Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Blaðsíða 30
30 Umræða Helgarblað 17.–20. október 2014 Beisik hagfræði Umsjón: Henry Þór Baldursson N ýlega var Ríki Islams gómað við að nota .is lén, nánar til tekið khilafah.is. Mikið hef- ur verið rætt um málið síð- an þá, yfirleitt af mikilli hneykslan og skiljanlega, því um er að ræða ein hryllilegustu samtök í manna minnum ef ekki hreinlega þau hryllilegustu. Höfum eitt alveg á hreinu. Það er fullkomlega lögmætt að hafna skráningu Ríkis Islams á landsléni Íslands af þeirri einföldu ástæðu að lénið stendur fyrir Ísland en ekki Islamic State. Sömuleiðis er lög- mætt að íslenskt fyrirtæki hafni viðskiptum vegna ákvæða laga um stuðning við hryðjuverk. Það er allt gott og blessað. Það er alger óþarfi að hýsa þetta hérlendis og hvað þá undir landsléni Íslands. En það sem vekur ugg minn er sú háværa krafa á meðal almenn- ings að vefsvæðum sem þessum sé almennt lokað vegna þess efnis sem þar sé að finna. Því hef ég bent á, sem frægt er orðið, að almenningur þarf aðgang að sömu heimildum og þeim sem eru tiltæk blaðamönnum og yfirvöldum ef staðreyna á skynj- un og túlkun þeirra. Ellegar getur al- menningur ekki afsannað, nú, eða staðfest, það sem honum er sagt. Verstu hugsanlegu viðbrögð Fyrir þessa ábendingu hefur ýmissa skýringa verið krafist af mér, til dæmis hvernig ég réttlæti barnaklám, fjöldamorð og hvort ég vilji ekki bara fara til Íraks og háls- höggva lítil börn. Þá er misskiln- ingurinn jafnan sá að ég líti á rétt villimannanna í Ríki Islams sem hærri rétti fórnarlamba þeirra. En eins og ég segi er þetta misskilning- ur. Þannig er nefnilega með mála- vexti að mér er skítsama um tján- ingarfrelsi Ríkis Islams. Afstaða mín byggir ekki á neins konar rétti eins einasta meðlims Ríkis Islams, hvorki til tjáningarfrelsis né neins annars. Afstaða mín byggir á rétti okkar hinna til að sjá og heyra. Rétti sem er mikilvægari en nokkru sinni fyrr, einmitt vegna hryllings á borð við þann sem ríkið téða ber á torg. Að loka augunum og halda fyrir eyrun eru verstu hugsanlegu við- brögðin við því sem á sér stað í Mið- Austurlöndum þessa stundina. Það er ábyrgðarleysi að hylja afleiðingar þeirrar hugmyndafræði sem Ríki Islams stendur fyrir. Við björgum engum lífum og tökum engu betri ákvarðanir með því að stinga hausn- um í sandinn. Verðum ekki í stakk búin Sem fyrr greinir er mér sléttsama þótt téð vefsíða sé hýst annars stað- ar en hérlendis og sömuleiðis er sjálfsagt að hafna skráningu léns- ins af þeirri einföldu ástæðu að lénið stendur fyrir Ísland en ekki Islamic State. En að krefjast þess í miðju taugaáfalli að heimurinn allur loki augunum og haldi fyrir eyrun, mun gera það eitt að verkum að hann verður verr í stakk búinn til að tortíma þessari óværu varan- lega. Þó er eins gott að almenningur hafi skilning á nauðsyn aðgerða, og eina leiðin til þess, er að hann hafi aðgang að þeim upplýsingum sem gera þá nauðsyn skýra. Það þjónar ekki hagsmunum frelsis og lýðræðis að hindra að- gang almennings að upplýsingum um þær óbærilegu hörmungar sem viðgangast í Ríki Islams. Sá hryll- ingur sem þessum samtökum fylgir dregur ekki úr nauðsyn þess að al- menningur hafi óheftan aðgang að upplýsingum um þau, heldur eykur hana. n Gögnin þagna Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar þar sem m.a. er lagt til að virðis- aukaskattur á matvæli hækki úr 7 í 12% eru rakin nokkuð mörg dæmi um áhrifin sem þessar breytingar eiga að koma til með að hafa á hag heimilanna í landinu. Við nánari skoðun á þessum tölum hafa hins vegar margir sopið hveljur enda virð- ist ráðuneytið miða við fremur fjar- stæðukenndar tölur þegar kemur að matarinnkaupum. Þannig er gert ráð fyrir að hjón með tvö börn eyði 75.330 kr. í matvæli á mánuði, eða sem svar- ar 628 kr. að meðaltali á mann á dag. Miðað við þær forsendur er í sama dæmi gert ráð fyrir að hækkun skatts á matvæli hafi ámóta áhrif á hag þessar- ar fjölskyldu og niðurfelling vöru- gjalda, og að heildaráhrif á ráðstöf- unartekjur þessarar fjölskyldu, verði frumvarpið að lögum, verði jákvæð. Vanmat hjá fjármálaráðuneytinu Þessar tölur um matarinnkaup eru sagðar byggðar á neyslukönnun Hagstofu Íslands. Samt hefur komið fram í fjölmiðlum að tölur ráðuneyt- isins þegar kemur að fjögurra manna fjölskyldu eru 32.000 kr. lægri en töl- ur Hagstofunnar. Hagstofan gerir ráð fyrir að útgjöldin séu að meðaltali 107.000 kr. á mánuði meðan ráðu- neytið metur þau á 75.000 kr. og reikn- ar áhrif skattbreytinga á þá fjölskyldu samkvæmt þeim forsendum. Fram hefur komið að ráðuneytið hafði ekki samráð við Hagstofuna við þessa vinnu. Ef horft er til neysluviðmiðs sem velferðarráðuneytið er með á heima- síðu sinni eyðir fjögurra manna fjöl- skylda rúmum 125.000 kr. í mánaðar- leg innkaup á dagvörum. Inni í þeirri tölu eru raunar hreinlætisvörur, en þeir sem kaupa til heimilisins vita að vægi hreinlætisvara er óverulegt mið- að við matvörur. Hins vegar gerir svo neysluviðmiðið einnig ráð fyrir kaup- um á veitingum að upphæð tæplega 30.000 kr., og er því neysluviðmið vel- ferðarráðuneytisins töluvert hærra en tölur Hagstofunnar. Samkvæmt framansögðu er ljóst að fjármálaráðuneytið vanmetur kostnað heimilanna vegna kaupa á matvörum verulega. Sú spurning hlýt- ur óneitanlega að vakna hvers vegna það er gert. Það fyrsta sem greinarhöf- undi dettur í hug er að með þessu sé ráðuneytið að gera minna úr þeim auknu útgjöldum sem heimilin verða fyrir með fyrirhugaðri hækkun virðis- aukaskatts. Varla eru það mannleg mistök, enda hefur komið fram að ráðuneytið standi við sínar tölur. Þannig virðist tilgangurinn beinlínis hafa verið sá að slá ryki í augu neyt- enda enda virðist ljóst að hækkun á verði matarkörfunnar verður mun meiri en stjórnvöld hafa haldið fram. Þá er jafnframt ljóst að verði þessi áform að veruleika mun það bitna harðast á efnaminnstu heimilunum, sem eyða hærra hlutfalli tekna sinna í mat en þau efnameiri, og eiga varla til hnífs og skeiðar nú þegar. Raunar er í athugasemdum með frumvarpinu gert ráð fyrir því að einstætt foreldri með tvö börn komist af með 44.700 kr. til matarkaupa á mánuði, en ég sel þær tölur nú ekki dýrar en þær voru keyptar. Verjum 7% matarskatt Neytendasamtökin hafa lagst ein- dregið gegn því að virðisaukaskattur á matvæli verði hækkaður og er þessum áformum m.a. mótmælt í ályktun sem stjórn samtakanna sendi frá sér um miðbik septembermánaðar. Þá verð- ur að gefa lítið fyrir þau rök að afnám vörugjalda og lækkun á hærra virðis- aukaskattsþrepi komi til með að jafna þessa hækkun út. Sá sem á ekki fyrir hveiti vantar ekki nýjan ofn til að baka brauð í; og skiptir þá engu hversu ofn- inn hefur lækkað í verði. Þá hefur það sýnt sig að lækkun gjalda er mun ólík- legri til að skila sér í buddu neytenda en hækkun þeirra. Bryndís Loftsdóttir, varaþingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst and- stöðu sinni við þessar hugmyndir og jafnframt opnað síðu á Facebook undir heitinu „Verjum 7% matarskatt“. Um leið og ég lýsi ánægju minni með frumkvæði Bryndísar hvet ég alla sem þetta lesa til að „læka“ þá síðu. n Höldum virðisaukaskatti á matvörur óbreyttum Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Kjallari „Sá sem á ekki fyrir hveiti vantar ekki nýjan ofn til að baka brauð í Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata skrifar Kjallari „Um er að ræða ein hryllilegustu sam- tök í manna minnum ef ekki hreinlega þau hrylli- legustu. „Þá fyrst kynnist fólk þegar það þarf að skipta arfi.“ Þorsteinn Óskarsson vitnaði í oft kveðna vísu við frétt um deilur Guðjóns Þórðarsonar og systur hans, Ingu Jónu, um móðurarf. „Ekki nóg að fá afskrifað, heldur þarf að svindla og svíkja líka. Hvaða hugsandi manni dettur í hug að eiga viðskipti við svona svindlara?“ Sveinn Hansson hvatti lands- menn til að versla ekki við Sævar í Leonard í athugasemd við frétt um leynikjallara Sævars. Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni 23 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.