Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Side 37
Helgarblað 17.–20. október 2014 Fólk Viðtal 37 Menn geta auðvitað haft þá skoðun að hér eigi bara að vera fjölmenn- ingarsamfélag og hér megi allir þeir koma sem vilja, eins og anarkistar og hörðustu frjálshyggjumenn myndu segja, en þá er það bara „Each to their own“ og hvað þýðir það? Fá menn vinnu, framfærslu? Sumt fólk getur bara ekki búið saman, eins og bara í venjulegri fjölskyldu. Það verður að samræma þetta.“ VG ekki öfgaflokkur Ef við notum þína líkingu, þá líkar sumum ekki vel við alla í fjöl- skyldunni. Eðlilegt fólk lætur sér hins vegar lynda til að halda friðinn, ekki satt? „Jú, en það verða samt oft heil- mikil átök. Þetta hefur svo sem geng- ið hjá landnemaþjóðum, Bandaríkin til dæmis, ef við lítum þangað þá hafa þeir verið mjög uppteknir við að finna eitthvað sameiginlegt með öllum og þar hafa þeir tekið þjóðfánann. Þar er botnlaus áróður við að halda þessari þjóð saman, frá barnæsku á ást á fán- anum.“ Spurður hvort hann sjái það sem eitthvað til að innleiða á Íslandi segir hann það þvert á móti svo. Hann ótt- ist þó að Íslendingar sofni á verðin- um og vakni síðar upp við vondan draum. „Og hér verða komnar tvær þrjár þjóðir í landið sem hafa engan áhuga á að sameinast.“ Talið berst að uppsveiflu hægri þjóðernisflokka innan Evrópu. „Ef við skoðum stefnumál þessara flokka þá eru þeir engir öfgaflokkar,“ segir Brynjar og útskýrir að hann upplifi þá frekar sem róttæka. „Ég hef verið að skoða aðeins stefnur þessara flokka, Framfaraflokksins, danska Þjóðar- flokksins og Svíþjóðardemókrata. Ég upplifi þá frekar sem félagshyggju- flokka sem eru með harða stefnu í innflytjendamálum, sem við getum jafnvel kallað popúlíska. Pólitíkin er svo sem uppfull af popúlisma, þvert á flokka. En þarna er vissulega verið að höfða til þess að hræða fólk með útlendingum.“ Sem kunnugt er mátti greina sömu stemmingu í kosningabar- áttu Framsóknar- og flugvallarvina fyrir síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar. Þá þótti mörgum þögn flokks- forystunnar í ríkisstjórn gefa í ljós að stefnubreytingin væri komin til þess að vera. Spurður hvað hægt sé að kalla Framsókn eftir slíkt útspil, annað en öfgaflokk, skellir Brynjar upp úr. „Hallærislega afturhalds- sinna kannski. Nei, en svona án gríns, eins og ég sagði þá vil ég ekki kalla flokka öfgaflokka á meðan þeir beita ekki ofbeldi og fara ekki gegn lýðræðislegum reglum og lögum. Þess vegna nota ég ekki orðið öfga- flokkur um VG þó að gamlir komm- ar séu þar inni. Jafnvel þó að ég sé ósammála þeirra skoðunum og telji að þær muni drepa lýðræðissam- félagið á endanum þá eru þau ekki öfgaflokkur.“ Brothætt stjórnarsamstarf? Við Brynjar höldum áfram að ræða Framsóknarflokkinn og stjórnar- samstarfið sem hann segir vera við- kvæmt. Hann greinir frá því hvern- ig honum hafi aldrei hugnast hugmyndir um skuldaleiðréttingu heimilanna og finnist sú hugmynd eiginlega ennþá hálf galin. „Ég var þeirrar skoðunar að hug- myndin gæti í eðli sínu aldrei orðið sanngjörn. Hún gæti boðað til ófrið- ar vegna þess að sumir í erfiðri stöðu fengju ekki neitt.“ Brynjar nefnir þar sem dæmi leigjendur sem hafi i gegnum árin borgað verðtryggða leigu. „Mér fannst þetta ekki að vera fara skynsamlega með peninga. Hundrað og tíu prósenta leiðina var búið að fara og kostaði ríkissjóð 45 milljarða. Fólk veit kannski ekki af því en það var ansi mikil leiðrétting í sjálfu sér.“ Til þess að stjórnarsamstarf- ið gengi segir Brynjar að allir hafi þurft að gefa eftir. „Ég lít því bara á þetta sem einhverja efnahagsaðgerð. Ég vil ekki láta stjórnarsamstarfið stranda á þessu þó að mér finnist við getað nýtt þessa peninga í önnur og mikilvægari verkefni. Ég vil alls ekki tala illa um neinn og allra síst Fram- sóknarflokkinn sem nú er í mikilli vörn, en ég er ekki í þeim flokki af ástæðu og vildi gjarnan að þau hefðu aðra pólitík að mörgu leyti. Þetta var bara staðan eftir kosningar, menn sátu bara uppi með þetta, vilja kjós- enda.“ Brynjar segir aðspurður að sama viðhorfið sé að finna víðar á meðal flokkssystkina hans. „Jú, það er það. Þetta er auðvitað viðkvæmt stjórnar- samstarf eins og stjórnarsamstarf er oft. Þetta er erfitt en við litum svo á að við yrðum að gefa þetta eftir. Þeir þurftu líka að gefa smá eftir, ég held að menn hafi ætlað í miklu stærri leiðréttingu í upphafi,“ segir Brynjar og bætir við kíminn: „Stundum er bara svolítið sjarmerandi að vera svona Framsóknarlegur. Þeir eru stundum ágætir.“ Stjórnmálamenn valdalitlir Brynjar mætti kalla nýliða í póli- tíkinni. Hann er lögfræðingur að mennt og starfaði um árabil sem hæstaréttar lögmaður á sinni eig- in stofu. Hann hafði sótt um stöðu hæstaréttar dómara litlu áður en hann fór í prófkjörið en dró umsókn sína til baka og réri á ný mið. Hann segist hafa lært margt nýtt í þing- mennskunni og fleira hafi jafnvel komið honum á óvart. „Áhyggjur mínar af íslenskri póli- tík eru þær er að það vantar þrek og þor hjá stjórnmálamönnum sem eru of margir veikir og farnir að útvista völdunum sínum með lagasetning- um og til útvalinna stofnana. Nú get- um við ekki tekið mikilvægar ákvarð- anir lengur, vegna þess að það er ekki á okkar valdi,“ segir Brynjar „Við erum búin að koma því í kring með löggjöf að við ráðum því ekki hvað við veiðum mikið. Það eru aðrir sem ráða, meira að segja höfum við fært þetta til útlanda. Við getum ekki tekið ákvörðun um að leggja veg sem tekur burt eitt prósent af skógi. Það eru aðrir sem ráða því. Það verð- ur með þessu stórmál að taka ein- falda pólitíska ákvörðun.“ Spurður hvort hann vilji þá vinda ofan af valdi til ríkisstofnana jánkar hann. „Það þarf breytta löggjöf. Vald stjórnmálamanna er að minnka, smátt og smátt. Við áttum okkur kannski ekki á því, svo ætlum við að gera eitthvað sem við teljum mikil- vægt og þá lendum við í strandi og komumst ekki áfram. Ég upplifi það í pólitíkinni líka að menn eru að ræða að það þurfi að gera hitt og þetta. En það garga einhverjir á okkur, það eru alltaf einhvers staðar hagsmunir og þá koðna menn svolítið niður. Í stað þess að taka slaginn við þessi hags- munaöfl, þá er ég ekki að tala um LÍÚ frekar en eitthvað annað, bara alls konar hagsmunaöfl. Þrátt fyrir að stjórnmálamenn telji eitthvað skynsamlegt, og ráðgjafar þeirra, þá náum við ekki í gegn, vegna þess að við þorum ekki að taka ákvörðun eins og þarf að gera. Það verða svo margir reiðir, eða allavega nokkrir háværir. Þetta er þungt kerfi og kannski svona mín helstu vonbrigði í pólitíkinni.“ Óskipulagður að eðlisfari Brynjar kom nokkuð bratt inn í þing- mennskuna. Hann segist þó hafa verið löngu ákveðinn í að tími væri kominn til að skipta um vettvang í lífinu. Ákvörðunin um að fara í póli- tíkina var kannski ekki svo fjarri, en hann hafði verið virkur í samfélags- umræðunni um árabil. Ekki leist þó öllum á fyrirætlanir hans í fyrstu og þá kannski allra síst þeim sem stóðu honum næst. „Það sem kemur á óvart í þessu starfi er hvað þetta er mikil vinna. Svo er þetta stöðugt áreiti. Það eru alltaf einhverjir hagsmunaaðilar að reyna að tala við þig. Konan mín var heldur ekki mjög glöð með þetta,“ útskýrir Brynjar, en eiginkona hans, Arnfríður Einarsdóttir, er dómari. Það hafa því komið upp siðferðis- leg álitamál um störf hennar vegna Brynjars. „Í svona litlu samfélagi kemur alltaf eitthvað svoleiðis upp. Það er samt mjög ósanngjarnt gagnvart konunni minni að halda því fram að ég ráði eitthvað um hvernig hún vinnur sína vinnu.“ Brynjar segir þó að konan hans hafi fljótlega sætt sig við stefnu- breytinguna og þingstörfin. „Aðal- lega því hún taldi einhverjar líkur á því að ég yrði þá almennilega til fara. Sem svo brást,“ segir Brynjar og hlær. Hann kveðst vera fremur óskipulagð- ur og lítið fyrir prjál. „Ég geri hlutina ekki fyrr en ég þarf að gera þá en þá get ég verið mjög duglegur og unnið myrkranna milli. Nánast eins og vertíðarmað- ur. Þetta truflaði mig svolítið í lög- mennskunni, það er svo mikið af málum, mikið að gera. Þetta er vont þegar maður leggur höfuðið á kodd- ann það eru oft svo miklir hagsmunir undir og þá er erfitt að sofna.“ Skólakerfið ekki fyrir alla Spurður hvort þetta séu ekki dæmi- gerð einkenni athyglisbrests segir Brynjar það vel geta verið. „Kann að vera, ég hef ekki farið í greiningu. Er þetta ekki bara fljölbreytileiki mann- skepnunnar. Það eru tugþúsundir með greiningar allt í einu, svo bæt- ist við þunglyndi, kvíði og depurð. Eru kvíði og depurð ekki bara eðli- leg viðbrögð líkamans við einhverju ástandi? Samfélagið allt ræður orðið ekkert við allar þessar greiningar, það er orðin hálfs árs bið bara eftir að komast að á geðdeildum og ég hugsa með mér hvar endar þetta?“ Brynjar segir að mögulega séum við að sníða einstaklingnum of þröngan stakk. Samfélagið verði að þróa með sér meira umburðarlyndi gagnvart ólíkum einstaklingum. „Skólinn gerir ekki ráð fyrir því að til séu A- og B-manneskjur. Þú ert bara óþekkur drengur ef þú fellur utan rammans. Þegar ég var í skóla var maður bara settur inn í skáp, hent út fýsískt, engin vettlingatök. Skólinn er bara of ferkantaður. Eig- um við ekki bara að leyfa börnun- um að ærslast aðeins? Búa jafnvel til keppni úr efninu en sumir drengir eru þannig að þeir gera ekkert nema að fá að keppa um það og drengj- um gengur bara verr í skóla en stelp- um, þetta kerfi hentar þeim verr. Þær virðast frekar geta setið kyrrar,“ segir Brynjar. „Þó að ég hafi verið eins og stelpurnar og setið kyrr, þá bara geta það ekki allir strákarnir,“ bætir hann við og ég spyr hann hvort þennan mun megi ekki einmitt rekja til íhaldssamra og rótgróinna gilda þar sem kynin lifi upp í ákveðin hlutverk sem þeim eru sköpuð? „Jú, það má vel vera. En það sem ég er að segja er að skólinn gerir ekki ráð fyrir frá- vikum. Það er orðið veikleiki að vera ekki eins og hinir. Það er svo farið í lyfjagjöf til þess að menn geti að- lagast því sem við viljum að sé rétt. Við ættum að nálgast menntun með öðrum hætti,“ segir Brynjar og tek- ur fram að hann sé þó enginn sér- fræðingur á sviði menntamála. „Svo verður þessi skólaganga bara kvöl og pína. Menn eru svo að dragnast með þetta, sem leiðir jafnvel til depurðar og kvíða,“ bætir hann við. Kona á að ráða yfir líkama sínum Fyrst við erum komin á spor femín- ismans liggur beinast við að fara að- eins nánar í saumana á þeirri hreyf- ingu en Brynjar hefur verið afar gagnrýninn á; femínista og orðræðu sem hann segir einkennast af rétt- trúnaði. „Femínisminn er fínn eins og ég upplifði hann fyrst. Þar sem hann snerist um frelsi konunnar. Mér fannst það mjög svona frjálshyggju- legt. En svo fannst mér að vinstri rót- tæklingar tækju þetta einhvern veg- inn yfir og það færir femínismann til vinstri. Hlutir eins og hvenær kona ræður yfir líkama sínum er allt í einu orðið valkvætt og þá eftir því hvaða pólitík lá að baki. Konan átti að ráða því hvenær hún fer í fóstureyðingu en ekki ef hún vildi hátta sig, strippa eða sofa hjá gegn gjaldi,“ útskýrir Brynjar og segist sammála þeirri kröfu að fólk ráði yfir líkama sínum. Annað finnist honum óþarfa stjórn- semi. „Ef ég vill strippa, sem auðvitað enginn vill sjá, þá á ég bara að fá að gera það í friði og svo lengi sem ég skaða ekki aðra. Þessu snúa femínistar á haus og segja að það vilji enginn raunverulega strippa eða stunda vændi. Ég spyr á móti, vill einhver eyða fóstri? Kona má ráða því í friði þrátt fyrir að í prinsippinu vilji það enginn.“ Blaðamaður getur þarna vart setið á sér lengur og segir þetta tvennt ekki sambærilegt og að grein- ing hans sé mikil einföldun. Hann segir mig ósammála vegna pólitískra ástæðna. „María, ef við horfum bara á prinsippið þá segið þið femínistar það fullum fetum að konur eigi að ráða yfir líkama sínum þegar kem- ur að fóstureyðingum en þá spyr ég á móti, af hverju ræður hún ekki yfir líkama sínum þegar hún vill gera eitthvað annað? Þá er settur upp þessi fórnarlambsbúningur, gerandi og þolandi. Alltaf er talað um hvern- ig hallar á konur en aldrei um það sem hallar á karla.“ Ég bendi Brynjari á að femínistar hafi einmitt verið duglegir við að gagnrýna allt misrétti sem kemur frá ríkjandi kynjakerfum og segir hann það nýmæli. „Það var ekki þannig þegar ég tók þátt í umræðunni. Þá snerist allt um það að við værum bölvaðir óþokkar. Mér fannst þetta öfgafull umræða.“ Finnst þér umræðan kannski öfgafull af því að þú ert í forréttinda- hópi sem miðaldra karl. Eru hug- myndirnar og ungu femínistarnir ekki bara öfgafullir því þær ýta við þínum þægindum? „Jú, þær eru kannski ekkert öfga- fullar en þær fara oft fram með miklu ofstæki. Það er farið í aðgerðir sem sýna lítið umburðarlyndi gagnvart öðrum skoðunum,“ útskýrir Brynjar og vísar meðal annars í vændislög- gjöfina sem hann hefur ætíð talað gegn. Rökin með löggjöfinni hafa verið á þá leið að hún sé öryggis- ventill fyrir manneskjur sem starfa í vændi og verða fyrir ofbeldi. Brynjar vill nálgast þetta öðruvísi og horfa á löggjöfina út frá lögfræðinni sjálfri. Femínistar kalla yfir sig ofstækið „Það er enginn kaupandi án selj- anda, er það? Sá sem aðstoðar við brot er alltaf hlutdeildarmaður. Við erum með þessu búin að taka grunn- reglur refsiréttar úr sambandi og snúa þeim á haus. Þetta er stílbrot. Öll þessi umræða þróast á þann hátt að konan ber ekki ábyrgð á gerðum sínum. Gæti ég ekki sagt að vændis- konur væru að misnota veikgeðja, graða karla? Þetta snýst um kyn- hvöt. Svo kemur kannski bara glæsi- leg kona,“ segir Brynjar og er „Ef ég vill strippa, sem auðvitað enginn vill sjá, þá á ég bara að fá að gera það í friði. „Þó að ég hafi verið eins og stelpurnar og setið kyrr, þá bara geta það ekki allir strákarnir. m y n d S iG tr y G G u r a r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.