Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1987, Qupperneq 106

Jökull - 01.12.1987, Qupperneq 106
að vegamótunum til Kerlingarfjalla. Heim var komið á föstudegi 11. júlí með skíðafólki úr Kerlingarfjöllum. Jökulheimaferðin Hin árlega 13. september ferð var farin að þessu sinni föstudaginn 12. sept. og stóð til og með 14. Farið var um kl. 20 frá ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Kom- ið var inn í Jökulheima milli klukkan eitt og tvö eftir miðnætti. Á laugardeginum, sem var heiðskír með þriggja stiga frosti og strekkingsvindi af norðri, var ekið norður að Sylgjufelli og gengið á Surt, sem er gígur vestan Sylgjufells. Stuttu eftir að komið var aftur í Jökul- heima fóru nokkrir félagar inn að Tungnárjökli og mældu hann. Kom þá í ljós að jökullinn hafði hopað um 59 m síðan í fyrra. Um kvöldið var að vanda glatt á hjalla, sungið og sögur sagðar með meiru. Sunnudagur- inn 14. var bjartur, lygn og 6 gráðu hiti. Um hádegisbilið var farið frá Jökulheimum heim á leið og ekið um Veiði- vatnasvæðið og upp á Vatnsfell í björtu og stilltu veðri og víðu útsýni. Rétt er að geta þess að lúpínufræið, sem sett var niður í fyrra haust við Jökulheima var víðast hvar komið upp og einnig var sett niður sams konar fræ núna. í ferðinni tóku alls þátt 32. Þar af voru 8 sem voru í samfloti á jeppum. Þrír þeirra höfðu farið úr Reykjavík daginn áður og ekið á Grímsfjall um föstudagsmorgun- inn og til baka um kvöldið. Nautölduferð Mælingaferð að Nauthaga- og Múlajökli var farin að morgni föstudags 26. september kl. 8:15 frá Nesti, Ár- túnshöfða. I ferðina mættu 37 manns, 2 hundar og 10 jeppar. Undanfarin ár hafa safnast í þessa ferð jeppaeig- endur á farartækjum sínum, enda er leiðin inn í Naut- öldu skemmtileg til jeppaaksturs. Nú var tekið það ráð að auglýsa þessa ferð, vegna þeirra sem ekki hafa tök á jeppaferð, en vilja gjarnan komast þarna inn eftir. Von- ast var til að þátttaka yrði það góð að hægt yrði að taka rútu. En sú varð ekki raunin á. Aðeins mættu þrír vegna auglýsingarinnar og var þeim deilt niður á jeppana. Ekið var um Flúðir í Hrunamannahreppi og upp hjá Tungufelli inn á línuveginn, sem liggur ofan við Háafoss og inn á norðurleiðina sunnan Sandafells. Ekið var norður með Þjórsá að vestan sem leið liggur inn að Nautöldu. Þangað var komið um kl. 18. Lítill kofi er þar með svefnrými fyrir 8 manns, svo að flestir gistu í tjöld- um. Að morgni laugardags var var farið inn að jökli. Skiptist hópurinn við „Öldur-laugina“. Nokkrir fóru til mælinga, en aðrir gengu ýmist á Olafsfell eða Hjartar- fell. Þeir sem ætluðu að mæla gengu fyrst að mælinga- staðnum við Nauthagajökul, sem er skammt austan við laugina. Við mælingu kom í ljós að engar breytingar höfðu átt sér stað síðan í fyrra. Vestari mælingastaður- inn við Múlajökul var næstur. Þar hafði jökullinn gengið fram um 34 m. Var jaðarinn þar mjög brattur og sprung- inn ofan til en sléttari neðan til. Eftir því sem austar dró varð jökullinn sprungnari og brattari. Við mælingastað- inn, sem er nálægt miðjum jöklinum hafði hann hlaupið fram um 318 m. Eftir rúmlega fjögurra og hálfs tíma göngu í rigningu og strekkingsvindi af SA var komið að lauginni. Notalegt var að leggjast í hana 38 stigaheita. Á sunnudaginn var haldið í bæinn um Illahraun, Kerlingar- fjöll, Hvítárnes og skógræktina í Haukadal. Komið til Reykjavíkur um kl. 21:00. RANNSÓKNIR í VOR OG SUMAR í vor verður óvenjumikill leiðangur farinn á Gríms- fjall. Þangað verður dreginn nýr skáli og frá honum gengið við hlið hins gamla. Þar sem mikill mannfjöldi mun fylgja skálanum gefst einnig tækifæri til margvís- legra rannsókna. Auk venjulegra mælinga á vatnshæð og vetrarákomu í Grímsvötnum verður reynt að gera nákvæmt kort af yfirborði og botni Grímsvatna með íssjár- og endur- kastmælingum. Mældir verða jarðskjálftar við Gríms- vötn og gerð tilraun til að bora gegnum íshelluna á Vötnunum með bræðslubor. Einnig er í ráði að staðsetja föst merki á jökulskerjum og fjallstoppum (Kerlingar, Hamarinn, Pálsfjall, Þórðarhyrna, Svíahnjúkur). Hvort allt þetta næst fer eftir veðri, efnum og ástæðum. Tilraun með bræðslubor er að nokkru leyti undirbún- ingur undir fyrirhugaða vinnu á Mýrdalsjökli í sumar. Sótt hefur verið um styrki til mjög nákvæmra skjálfta- mælinga, sem er ætlað að kortleggja berggrunn undir Mýrdalsjökli og óreglur í honum. Við þessar mælingar verður að bora allmargar holur niður í ísinn og framkalla skjálfta með sprengingum í holunum. Leiðangrinum til skjálftamælinga mun stjórna Ólafur Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og fær hann væntanlega tæki til mæl- inga að láni frá Bandaríkjunum. Samtímis þessu er stefnt að því að gera endurbættar íssjármælingar á jökl- inum ef styrkur fæst. Eins og sjá má er ætlunin að sauma vel að Kötlu, en vonandi verður henni ekki meir um atganginn en svo, að hún fái vatni haldið. JÖKLABREYTINGAR Þótt aðeins nokkur hluti af jöklamælingum haustsins sé kominn á skrá er ljóst að jöklar halda áfram að hopa. Enn hopar Tungnárjökull hjá Jökulheimum, nú í ár um 59 m. Jöklar á Vestfjörðum og Norðurlandi hafa látið á sjá, Kaldalónsjökull hefur hopað um 100 m og Reykjafjarðarjökull um 28 m. 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.