Feykir


Feykir - 19.12.1990, Blaðsíða 17

Feykir - 19.12.1990, Blaðsíða 17
45/1990 FEYKIR 17 Hnupl á Sauðá Kafli úr nýrri bók Hannesar Péturssonar Ululi af seinustu bæjarhúsum á Sauðá. Ljósm.: Kristján C. Magnússon. í bókinni Frá Ketubjörgum til Klaustra eftir Hannes Pétursson, scm Sögufélag Skagfirðinga hefur nýverið gefið út. er að finna alls 18 þætti og greinar um mannlíf og atburði fyrri tíðar. Hér birtist brot úr einum þátt- anna. sem nefnist „Hnupl á Sauðá — dæmi um heimilda- brenglun.” Þar greinir höf- undur frá peningahnupli á Sauðá i Borgarsveit árið 1841 og rekursíðan dæmi. hvernig trúverðug samtímaheimild, í þessu tilfelli Saga frá Skag- firðingum, getur misfarið sannleikann í sumum atriðum, þótt höfundur hefði átt að vera málinu kunnugur. Hér verður gripið ofan í þáttinn. þar sem greint er frá atburðum: II Hjónin Bergþór Jónsson og Jóhanna Skúladóttir bjuggu á Sauðá í Borgarsveit árin 1819-41. Þau höfðu góð efni og áttu einn son barna. Skúla. sem síðar bjó á Meyjarlandi og í Kálfárdal, merkismaður og skáld. Dag nokkurn litlu fyrir krossmessu 1841 komu vinnu- maður einn og vinnukona Bergþórs bónda ríðandi til Sauðár utan frá Skarði. Þau sprettu af hestum sínum fyrir utan vállargarð, en fóru ekki heim alla götu, heldur tóku að vinna á túninu utan við bæinn. Þau sáu jarpskjóttan liest standa á hlaðinu, og eftir skamma stund liðna kom maður út úr bænum, tók hestinn og reið af stað ofan mýrarnar og fram á leið. Hjúin þóttust bera kennsl á Björn nokkurn Kristjánsson sem og reyndist rétt vera ungan mann er ólst upp á Fagranesi hjá séra Jóni Reykjalín, en var nú til heimilis á Ríp. Björn þessi hafði dvalizt tvö ár á Sauðá hjá Bergþóri og Jóhönnu og fermdist fyrra árið sitt þar. Nú var hann sextán vetra. Dag þennan reið Bergþór að Veðramóti í Skörðum (þangað flutti hann bú sitt vorið ‘41) og var engin manneskja inni við á Sauðá, né heldur mun neinn hafa verið í augsýn úti við þar. fyrr en hjúin komu sem fyrr getur. Stuttu síðar en Björn Kristjánsson reið úr hlaði á þeim jarpskjótta, kont Berg- þór heini og fregnaði grun- samlega mannaferð. Hann varð þess vís að farið hafði verið í læsta kistu sent hann átti í bæjardyralofti og tekin úrhenni budda sem í voru 10 spesíur eða svo. Einskis saknaði hann úr búi sínu annars en þessara peninga. þegar hann gætti að. Berþór veitti nú komumanni eftirför án tafar og náði tali af honum. En áður en segir frá fundum þeirra skal sögunni nánar vikið að ferðum og tiltektum Björns Kristjáns- sonar þennan dag. Séra Jón Reykjalín fékk veitingu fyrir Ríp í marz- mánuði 1839 og fluttist það ár frá Fagranesi, þótl eftirmaður hans tæki ekki við brauðinu fyrr en vorið 1840. Stuttu fyrir krossmessu 1841 var séra Jón á ferð þar ytra. Björn var með honum. en reið einsamall að Sauðá. þegar hann sneri utan að aftur. og hugðist finna að máli Skúla Bergþórsson. Hann kom að mannlausum húsum og féll við það í freistni: honum datt í hug að stela peningum, því hann hugsaði að Bergþór ætti þá til, hafði líka veitt því eftirtekt, þegar hann dvaldist á Sauðá, að bóndi geymdi peninga í kistu einni í bæjardvralofti. Björn gekk nú fyrst um í baðstofunni. en tók þar ekkert. fór síðan upp. Gólfltlerinn yfir stigagatinu lá aftur. en varólæsturog þ\ í til engrar fyrirstöðu. Björn fann lykil að kistunni undir sæng í rúmi, lauk henni upp og fann þar peningabuddu þá sem fyrr er nefnd, tók hana, læsti kistunni. lagði lykilinn á sinn stað undir sænginni og reið svo úr hlaði. Aldrei hafði piltur þessi verið við þjófnað kenndur né dómur fallið á hann fyrir önnur afbrot. Björn stefndi nú heim til sín að Ríp með buddusilfur Sauðárbónda. Fyrir það ætlaði hann að kaupa sér byssu, en ekki gaf hann sér þó að eigin sögn seinna tíma til að telja peningana og vissi því ekki hve stór sjóðurinn væri. A heimleið kom Björn að Keldudal. Þar bar saman fundum hans og Ara Ara- sonar bónda og stúdents á Flugumýri. Hafði Ari riðið um daginn út í Hegranes og tekið með sér byssu til þess að skjóta fugla á leiðinni. Þegar Björn sá hjá honum skot- vopnið. lagði hann fölur á það, en ekki varðafkaupum, því Birni heyrðist á Ara að gripurinn ætti að kosta 9 spesíur, en hann taldi sig eigi hafa meira fé undir höndum en 6 spesíur. Einnig var til hindrunar, að Ari kvaðst ekki geta átt við Björn sjálfan um slík kaup, heldur yrði húsbóndi hans til að koma, nefnilega séra Jón Reykjalín. Nú er að segja frá Bergþóri á Sauðá. Hann veitti Birni þegar eftirför, eins og fyrr greinir, og reið í garð á Ríp. Þá var pilturinn ókominn þangað frá Keldudal, en svo skilaði hann sér heim. Séra Jón var einnig ókominn úr ferð sinni að Fagranesi. Bergþór heimtaði að prestur yrði sóttur tafarlaust og lét út hesta sem brúkaðir skvldu í því skyni. Birni tók nú ekki að lítast á blikuna, vék Bergþóri afsíðisá einmæli og játaði fyrir honum yfirsjón sína, rétti honum budduna með öllu sem þar átti að vera og bað hann fyrirgefningar á athæfi sínu. Bergþór mun ekki hafa kært þjófnaðinn á Sauðá. Sýslumaður fékk þó spurn af honum og taldi sér skylt að rannsaka málið. Hann setti aukarétt á Sauðá 27. janúar 1842 og aftur að setri sínu í Enni tveim dögum seinna. Yfirheyrðir voru ekki aðrir en Bergþór bóndi. hjú hans tvö sem við söguna komu. Björn Kristjánsson, þá smali í Geitagerði hjá Reynistað. og Ari stúdent á Flugumýri. Eftir framburði þessa fólks er tekin saman frásögnin hér á undan. Birni Kristjánssyni var settur verjandi, Jón Jónsson hreppstjóri í Miðhúsum í Oslandshlíð. sem oft gengdi lagastörfum í héraði. Hann lagði fram skrillega vörn sína í málinu fyrir aukarétti í Enni síðsumars (12. september). Hún var stutt, enda sakar- efnið ekki tlókið. Verjandi heldur að sjálfsögðu til haga málsbótum skjólstæðings síns: að hann hnýstist ekki í budduna sem hann tók leynilega á Sauðá og vissi því ekki hve mikið hún geymdi af peningum; að hann skilaði þýfinu óþvingaður og frið- mæltist við eigandann. „Þessi tiltekt drengsins virðist mér sem barndómslegt og fávizku glappæði” svo. Verjandi minnir á að skjólstæðingur sinn hafi ekki unnið neinar skemmdir á Sauðá þegar liann fór þar í hús. hafiekki á sér orð fyrir ófrómleik né verið sektaður áður og hann sé enn þá ómyndugur piltur. Hitt er langsóttara í vörninni, að buddan væri Iíkt sem ”á götu þeirra, sem ófróma lund hafa”, því hún var í læstri kistu og lykillinn geymdur í felustað, eins og áður hefur komið fram. Verjandi lagði málið í dóm með þeim orðum að „Birni Kristjánssyni hæfi meðhald af réttinum, í því tiliiti. að honum veitist sá vægasti dómur, sem þessu hans broti samkvæmt eðli þess veitast kann”. Lárus sýslumaður Thoraren- sen kvað upp dóm í málinu daginn eftir. Sekt Björns var fullsönnuð eftir framburð hans sjálfs og annarra, og þóttu 15 vandarhögg hæfileg refsing „eftir kringumstæð- unurn” og með hliðsjón af þeim málsbótum sem áður getur. Sakborningi var gert að greiða „allan af málinu löglega leiðandi kostnað”,en þegar til átti að taka reyndist ekki eyrisvirði að hafa úr þeirri átt og var kostnaður- inn greiddur úr svonefndum jafnaðarsjóði amtsins. Sýslu- maður kvittaði fyrir viðtöku greiðslunnar með bréfi II. apríl 1843, og lauk þá vafstri þessu öllu. I næsta kafla þáttarins er fjallað um uppruna Björns Kristjánssonar og feril fram til þessa, en síðan tekin til samanburðar frásögn Einars Bjarnasonar á Mælifelli í Sögu frá Skagfirðingum. Þar segir: Lárus sýslumaður reið frá Reynistað út að Sauðá og þingaði í máli stráks þess, er Björn hét Kristjánsson, Bjarna- sonar í Rugludal, er þar hrapaði í Blöndugili á hjarnfönn til bana. Móðir Kristjáns var Þuríður systir Þorsteins Ingjaldssonar, sem oft hefir getið verið, en móðir Björns yngra var Sigríður Benediktsdóttir, Pálssonar silfursmiðs á Steinsstöðum. Hafði Jón prestur Reykjalín fóstrað Björn í æsku. en Björn launað honum því illu, er hann mátti orka. Var Björn eitt sinn á vist hjá Bergþóri bónda á Sauðá, en nú var hann á flakki. Flutti Bergþór sig um vorið (1841) frá Sauðá að Veðramóti. en Sölvi Guðmundarson tók aftur Sauðá og var hann orðinn hreppstjóri. Reið Bergþór einn dag með hyski sínu til Veðramóts að vinna á túni, en Skúli sonur hans gekk til sauða um daginn. Var ei manna heima að Sauðá nema launsonur Berg- þórs, er Jón hét, er hann átt hafði með Fannlaugarstaða- Guðrúnu og vará barnsaldri. Kom þá Björn til Sauðárdag þennan og varð þess brátt vís, að enginn var heima nema Jón; reif hann sig þá inn í stofu og hræddi barnið til að vísa sér á kistulykla Jóhönnu konu Bergþórs; komst hann svo í fatakistu hennar, fann þar peninga- buddu, tók hana og fór burt skyndilega. Kom Skúli heim litlu síðar og varð vís um komu Björns og tiltektir. Reið hann þá í skyndingu til Veðramóts og sagði föður sínum, hvernig komið var. Brá þá Bergþór við og veitti Birni eftirför og náði honurn fram á Húsabökkum, kallaði hann á einmæli og heimti af honum pyngju konu sinnar og fékk hana um síðir. Gekk svo frá honum og hélt á pyngjunni í hendi sinni. Mælti þá maðureinn til hans, er nærri stóð: „Hvað hefir þú þarna, lagsmaður?” Bergþór mælti: „Það eru skeljar.” Og var ei lleira um þetta rætt. Ekki klagaði Bergþór, en þó komst þetta fyrir sýslumann. og þingaði hann nú um þetta. Lézt Björn mundi ófrægja Bergþór, en hvorki dugði hann til þess né að þræta. og meðgekk. Dæmdi sýslumaður hann og lét liýða veturinn eftir, rak hann svo burt vestur í Húnavatnssýslu á þann hrepp, er hann var borinn í.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.