Feykir - 19.12.1990, Blaðsíða 24
19. desember 1990, 45. tölublað, 10. árgangur
Sendum of&gr Bestujóía- og nýársóskjr
‘Þöfcjjum znðslqptin á árinu
sem er að Cíða
Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar
en um hádegi á föstudögum
SÞSBKSCðfataversíun • skóBúð
r
Oskiun viðsláplavinum
okkar gleðilegra jóla og
farsældar á komanái ári.
Þökkum viðskiptm á árinu
sem er að líða.
BUNAÐARBANKIISLANDS
TRAUSTUR BANKI
Útibúið á Sauðárkróki
Afgreiðslumar
Hofsósi og Varmahlíð
Tímamótasamningur um Fjölbrautaskólann undirritaður
Við undirskrift samnings í verknámshúsi Fjölhrautaskólans: Páll Pétursson alþingismaður, Björn
Valdimarsson bæjarstjóri á Siglufirði, borsteinn Ásgrímsson formaður héraðsnefndar
Skagafjarðarsýslu, Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Valgarður Hilmarsson formaður
héraðsnefndar Austur-Húnvetninga.
Við undirskrift samninga milli
Héraðsnefnda Skagfirðinga,
Austur-Húnvetninga og bajar-
stjórnar Siglufjarðar sl.
sunnudag um uppbyggingu
Ijölbrautaskólans, var nafni
skólans breytt í Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra á
Sauðárkróki. Héraðsnefnd
Vestur-Húnvetninga hefur ekki
lokið umfjöllun um þá, og
bíður það vorfundar hvort að
aðild Vestur-Húnvetninga
verður. Menntamálaráðherra
og þingmenn voru viðstaddir
undirskrift samninga. Þor-
björn Árnason formaður skóla-
nefndar stýrði fundi og
þakkaði ölluni sem að málinu
hefðu unnið. Um tímamóta-
samning væri að ræða í sögu
skólans, framundan væri
uppbyggingin og sköpum
skipti að hcimaaðilar stæðu
saman.
„Samningurinn mun auð-
velda uppbyggingu skólans.
og hefur ótvírætt gildi l'yrir
skólann og kjördæmið”,
segir Jón Hjartarson skóla-
meistari. Með samningunum
er verksvið skólans stækkað
nokkuð. Sá þáttur sem
erfiðast var að ná samkomu-
lagi um var heimakstur
nemenda. Hann verður nú
unr aðra hverja helgi.
Valgarður Hilmarsson for-
maður Héraðsnefndar A.-
Hún. lýsti yfir ánægju sinni
nreð samninginn og taldi
hann góða byrjun á frekara
samstarfi sveitarfélaga í
Norðurlandi vestra um öfluga
uppbyggingu skólans og
menntamála í kjördæminu.
Páll Pétursson alþingismaður
sagði skólann gegna mikil-
vægu hlutverki í menntun og
menningu kjördæmisins, og
styðja bæri við uppbygginu
hans af öllum mætti. Svavar
Gestsson menntamálaráðherra
taldi samning þann sem
gerður hafði verið gott
fordæmi unr samstarf sveitar-
félaga annarstaðará landinu.
Þess má geta einnig, að í
undirbúningi er á vegum
fjölbrautaskólans að stofna
til farskóla. Sem yrði með
þeinr hætti að námskeið yrðu
færð milli staða. Er þarna
aðallega verið að hugsa um að
sinna þörfúnr atvinnulífsins,
og verður leitað eftir sanr-
vinnu fyrirtækja og verka-
lýðsfélaga.
\