Feykir


Feykir - 19.12.1990, Blaðsíða 8

Feykir - 19.12.1990, Blaðsíða 8
8 FEYKIR 45/1990 undir borginni Frá Skagaströnd. Það er desember á alma- nakinu og skammdegismyrkrið hvílir yt'ir Skagaströnd eins og risastórt svart tjald. Það vœri í sjált'u sér ekki undarlegt, að halda að innviðir mannlífsins væru merktir þessum dimma drunga náttmyrkursins, en svo er sjáanlega ekki. Aðventan hefur sinn sérstaka heillandi blæ. Hún rífur menn upp úr andlegri deyfð og setur blik í augu og bros á varir. A aðventu vakna menn til vitundar um það. að þeir eigi eitthvað í vændum eitthvað gott, eitthvað stórkostlegt. Það fara hlýir straumar um sálarlífið og tilhlökkun fyllir hjartað. Skammdegisdrung- inn lætur undan síga meðsín lamandi áhrif' og aðventu- Ijósin óteljandi lýsa ekki aðeins uppglugga ogheimili. heldur einnig innviði mann- lífsins. Fólk vaknar til samkenndar og skilnings á því að sú hátíð Ijóssins sem er í nánd, er dýrmæt gjöf öllum til handa sem vilja við henni taka. Því Ijósið sigrar myrkrið í tvöföldum skilningi á jólun- um, sólarljósið sigrar nátt- myrkrið og lyftist hærra í veldi sínu dag frá degi og konungur ljóssins er hylltur sigurvegari og frelsari mann- anna, sem leysir alla úr ánauð hins andlega myrkurs. Eða er ekki svo? Gerir fólk sér ekki grein fyrir raunveru- legu gildi jólanna. horfirþað ef til vill framhjá kjarna þeirra og fer á mis við þá andlegu blessun sem í þeim felst?" Almennt stendur fólk á haus fyrirjólin viðað hreinsa til í húsum sínum og koma öllu í skemmtilegt horf. En hvernig skyldi það vera með hýbýli sálarinnar.. er nokkuð tekið til þar? Er sálarlífið ef til vill eins og stór og glæsileg stássstofa eða þarf að loft.á út og dusta ryk af öllu sem þar býr eða hvað? Ef til vill ætti fólk að spvrja sig þeirrar spurningar um jólin. hvar það sé á vegi statt í lífinu og að hverju það vilji stefna með ' andlega velferð sína í huga? Þá ætti hugsunin líklega greiða leið til hans sem er konungur ljóssins og vegur hins eilífa lífs. Flestir viðurkcnna að efnisleg hlunnindi skapa aldrei sanna hamingju. því slík hamingja þarf að koma að innan. Hún skapast í sál sem hefur þroskast að andlegri fyllingu. Á markaði heimsins er margt i boði sem ge fu r s k a m m t í m a á nægj u. e n varanlega gleði er ekki hægt að kaupa þar. Hún fæst í ríki andans og kærleikans þar sem Kristur bíður allra. Spurningin er aðeins þessi: Telur fólk sig eiga erindi þangað? Jólin eru hátíð friðar vegna þess að Kristur var friðarhöfðingi og í honum er allan frið að finna enn í dag, jólin eru hátíð kærleikans vegna þess að Guð í Jesú Kristi er kærleikur.jólin ættu að vera hátíð hvers manns í Ijósi þessara sanninda. Á Skagaströnd eins og annars staðar í landinu okkar. lifir fólk sem þekkirekki styrjöld og ófrið. Það ætti sannarlega að vera heilög skylda hvers Islendings, að biðja fyrir landi og þjóð. því okkur hefur verið gefið svo rnikið af þeim sem sagði: ..Minn frið gef ég vður”. Mannkynssagan væri snauð án Jesú Krists. Þá er hún aðeins saga hörmunga og mistaka. En þúsundir manna hafa á öllum öldum gerst kyndilberar kærleikans, vegna Meistarans frá Nasaret og þess sem hann kenndi. Kristur er sú stærð sem enginn geturgengið framhjá. Menn geta ekki leitt hann hjá sér. Menn verða að taka afstöðu, með eða á móti. Vegna Krists á mannkynið ennþá von, vegna hans eru jólin haldin og vegna hans ættu allir að meðtaka jólin sem blessun í andlegum skilningi og vaxa að náð og \isku. því dyggðin er undir- staða þekkingarinnar. ..Til dýrðar Guði nú er hátíð haldin og heimsins þjóðum dýrmæt blessun færð. Það vermir friður hjörtu ung og aldin sem áður voru döpur eða særð. Og bjarmi vonar lýsir lífsins vegi og Ijúfur straumur fer um hverja sál. Við fögnum öll með gleði Drottins degi er dýpsta sæla hrekur falsog tál.” Gleðileg jól. Skagaströnd 12/12. ‘90 Rúnar Kristjánsson. Frá jólasteikinni á fæðingardeildina Viðburðarríkustu jól Maríu húsfreyju á Starrastöðum „Jólin á Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi voru að þessu sinni svolítið fráhrugðin öðrum til þessa. Húsfreyjan þar átti von á barni og bar fæðingin mjög brátt að á aðfangadagskvöld. Það var um hálf átta leytið um kvöldið sem María Reykdal húsfreyja á Starrastöðum fann að tíminn var kominn. Lagði bóndi hennar Eyjólfur Pálsson þá af stað með liana akandi tæplega 50 kílómetra leið til Sauðárkróks, en sjúkrabíll og Ijósmóðir komu á móti. Um klukkan níu, 25 mínútum eftir að María kom á fæðingardeildina á Sauðár- króki fæddist 18 marka stúlkubarn. „Égvarskrif- uð inn 18. des. og var að vona að barnið kæmi ekki fyrr en eftir jól úr þessu. En svo fór þetta bara svona, að maður náði rétt að ljúka við jólasteikina,” sagði hin ánægða móðir á Starrastöðum. þegar hún á dögunum var rétt í þann mund að halda heim að íokinni legu á fæðingardeild- inni. Þetta var þriðja barn hennar”. Þannig hljóðaði frétt sem ritstjóri Feykis skrifaði um áramótin 1987-‘88. þá blaða- maður á Degi. María á Starrastöðum sagði í samtali við Feyki nú fvrir helgina að umrædd jól, þegar hún rétt náði að ljúka við jólasteikina áður en hún fór á fæðingar- deildina, væru þau eftir- minnilegustu á sinni ævi. Jólaundirbúningur er haf- inn fyrir nokkru á Starra- stöðum. „Ég þarf að vera í fyrra lagi með hann, því það er rnikið að gera hjá mér í gróðurhúsinu fyrir jólin. Mikil sala í hýasintum, sem aðallega fara í Eyjafjörðinn. Síðan geri ég sjálf skreytingar María á sínum tíma með jólabarnið í fanginu, Margréti Eyjólfsdóttur, sem nú er að verða þriggja ára. Þórunn dóttir Maríu er líka með á myndinni, þá 3ja ára. sem ég sel”, sagði María. Þau hjónin bvggðu fyrir nokkrum árum 250 fermetra gróður- hús og María segist þurfa að byggja annað. þegar þau verði búin að jafna sig á nýafstaðinni fjósbyggingu. Að sögn Maríu er jólasvipur að smáfærast vfir Tungu- sveitina, skrevtingar komnar í glugga víða og útiseríurnar að koma upp hver af annarri. TEK HROSSI TAMNINGU OG ÞJÁLFUN FRÁ OGMEÐ1.JAN. UPPLÝSINGAR í SÍMA • 36738 EFTIR KL. 19.00 Arrii Friðriksson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.