Feykir


Feykir - 19.12.1990, Blaðsíða 14

Feykir - 19.12.1990, Blaðsíða 14
14 FEYKIR 45/1990 lijörn Jónsson skipstjóri frá Karlsstöðum. kom sjór svo heitið gæti ofan í skipið annars fór flest úr lagi. Eftir atburð þennan setti nokkurn kvíða að mannskapnum, því við töldum að Björn mundi varla verða til stórræða eins og komið var og stýrimaðurinn var ungur og lítt reyndur. Margt var talað en allar ráðagerðir runnu út í sandinn. Þrátt fyrir áfall Björns átti hann lnig minn allan svo ég var ekkert taugaóstyrkur, en það út af fyrir sig hefur að sjálfsögðu orsakast af því hvað ég var ungur og því ekki skynjað til fulls þá hættu sem yfir okkur vofði. Seint unt kvöldið l'engum við þá frétt hjá stýrimanninum að Björn væri kominn til ráðs og gæti orðið að liði ef með þyrfti. í fyrstu kom engin fyrir- skipun frá Birni skipstjóra og við það ókyrrðust mennirnir, vissu ekkert hvað gera átti og héldu jafnvel að Björn væri ekki með réttu ráði og fóru þess á leit við Pétur háseta að hann tæki viðstjórn skipsins. Meðan á þessu þjarki stóð hélt ég mér í skipsbátinn, grúl'ði mig niður og las Faðir vorið með meiri alvöru en á útsiglingunni frá Eyjafirði. Eg var berhöfðaður, vettlinga- laus, vottir og kaldur og leið reglulega illa, öfundaði ekki sjált'an mig og því síður l'élaga mína sem einhver ábyrgð hvíldi á. Mér var nú Ijósara en áður hvað sjó- mennirnir verða að þola og mig langaði til að vera kominn heim. Ég öfundaði fólkið í landi. IClukkan fimm um morguninn fengum við annan brotsjó sem olli því að önnur landfestan slitnaði og skipið fór á rek. I þeirri svipan kvað við óp rnikið, að allir ættu að fara á dekk, okkur væri að reka á svo kallaða Mósvíkur- boða, það eru hrikaleg sker sem ganga langt í sjó fram. Allir þustu upp og sáu þá að skipstjórinn var að berja klaka af stýristaumnum. Hann var í peysu, berhöfð- aður í tréklossum með sáraklút um höfuðið. Sumir foru að negla segldúka yfir mannaplássið og aðrir að berja klaka af stögum og seglum. Einhver orðasenna varð milli skipstjórans og Péturs, sem ætlaði að taka stýrið. Björn sagði: ,,Berðu skipanir mínar til mannanna og sjáðu um að þeim verði hlýtt, þá skal ég bjarga því sem bjargað verður”. Við þetta færðist líf í þá sem eitthvað gátu og gerði nú hver sem hann orkaði. Stórseglið var dregið upp og við það fékk skipið dálítið skrið. Festinni sem við héngum í var rennt fyrir borð. Hann vargenginn í norðrið og þar af leiðandi ekki eins mikill beitivindur þangað sem fara átti. Skipstjóri sagði hverjum að vera við sitt verk og eftir litla stund vorum við komnir langt austur á víkina eða á móts við sandinn, þá var skipinu kúvent og flaug það undan stormi og stórsjó með heljarafli upp í fjöru. ^Eftir strandið hallaði skipið nokkuð og torveldaði það björgunina, þó tókst að koma léttum bát á flot, með manni og líflínu og komst hann klakklaust til lands. Síðan fóru allir í land á línunni. Björgunin gekk vel að öðru leyti. en því að einn hásetinn lékk högg i andlitið þegar verið var að koma bátnum fyrir borð. Fjöldi manna var kominn á strand- staðinn ogsýndu þeir mikinn dugnað og fórnfýsi. Okkur var skipt niðurá þorpsbúa og fengu allir hina bestu aðhlynningu. Björn hafði í mörg ár verið skipstjóri á Flink og heyrði ég marga tala um það að enginn kvnni betur með skip að fara en hann. Það varlíka fullsannað að hæfileikar Björns á Karlsstöðum nutu sín best þegar Flink með þandar voðir klauf æstar öldur hafsins og þá þurfti stundum haukfrán augu og slynga hönd til að verða ekki undir í fangbrögðum Ægis. Þetta var síðasta sjóferð Björns. Hann andaðist árið eftir. Með þessu strandi hafði „Flink” líka runnið skeiðið á enda. Jón Hallur Ingólfsson að störl'um í útibúi Búnaðarbankans. Jón Hallur Ingólfsson minnist brennusöfnunar: „Þetta voru hátíðisdagar” Óvenjumikil fiskvinna í desember Óvenjumikil atvinna hefur verið í frystihúsunum í Skagafirði þessar síðustu vikur ársins, og er þessi desember líklega sá „stærsti” í manna minnum, eins og einn starfsinaður Fiskiðjunnar orðaði það. Unninn liefur verið einn laugardagur í desemher, útlit fvrir að unnið vcrði þann næsta og jafnvel milli jóla og nýárs. Það er góð veiði á línuna í haust sem gerirgæfumuninn. Línubátarnir lönduðu um 50 tonnum um síðustu helgi. Þá landaði Hegranesið 110 tonn- um á mánudagsmorgun og von var á Skafta með 100 tonn í morgun. Skagfirðingur á söludag í Bremenhafen i dag. Skipið seltir 140 tonn, mestmegnis karfa. Þar sem kalt hefur verið í Evrópu undanfarið má búast við góðri sölu. Þeir Skagallrðingsmenn þurfa síðan að hafa hraðann á til að komast heim í jólasteikina, en það ætti að takast svo fremi sem vitlaust veður tefji ekki. Þessa dugana eru trúlega hrcnnustrákar komnir á kreik, ættu minnsta að kosti að vera komnir á fullt við að draga eldsmat í köst. Reyndar hefur það horið við á undanförnum árum að áhugi stráka fyrir að safna í brennu sé ekki líkt því eins mikill og fyrrum. Er skemmst frá því að segja þegar afdankaðir hrennustrákar þurftu að hlaupa i skarðið til að bjarga málum í hitteðfyrra, með fingurhrotum og ýmsum öðrum uppákomum seni fylgdu bramboltinu. En Jón Hallur Ingólfsson bankastarfsmaður man þá daga þegar ekki þurfti að hvetja stráka á Krók til að safna í köst. Samt er alveg í stysta lagi síðan Jón sleit barnsskónum. ..Brennusöfnunin ereitt af því sem maður saknar í dag frá því maður var yngri. Það má segja að hún sé alveg liðin undir lok miðað við það sem hún var þá. Þetta voru hátíðisdagar. Þegar maður var komin í jólafrí. var lögð nótt við nýtan dag við söfnunina. Yfirleitl voru brennurnar þá tvær og m.a.s. þrjár í eitt skiptið. Þá voru tvær á Nöfunum og ein hérna niður við endann á gamla fiugvell- inum. Brennusöfnuninni stjóm- uðu þá þeir sem elstir voru í bransanum. Menn eins og Arni Ragnars, Einar Helga. Knútur Aadnegaard og þeir bræður. Þeir Aadnegaardar höl'ðu alveg sér brennu og vörðu sitt svæði alveg feikivel. Stundum var laum- ast í skjóli nætur og stolið úr brennunum ef varslan var ekki nægjanleg. En maður passaði sig nú á að gera ekkert á hlut þessara eldri stráka því mann gat sviðið svolítið í eyrun á eftir. Kerran hans Hvata af stöðinni var alltaf fengin lánuð og á henni trilluðu menn um allan bæ spýtum og kössum sem þeir söfnuðu í massavís. Svo var það yfirleitt þannig að sjóararnir sem áttu báta sína uppi á eyrinni, biðu við hornið á Villa Nova til að gá hvort báturinn þeirra kæmi nokkuð siglandi eftir Eyrarveginum. Þá munaði ekkert um það 40 polla að renna einum bát inneftir. Og þeir sem ekki gættu sín. uppgötvuðu það kannski þegar k\eikja átti í. að báturinn þeirra var á brennunni. og voru auðvitað ekkert par hrifnir af því. Þá voru brennurnar rniklu veglegri og það var ekki bren'na sem lifði ekki í fram yfir hádegi á nýársdag”.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.