37,1987
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.