Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Side 12
Helgarblað 17.–20. október 201412 Fréttir
Aukin þrengsli
hjá kjúklingum
n Ákvæði um undanþágur til meiri þrengsla n Hörð samkeppni við innflutta vörur
Í
drögum að reglugerð um að-
búnað alifugla sem auðlinda- og
umhverfisráðuneyti sendi um-
sagnaraðilum á dögunum eru
meðal annars ákvæði um aukinn
þéttleika kjúklinga, að hefðbundin
búr varphæna verði leyfð í níu ár til
viðbótar og að fjarlægja megi hluta
goggs á varphænum og stofnhænum
kalkúna að uppfylltum ákveðn-
um skilyrðum. Neytendasamtökin,
Velbú, Dýraverndarsamband Íslands
og Dýralæknafélag Íslands hafa gert
athugasemdir við drögin og snúa
þær meðal annars að fyrrgreindum
ákvæðum.
„Er hægt að ganga svona freklega
gegn velferð dýra, jafnvel þó verðið
lækki um einhverjar krónur?“ spyr
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna. „Okkar mat
er að einhvers staðar verði að draga
mörkin. Því miður virðast framleið-
endur hafa meiri áhrif á þá sem taka
ákvarðanir um reglugerðir en neyt-
endur. Við teljum að stjórnmála-
menn og embættismenn á vegum
stjórnvalda eigi að vinna í þágu al-
mennings en ekki þröngra hags-
muna framleiðenda og seljenda,“
segir hann og bendir á að lög um
dýravelferð sem tóku gildi í byrjun
árs kveði á um að tryggja eigi vel-
ferð dýra. „Velferð dýra er ekki tryggð
með þeim miklu þrengslum sem
kjúklingar búa við þegar þeir nálg-
ast sláturstig. Þá eru þrengsli í búr-
um varphæna misþyrming á dýrum.“
Ný lög um dýravelferð tóku gildi
um síðustu áramót og því hefur ver-
ið unnið að gerð nýrrar reglugerðar
við þau. Upphaflega sendi auð-
linda- og umhverfisráðuneyti drög-
in til umsagnaraðila í júní. Eftir það
var nýtt ákvæði skrifað í drögin og
þau því send út aftur. Talsmenn fé-
laganna segja að ekki hafi verið tek-
ið tillit til þeirra athugasemda sem
sendar voru til ráðuneytisins í sum-
ar og því verði þær sendar aftur nú.
„Reglugerð um velferð alifugla ætti,
eðli málsins samkvæmt, að leiðbeina
ræktendum alifugla um það hvernig
best sé að standa að ræktun og einnig
að fara að lögum. Við fáum ekki séð
að drögin geri það, heldur stangast
þau á við markmið nýrra laga um
dýravelferð. Hagsmuna aðilar fá að
ráða ferðinni þegar öllu er á botninn
hvolft,“ segir Gunnar Geir Pétursson,
stjórnarmaður hjá Velbú.
Mótmæla þéttleika
Í drögum reglugerðarinnar er miðað
við að hámarksþéttleiki kjúklinga
í eldishúsum fari ekki yfir 33 kíló á
fermetra en að Matvælastofnun geti
þó veitt undanþágur, að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum, upp í þéttleika
allt að 42 kílóum á fermetra. Er það
sambærilegt við ákvæði um þéttleika
sem almennt er miðað við innan ríkja
ESB. Í núgildandi reglugerð, sem
senn fellur úr gildi, var miðað við 19
fugla eða 32 kíló á fermetra. Þegar sú
reglugerð var skrifuð árið 1995 vógu
19 fuglar um 32 kíló en samkvæmt
heimildum DV vegur sá fjöldi í dag
á bilinu 37 til 39 kíló og við það hafa
kjúklingabændur miðað undanfarin
ár. Með ákvæði um þéttleika upp á 42
kíló á fermetra er því ljóst að þrengra
verður um kjúklinga en áður.
Dýraverndarsamband Íslands,
Velbú og Neytendasamtökin hafa
gert athugasemdir við ákvæðið
og vísað í athugasemdum sínum
til ályktunar vísindanefndar um
dýraheilsu og dýravernd á vegum
ráðherraráðs ESB frá árinu 2000.
Þar segir að fari þéttleiki í kjúklinga-
búum yfir 25 kíló sé ekki hægt að
tryggja velferð kjúklinga. Þéttleiki
yfir 30 kílóum á fermetra hækki tíðni
alvarlegra heilsuvandamála svo sem
dritbruna, húðútbrota og öndunar-
sjúkdóma. Þar segir einnig að fari
þéttleiki yfir 25 kíló sýni fuglarnir
meiri streitueinkenni, eigi erfitt með
að hreyfa sig og þrífa og sýna aðra
eðlislæga hegðun.
Aðspurður um gagnrýni á
þéttleika segir Jón Magnús Jónsson,
kjúklingabóndi á Reykjabúinu,
mikil vægt að hafa í huga að reglu-
gerðin íslenska sé unnin með
reglugerðir ESB og Norðurland-
anna sem fyrirmynd. „25 kíló á fer-
metra eiga við lífrænan og vistvæn-
an búskap og þeir sem vilja hann,
eðli málsins samkvæmt, mótmæla
öðrum aðferðum. Við gerð íslensku
reglugerðarinnar var miðað við
að gera ekki slakari kröfur en ESB
gerir.“ Hann segir þurfa að hafa í
huga að kjúklingabændur eigi í
mikilli samkeppni við innflytjend-
ur kjúklings sem framleiddur er
samkvæmt reglugerðum nágranna-
ríkjanna þar sem reglur um þéttleika
séu þær sömu og í drögum reglu-
gerðarinnar. „Ég væri mjög sáttur
ef ég gæti haft 32 eða 33 kílóa há-
mark á fermetra en þarf að eiga fyrir
reikningunum. Við erum í mikilli
verðsamkeppni og verðum því að
beita sömu framleiðsluaðferðum og
leyfðar eru í nágrannalöndunum.“
Búr varphæna leyfð áfram
Notkun á hefðbundnum búrum fyrir
varphænur var bönnuð innan ESB
árið 2012 og fengu bændur i aðildar-
ríkjunum tíu ára aðlögunartíma,
frá árinu 2002. Samkvæmt drögum
reglugerðarinnar verða hefðbundin
búr leyfð á Íslandi til ársins 2023. Að
sögn Hallgerðar Hauksdóttur, for-
manns Dýraverndarsambands Ís-
lands, var sú regla viðhöfð innan
ESB að á tímabilinu 2004 til 2012
hafi verið skylt að merkja öll egg
með framleiðsluaðferð svo almenn-
ingur gæti valið að sneiða hjá eggj-
um búrhæna.
Félag eggjaframleiðenda lét gera
úttekt á áhrifum nýrrar reglugerðar
á eggjaframleiðslu og var hún unnin
af Ráðgjafarmiðstöð landbúnað-
arins. Hildur Traustadóttir, fram-
kvæmdastjóri félagsins, segir hana
hafa leitt í ljós að mikill kostnaður
yrði því fylgjandi að breyta bygging-
um svo þær henti fyrir rýmri búr eða
lausagönguhænsn. „Heildarfjár-
festing íslenskra eggjaframleiðenda
vegna aðlögunar að reglugerðinni
verður á bilinu 2.000 til 2.500 millj-
ónir króna. Þetta er neytendamál því
þessi kostnaður mun lenda á neyt-
endum. Áhrifin verða minni ef að-
lögunin tekur lengri tíma og því höf-
um við sótt um að tímabilið verði
lengt um fimm ár eða til ársins 2028.“
Hún segir reglugerðina mjög íþyngj-
andi og bendir á að eggjaframleið-
endur innan ESB hafi fengið styrki á
sínum tíma til að breyta byggingum.
„Við vitum ekki hvort íslenskir eggja-
framleiðendur fái styrki en miðað við
stöðuna í dag þykir mér það ólíklegt.“
Líkamshlutar fjarlægðir
Í drögum reglugerðarinnar er
ákvæði um að fjarlægja megi hluta
goggs á varphænum og stofnhæn-
um kalkúna að uppfylltum ákveðn-
um skilyrðum en slíkt ákvæði er
ekki í núgildandi reglugerð. Að
sögn Hallgerðar er slík goggstíf-
ing sársaukafull aðgerð sem hefur
heftandi áhrif á eðlilegt atferli fugl-
anna. „Goggstífing hefur alla tíð ver-
ið bönnuð á Íslandi og er að okkar
mati ekki nauðsynleg og alls ekki í
samræmi við góða dýravelferð. Við
lýsum undrun á að hún sé sett í nýja
reglugerð.“ Hallgerður segir goggstíf-
ingu ekki leyfða í Danmörku og Sví-
þjóð og að í fleiri Evrópulöndum sé
verið að afleggja þessa aðgerð og að
Dýravernarsamband Íslands muni
berjast hart gegn því að goggstífing
verði leyfileg á Íslandi. Félag dýra-
lækna sendi einnig inn athugasemd
vegna þessa ákvæðis. n
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagny@dv.is
Jóhannes Gunnarsson Formaður
Neytendasamtakanna segir hagsmuni
framleiðenda en ekki neytenda ráða.
Goggstífingar Í drögum
reglugerðar um aðbúnað
alifugla eru meðal annars
ákvæði um að fjarlægja megi
hluta goggs á varphænum
og stofnhænum kalkúna að
uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum. Þá verða hefðbundin
búr varphæna leyfð næstu
níu ár. MynDin Er úr safni.