Feykir


Feykir - 19.12.1990, Blaðsíða 10

Feykir - 19.12.1990, Blaðsíða 10
10 FEYKIR 45/1990 Eyjólfur Eyjólfsson rifjar upp minningar frá jólum: Það prjál sem þykir sjálf- sagt í dag þekktist ekki I3ernskujólin mín voru allfrábrugðin þeim jólum sem ég sé fyrir mér í dag, hvað ytra borðið snertir þó helgin sé hin sama, enda var almenn fátækt og almenningur hafði úr litlu að moða. Það prjál sem þykir sjálfsagt í dag þekktist ekki. En eftirvæntingin hjá börn- um og reyndar fullorðnum var ekki minni. Glugga- skreytingar í verslunargluggum skáru ekki síður í augu þó þær fælust kannski í einum jólasveini sem gat hreyft hausinn þegar best lét og nokkrunt eplum og appel- sínum. Þá voru jólaeplin nefnilega jólaepli, á öðrunt tímum sáust þau ekki. Og eftirvæntingin heima fyrir var ekki síðri, jólagjaf- irnar þættu raunar ekki stórar í sniðum í dag. Þær fólust yfirleitt í nokkrum litlum kertum og spilurn og kannski einum pakka af stjörnuljósum. Oft fylgdi einhver ný flík og e.t.v. skór efefni leyfðu. A Þorláksmessu var tekið fram gamla spýtujólatréð og það vafið nýjum borðum ef þeir voru þá til, kertin fest á það og kramarhúsin eða körfurnar búin til undir sælgætið og hengt á grein- arnar. Eftir kirkjugöngu var jólahangikjötið borðað, síðan var gengið í kringum jólatréð og jólasálmarnir sungnir og þá fyrst voru gjafirnar teknar upp. _ — Eg gleymi því aldrei hvað maður horfði heillaður á litla kertaljósið blakta í glugganum. Það var ekki síður gleði í barnssálinni yfir þessu litla ljósi í þá daga en tölvunni sem kemur upp úr stóra kassanum í dag. au 20 ár sent ég var togarasjómaður var heldur lítið urn það að ég væri heima ájólurn. T.d. man égeftirþví þegar ég var á togaranum Jóni forseta, fórum við þrjú ár í röð út á veiðar á Þorláksmessu. I öll skiptin í vitlausu veðri og í öll skiptin farið beint vestur undir Grænuhlíð við ísafjarðar- djúp. og legið þar fram yfir nýár. Við höfðum það svo sem ekkert slæmt, gott að borða nóg að lesa, gátum sofið að vild milli vakta. En óneitanlega fannst okkur að það hefði ekkert gert til, þó að við hefðum fengið að vera heima fram á jóladag í það minnsta. Þó eru það ein jól og ein nýársnótt sem eru mér sérstaklega minnisstæð. í fyrra skiptið komum við til Hull í Englandi á jóladag. Við vorum of seint fyrir til að ná flóðinu um kvöldið, og urðum að liggja úti á Humberfljóti um nóttina. Eyrsti vélstjóri var búinn að lofa að bjóða mér á sjoppu, sem íslendingarnir kölluðu Kolbeinsstaði og ég hafði aldrei komið á. u m nóttina kom heljarmikil hersing af þýsk- urn flugvélum og gerði loftárás á borgina. Flugvél- arnar flugu mjög hátt og það virtist ekki vera neitt skipu- lag á árásinni. T.d. fórmikið af sprengjum í fljótið, en þar lá fjöldi skipa. Þó varðekkert skip fyrir sprengju en í borginni gusu upp ntiklir eldar. Daginn eftir fórum við Guðmann vélstjóri í land og ætluðum að fá okkur hressingu á Kolbeinsstöðum eins og fyrirhugað var, og nú veitti ekki af eftir erfiða vökunótt. En þegar við komum upp á Hersilroad brá okkur heldur í brún. Þar sem VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ! Erum fluttir í nýtt húsnœöi oð Borgarflöt 27 Sauöárkróki Öll almenn rafverktakaþjónusta auk mótorvindinga, skrifvéla- og rafeindaWðgerba TILBOÐ OG TÍMAVINNA REYNIÐ VIÐSKIPTIN -ÍTST Rafmagnsverkstæ&i KS. JÖT~ Eyjóllur Eyjólfsson. Kolbeinsstaðir höfðu staðið ásamt nærliggjandi húsum var ein rjúkandi rúst. Guðmanni varð svo mikið um að hann snarsneri við og flýtti sér niður eftir götunni. Svo stansaði hann, sneri sér að mér og sagði: „Hvar værum við nú Eyjóflur ef við hefðum komist á Kolbeins- staði í gærkveldi? Daginn eftir fórurn við Guðmann vélstjóri í land og ætluðum að fá okkur hressingu á Kolbeinsstöðum eins og fyrirhugað var, og nú veitti ekki af eftir erfiða vökunótt. En þegar við komum upp á Hersilroad brá okkur heldur í brún. Þarsem Kolbeinsstaðir höfðu staðið ásamt nærliggjandi húsum var ein rjúkandi rúst. Guðmanni varð svo mikið um hann snarsneri við og flýtti sér niður eftir götunni. Svo stansaði hann. sneri sér að mér og sagði: „Hvar værum við nú Eyjóflur ef við hefðum komist á Kolbeins- staði í gærkveldi? Hitt atvikið átti sér stað ári síðar. Við vorum á veiðum í blíðskaparveðri í mokfiskeríi. Ég sem var kyndari hafði farið upp á brúarvæng til að fá mérfrískt loft og horfa á karlana í aðgerðinni. Allt í einu hækkaði loftskeytamaðurinn í útvarpinu og út yfir dekkið hljómaði sálmurinn nú árið er liðið. Og viti menn karlarnir hættu hver af öðrum að vinna. Og þessar tvær vaktir sem á dekki voru, 18-20 manns tóku undir og sungu sálminn til enda. Ég var bókstaflega heillaður þetta var ólýsanlegt augna- blik. En Adam var ekki lengi í paradís, sálmurinn varvarla búinn þegar skipað var að slá úr blökkinni og trollið híft. Trollið var bókstaflega fullt af fiski milli vængja og það þurfti sko minna til, til að gera karlinn vitlausan. Hann æddi út á brúar- vænginn, steytti hnefa, sparkaði í handriðið á brúarvængnum og hótaði mönnum lífláti ef þeir gætu ekki hreyft á sér andskotans skankana. Það var eins og vinur minn Jón Marteinn sagði við mig einu sinni: „Það var sko ákveðinn sjarmur yfir togaralífinu í þá daga”. Sjúkmhús Skagfirðinga Heimsóknartímar yfirjól og áramót Aðfangadagur 18 - 21 Jóladagur 15 -17 og 19 -21 Gamlársdagur 18 - 21 Nýársdagur 15-17ogl9-21 Aðrir tímar eftir samkomulagi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.