Feykir


Feykir - 19.12.1990, Qupperneq 13

Feykir - 19.12.1990, Qupperneq 13
45/1990 FEYKIR 13 Kútterinn Flink frá Akureyri. ég œtti ævinlega að ganga á kulborða og síga af mér hallann eða halda í hástokk skipsins, auðvitað tók ég síðari kostinn og fékk ærlega sjóskírn um leið og ég slapp aftur með. ,,Þarna látum við verka hákarlinn ef við fáum einhverja bröndu”, sagði Björn skipstjóri ogbenti upp á Siglunes og þá kvað hann: Austan kaldinn á oss blés upp skall faldinn draga trés, veltir aldan vargi hlés við skulum halda á Siglunes. \^ið komum til Haga- nesvíkur laust eftir miðjan dag og þar settum við á land ýmsar nauðþurftir heimilanna sem fengnar höfðu verið út í reikning hjá útgerðarfélaginu Höepfner á Akureyri. Snemma næsta morgun var gott ferðaveður, suðvestan allhvass með éljum og gaf von um góðan byr í seglin. Það voru líka margar hendur á lofti. Sumir hófu upp legufærin, aðrir drógu upp seglin, svo var sett í norðvestur. Eins og oft áður þegar siglt var á íslandsmið fóin djarlliuga og starfsglaðir sjómenn á litlu vélarlausu skipi í hæpna sjóferð til að draga björg í bú. Það var farið fram á Strandagrunn og lagst á 180 faðma dýpi. Ekki sáum við austurfjöllin aðeins Horn- bjarg í góðu skyggni. Veðrið var gott og menn í besta skapi. Skipið snerist fyrir straumnum eins og hestur í tjóðri. ,,Jæja, nú er best að fara að mata þann gráa”, sagði skipstjórinn og stakk vænni tóbakstölu undirjaxlinn. Grænsaltað selspikið var þrætt upp á sóknirnar og fjórum vöðum rennt í botn án tafa. Égspurði stýrimann- inn hvort ég ætti ekki líka að renna færi og varð mér reglulega til skammar fyrir spurninguna. Allir fóru að hlæja að fávisku minni. Einn félaginn sagði: ,,Þú færð að sitja undir, greyið mitt, eftir fimm vertíðir ef þú stenst prófið”. Til frekari skýringarer rétt að geta þess, að aðeins elstu og vönustu mennirnir höfðu þann starfa að sitja undir. Hinir sem lausir voru hlupu á milli og drógu hákarlinn með þeim. Sá var talinn mestur sem setti i fyrsta kvikindiðog reyndi nú hver sem betur mátti að verða var. Stýrimannsvaktin átti næturvakt á dekki og þar sem enginn varð var, stakk frívaktin sér undir þiljar. Heldur var hráslagalegt í mannaplássinu þessa nótt því enginn hafði lagt í eldavélina. Ég var svangur og blautur. Svo opnaði ég matarskrínuna og snæddi harða kringlu. ..Hvað ætlar þú að éta eftir hálfan mánuð? Það er annars best að gefa þér selspik úr því sá grái vill það ekki”, sagði sá sem gaf mér sneiðina á þilfarinu, jDað var rekkjunautur rninn. Ur þessu varð orðasenna og síðan hörkuáflog sem enduðu með því að ég svaf einn í kojunni til morguns. Klukkan sex vorum við kallaðirá vaktina og þá fengum við heitt vatn sem félagar okkar höfðu tilbúið svo að nú drukkum við kaffi úr stórum merkur- könnum og átum hart brauð. Við höfðum verið þarna í tvo til þrjá sólarhringa og ekkert nýstárlegt borið við. Veðrið var ákjósanlegt og sarna heiðríkjan í andliti skipstjóra. Ég var búinn að fá alveg nóg af þessu tilbreytinga- leysi og spyr hann dálítið feimnislega hvort ekki eigi að færa sig í dag. — ,,Langar þig til að losa tvö hundruð og fimmtíu faðma kapaltóg að óþörfu”, sagði hann. ,,Hér verðurn við þangað til skipið stendur í þeim gráa. Ég er bráðurn hálf sjötugur og hef verið meira og minna við þessa veiði í fjörutíu ár, ýmist sem stýrimaður eða skipstjóri og aldrei grætt neitt á flani. Hann er duttlungafullur sá grái og snýr ævinlega skrápnum út”. Eg sætti mig við þetta af því að sá talaði sem reynsluna hafði. Að stundu liðinni setti Pétur gamli í hákarl. Hann var elsti hásetinn um borð og hafði líka soðið baunir og kjöt um daginn og trúlega ekki afskipt sjálfan sig. Þegar gráni kom upp í yfirborð sjávar voru allar hendur á lofti. Einn með ífæruna, sem var stór járnkrókur, annar með drepinn, það var oddmyndaður járnfleinn með stóru skafti. Var fleininum margstungið í bak skepnunnar þar til rnænan var í sundur. Hákarlinn var síðan dreginn nteð þar til útbúnum talíum upp yfir hástokk skipsins, síðan ristur á kviðinn og lifrin tekin. Allinn miðaðist við lifrarmagnið. Öllum skrokknum var fleygt nema þeim sem höfðu vissa stærð og voru vel feitir. í vökulokin höfðum við fengið þrettán got, á að giska fjórar tunnur af lifur. Þegar við þvoðum vettl- ingana okkar höfðum við hákarlsgall fyrir sápu, það var daunillt en freyddi vel. Þannig þvoðum við öll okkar föt. Ég var að verða dálítið sárhentur af drættinum en lét engan vita um það. Tíminn leið og alltaf óx veiðin. Veðrið var stillt og bjart en, „ljót blika í norðaustrinu”, sögðu gömlu mennirnir. Þetta var klukkan sex að morgni, sunnudaginn 4. maí að mig minnir. — Skipstjóra- vaktin átti „törn” á dekki og nú stóðu hendur fram úr ermum og þegar nokkuð var liðið á daginn voru allir komnir á dekk í hákarlaslag. Hann óð í kringum okkur eins og þéttasta síldartorfa. ^Eg gleymdi aldrei þeirri stundu. Vaðirnir voru dregnir upp og nú hófst sá mesti og skemmtilegasti sjóslagur sem ég hef séð. — Drepir, skálmar, krókar, ífærur, allt vará lofti. Þaðvar krækt í hákarlinn sem allra næst hausnum annars kom hann sundtökunum við og varð okkur yfirsterkari. Þetta gekk nokkuð fram á daginn og voru þá komnar sættir milli rnanna og málleysingja. Enginn hákarl sást lengur en í þess stað ljótt veðurútlit, mikill snjór og fallandi loftvog. Skipstjórinn sagði okkur að hala inn stjórafærið í flýti. Það gekk erfiðlega vegna þess að dreggið var fast í botni og sjórinn svo mikil að hann skall yfir skipið öðru hverju. Stýrimaðurinn fékk skipun um að höggva á sjórafærið og gerði hann það og þar með var sjávarguðunum gefið dreggið og 180 faðma kapaltóg. Við sigldum með tvirifuðu stórsegli, fokku og klýfir og stefnan sett á Haganesvík. Vindur var norð-austan á að giska tíu vindstig og foráttu hafsjór. Ferð skipsins mun ekki hafa veriðminnien 12-13 sjómílur á klukkustund. Skipstjórinn stóð sem fyrr við taumstýrið og sleppti því ekki fyrr en við höfðum landvar. Enginn maður fékk. nema með sérstakri varasemi, að f'ara um skipið. Helst þeir sem áttu sér stóra sögu sem karlmenni og sjógarpar og það því aðeins að einhvers þyrfti með við tilfæringu segla. Þegar hér var komið vorum við illa á okkur komnir, svangir, blautir, svefnvana og hvíldarþurfi, enda sumir hverjir búnir að vaka um eða yfir þrjú dægur við strangasta erfiði. \^ið höfðum aflað 75 tunnur lifrar og eitthvað af hákarli til mötu. Undir flestum kringumstæðum hefðurn við heimtað mat okkar og engar refjar, að minnsta kosti heitt kaffi en því var ekki að heilsa. Ekkert vatnsílát tolldi á eldavélinni vegna siglingar- halla og sjógangs og svo annað. að bundið var yfir eldavélarröðið. Ekkert markvert kom fyrir á uppsiglingunni nema hvað vaktin þurfti að vera við öllu búin, ýmist strengja eða lina á seglstögum. Vaktin þurfti ekki að sinna neinum nútíma snúningum svo sem lesa á gang- og dýptarmæli. Skip- stjórinn gat helgað stýrinu hug og hönd því að ekki tafðist hann við að miða stað skipsins á hverjum tíma og ekkert talsamband var milli okkar og lands á þessari óvissu leið. Gamla manninum tókst að ná settu marki — Haganesvík, en óglæsilegt var um að litast er undir landið kom. Alls staðar braut en ekkert viðlit að snúa frá á annan stað úr því sem komið var. Allir voru kallaðir á dekk og gerðar ráðstafanir svo ekki færi sjór í skipið því að' búist var við hinu versta. Hamingjan virtist þó vera með okkur því að vel lagaði og við komumst óbrotnir inn í leguna. Við lögðumst á sjö faðma dýpi undan svo kallaðri Haganesborg, sem mótar víkina að austan. Okkur fannst sem allt léki nú í lyndi. Um þetta leyti voru hásetar á dekki ásamt skipstjóra að ganga frá ýmsu sem úr lagi hafði farið á leiðinni. Skyndilega tók sig upp mikill sjór og reið yfir skipið. Hásetarnir tveir gátu naumlega bjargað sér frá slysum en skipstjórinn varð of seinn, lenti í löðrinu og fékk mikinn áverka á höfuðið svo hann féll í öngvit og var á síðustu stundu bjargað frá drukknun. Ekki

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.