Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Side 18
18 Fréttir Helgarblað 17.–20. október 2014
„Ég vildi binda
enda á líf mitt“
n Sara Rut Baldvinsdóttir var aðeins tólf ára þegar hún íhugaði fyrst að svipta sig lífi vegna eineltis
S
ara Rut Baldvinsdótt-
ir var lögð í einelti nær alla
sína skólagöngu. Eitt sinn
hringdi hún í lögregluna
af ótta við gerendurna og
þá var hún einungis tólf ára þegar
hún íhugaði í fyrsta sinn að svipta
sig lífi. Eineltið hefur haft djúp-
stæð áhrif á Söru Rut og hefur hún
bæði glímt við þunglyndi og átrösk-
un á unglingsárunum. Þá lenti hún
í vafasömum félagsskap þegar hún
fór að umgangast krakka sem flest
voru í neyslu – krakka sem eiga það
öll sammerkt að hafa upplifað höfn-
un og ofbeldi.
Hringdi í lögregluna
vegna eineltis
Unga konan sem situr gegnt blaða-
manni á kaffihúsinu Pallett í Hafnar-
firði er vör um sig. Móðursystir
hennar, Elva Björk Sigurðardóttir, er
með í för, henni til halds og trausts.
Hún er mjóróma og hálffeimin þegar
hún hefur frásögn sína en á sama
tíma talar hún af mikilli ákveðni. Það
er augljóst að reynslan hefur mark-
að djúp spor í sálarlíf Söru Rutar – án
þess þó að brjóta hana.
Sara Rut var í öðrum bekk í
Lækjar skóla í Hafnarfirði þegar ein-
eltið hófst. „Ég var lamin og dótið
mitt var falið. Ég fann til dæmis
aldrei skóna mína nema þegar þeim
var fleygt í ruslið,“ segir Sara Rut um
fyrstu ár eineltisins. Þegar hún var í
þriðja bekk hringdi hún í lögregluna
eftir að tíu drengir höfðu gengið í
skrokk á henni og eltu hana síðan
úr skólanum. „Ég var skíthrædd.
Ég náði ekki í mömmu og pabba og
hafði falið mig undir palli við eitt-
hvert hús hérna í nágrenninu. Síð-
an hringdi ég í lögregluna sem kom,
talaði við mig og talaði í kjölfarið við
strákana. Þá hætti þetta í smá stund
og ég hélt að þessu væri þar með
lokið. Viku síðar byrjaði þetta hins
vegar aftur.“
Brennimerkt
Hún segir eineltið hafa gengið með
þessum hætti upp í fimmta bekk en
upp úr kynþroskaaldri hafi eineltið
versnað og reynt meira á andlegu
hliðina. Stelpurnar hafi dreift lyga-
sögum um hana og kallað hana ljót-
um nöfnum. „Ég var kölluð hóra í
mjög mörgum skólum hér á höfuð-
borgarsvæðinu,“ segir Sara Rut.
Stundum komu nýir krakkar í
bekkinn en henni tókst ekki að ving-
ast við þá. Þess í stað fóru þeir fljót-
lega að taka þátt í eineltinu. „Það var
eins og ég væri brennimerkt sem
krakkinn sem ætti að vera lagður í
einelti,“ segir Sara Rut. Hún segist
ekki vita hvers vegna hún þótti auð-
veldur skotspónn eineltis og enn
þann dag í dag veltir hún því fyrir
sér. „Ég spurði strákana einu sinni
af hverju þeir væru að þessu og þeir
svöruðu að þeim þætti þetta gam-
an.“
Tólf ára með sjálfsvígshugsanir
Tólf ára gömul íhugaði Sara Rut
í fyrsta skipti að svipta sig lífi. „Þá
stóð ég hérna úti á bryggju með
hníf í höndunum. Ég vildi binda
enda á líf mitt og hverfa út í sjó. Á
þessum tíma var mamma að glíma
við krabbamein og þá voru for-
eldrar mínir að skilja í ofanálag.
Þetta varð bara of mikið fyrir mig,“
segir hún. „Ég hætti samt við. Það
var mjög erfið ákvörðun. Ég stóð
örugglega í klukkutíma úti í kuld-
anum og velti því fyrir mér hvort
þetta væri rétta leiðin. Að lokum
komst ég að þeirri niðurstöðu að
þetta væri ekki rétta leiðin.“
Í nokkur skipti til viðbótar
íhugaði Sara Rut alvarlega að binda
enda á líf sitt en hún segist í öll þessi
skipti hafa hugsað til fjölskyldu
sinnar sem alla tíð hefur staðið þétt
við bakið á henni. „Ef það væri ekki
fyrir fjölskyldu mína þá veit ég ekki
hvar ég væri í dag,“ segir hún og
hallar sér upp að frænku sinni.
Hætti að borða
Sara Rut glímdi um langa hríð við
mikið þunglyndi í kjölfar eineltis-
ins. Þá þróaði hún með sér átrösk-
un á unglingsárunum. „Ég heyrði á
hverjum einasta degi að ég væri ljót
og feit. Ég hætti bara að borða og
fékk einkenni búlimíu. Ég hugsaði
með mér að kannski myndi eineltið
hætta ef ég grenntist pínu og reyndi
að líta út eins og hinar stelpurnar
í bekknum. Ég var eins og hundur
sem elti stelpurnar um allt og þráði
að verða meðtekin.“
Illa tekið á málum
Aðspurð hvort tekið hefði verið á
eineltinu með einhverjum hætti í
skólanum segist Sara Rut fyrst hafa
kallað á hjálp í fjórða eða fimmta
bekk. Kennarinn hennar hafi hins
vegar tekið kolrangt á málinu. „Ég
var tekin upp að töflu og kennar-
inn sagði yfir bekkinn að þau yrðu
að hætta að stríða mér. Þetta gerði
bara illt verra því upp frá þessu fóru
krakkarnir að hóta mér. Ég þorði
aldrei framar að segja frá eineltinu.“
Þegar búið er að taka vitlaust
á málunum einu sinni, með jafn
slæmum afleiðingum, þá eru líkur
á að einstaklingar hafni frekari að-
stoð, að sögn Söru Rutar. Í gegnum
árin hefur henni nokkrum sinn-
um verið boðið að tala við skóla-
sálfræðing en hún hefur ætíð af-
þakkað það. Hún hafi verið lítil í
sér, brotin, og ekki viljað gera mál
úr þessu. „Ég vildi heldur ekki að
mamma gerði mikið mál úr þessu
því ég var svo hrædd um að það
myndi gera illt verra. Þá vildi ég
heldur ekki valda foreldrum mín-
um vonbrigðum og gerði lítið úr
eineltinu.“
„Slæmur félagsskapur“
Að lokum gafst Sara Rut upp. Hún
gafst upp á að reyna að þóknast
stelpunum í bekknum – sá að það
myndi aldrei takast. Hún gafst upp
á skólanum, hætti að mæta, því þar
leið henni illa og þar var heldur enga
aðstoð að fá. Í kjölfarið varð hún
mjög þunglynd og lenti í því sem
flestir myndu kalla „slæman félags-
skap“. „Þessir krakkar voru í rugli
eða að ganga inn í rugl,“ segir hún.
„En mér leið betur með þeim. Þau
voru góð við mig, dæmdu mig ekki
og tóku mér eins og ég var. Þessir
krakkar höfðu lent í mjög svipuðum
hlutum og ég – öll upplifað höfnun,
gefist upp á lífinu og fundið leið til
að deyfa sársaukann.“
Sara Rut byrjaði að smakka
áfengi og reykja sígarettur í tíunda
bekk. Hún segist hins vegar aldrei
hafa prófað eiturlyf, þó svo að
freistingarnar hafi vissulega verið til
staðar. „Ég sá hvað hinir krakkarnir
voru að gera sjálfum sér og ég bara
gat ekki gert það sama.“
Hatar ekki gerendurna
Eineltið fylgdi Söru Rut upp í mennta-
skóla. Hún hóf nám við Flensborgar-
skóla að loknum grunnskóla ásamt
fyrrverandi bekkjar félögum sín-
um en eftir eina önn gafst hún upp
og skráði sig í Iðnskólann í Hafnar-
firði. „Þar eignaðist ég frábæra vini
og kynntist kærastanum mínum. Þar
komst ég loksins út úr þessu.“
Þrátt fyrir allt segist Sara Rut aldrei
hafa borið hatur í garð þeirra sem
lögðu hana í einelti. „Þau ollu mér
miklum sársauka en ég sá engan til-
gang í því að hata þau. Þeim leið
greinilega illa og mér finnst að þau
ættu að leita sér hjálpar í stað þess
að láta öðrum líða illa.“ Hefur hún þá
fyrirgefið þeim? „Ég er smátt og smátt
að læra að fyrirgefa þeim. Það tekur
tíma. Ég rekst stundum á fyrrverandi
bekkjarfélaga mína hérna í Hafnar-
firðinum, en þeir láta yfirleitt eins
og þeir sjái mig ekki. Þeir eyðilögðu
æsku mína en láta núna sem þeir
þekki mig ekki.“
Enn hrædd
Sara Rut verður átján ára í vikunni.
Eftirmálar eineltisins eru þeir að
hún glímir við mikinn kvíða og fé-
lagsfælni. Hún verður oft hrædd
við að mæta í skólann, þrátt fyrir að
vera komin í nýjan skóla með allt
öðrum krökkum. „Ég á mjög erfitt
með að vinna í hóp. Í einum tíma
vill kennarinn minn oft að við vinn-
um í hópum en ég fæ alltaf að vinna
verkefnin ein. Ég er hrædd við
höfnun, hrædd við að verða særð.“
Í dag stundar Sara Rut nám
við Menntaskólann í Kópavogi og
setur stefnuna á kokkinn. „Ég hef
alltaf haft gaman af því að elda fyrir
aðra og gera aðra glaða,“ segir hún
og deilir með blaðamanni stórum
framtíðaráformum sínum. „Mig
dreymir um að verða yfirkokkur á
mínum eigin veitingastað,“ segir
hún og brosir.
Gerði ekkert rangt
En hvers vegna ákvað Sara Rut að
stíga fram núna og segja frá reynslu
sinni? Hún segir það ákveðið
bataferli að tala um reynslu sína
og brjóta þagnarmúrinn. Að auki
vonast hún til þess að hennar saga
muni hjálpa öðrum í sömu sporum
og vekja almenning til umhugsun-
ar um bága stöðu ungmenna sem
leiðast út í óreglu. Oftar en ekki hafi
þau lent í einelti eða öðru ofbeldi
og þurfi einhvers konar viðurkenn-
ingu – en ekki verða stimpluð úr-
hrök. Þau séu öll að öskra á hjálp.
„Þau eru ekki slæma fólkið,“ segir
Sara Rut. „Þau sem lögðu þau í ein-
elti eða beittu þau ofbeldi eru slæma
fólkið. Þar liggur orsökin, hitt er af-
leiðingin.“
Sjálfsásakanir grófu um sig
djúpt innra með Söru Rut á barns-
aldri og hún var lengi að átta sig á
því að eineltið var ekki henni að
kenna. „Ég skammast mín ekki fyrir
þetta. Af hverju ætti ég að gera það?
Það er eitt af því sem krakkar sem
hafa lent í einelti þurfa að læra – að
skömmin er ekki þeirra. Ég gerði
ekkert rangt.“ n
„Þau
eyðilögðu
æsku mína en láta
núna sem þau
þekki mig ekki
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is
„Þráði að verða
meðtekin
Varð mjög þunglynd
Eineltið markaði djúp
spor í sálarlíf Söru Rutar.
Mynd SIGTryGGur ArI