Feykir


Feykir - 10.04.1991, Blaðsíða 3

Feykir - 10.04.1991, Blaðsíða 3
13/1991 FEYKIR 3 Fyrsta tölublað Feykis kemur úr prentvélunum POB 9. apríl 1981. Jón F. Hjartarson skólameistari og formaður blaðstjórnar, séra Hjálmar Jónsson blaðstjórnarmaður og Stefán Arnason, sem sá um auglýsingar í þetta tölublað. Myndina tók Guðbrandur Magnússon, erþá vann í POB, er seinna ritstýrði Feyki um tíma. Hekla feykir glóðum og heiðrar blaðið á útgáfudegi „Hekla feykir glóðum og heiðrar blaðið á útgáfudegi”. Þessi fleyga setning varð til í bíl frumkvöðla Feykis, sem enn sitja flestir í blaðstjórn, er þeir voru á leið til Akureyrar með efnið í fyrsta blaðið, sem út kom 10. apríl 1981. Hekla var þá nýbyrjuð að gjósa, og nú hittist svo einkennilega á að Hekla gýs aftur 10 árum síðar á afmælisári blaðsins, þó fullsnemma til að hægt sé að segja að hún geri það í tilefni afmælisins. Regluleg blaðaútgáfa hafði verið reynd á Sauðárkróki í nokkur skipti en ekki tekist. Margir voru því efins þegar Feyki var ýtt úr vör. Bjartsýnin skín þó úr stökunni sem birtist í forsíðuhaus fyrsta blaðsins: Menning eykur eflaust hér, er það veikur styrkur. Blaðið Feykir fréttir ber, forðast reyk og myrkur. Ekki verður sagt annað en vel hafi tekist til strax í byrjun. Fyrsta tölublaðið var fjölbreytt að efni og ekki þarf annað en líta á fyrirsagnirnar til að sjá hvað menn hafa verið djúpvitrir og spak- mæltir á þessum tíma. Sæmundur A. Hermannsson segir t.d. frá ískappreiðum undir sterkri fyrirsögn og mynd frá viðburðinum: „Hleyp- ir skeiði hörðu, halur yfir ísa”. Og spádóma er líka að finna í þessu fyrsta blaði en ekki hafa þeir allir ræst, eins og t.d. þessi Hilmis Jóhannes- sonar. „Bráðum verður Sauðár- krókur eini staðurinn á Islandi sem flytur út vatn og þá verður kátt í höllinni við Faxatorg”. En þrátt fyrir bjartsýnina stendur Hilmi raunveruleikinn skýr fyrir sjónum. A þessum tíma var ekki búið að ganga frá samningum við landeigendur í nágrenni bæjarins um virkjun vatnslinda. Því hnýtir Hilmir aftan við spána: „Því miður er lítið vatn í bæjarlandinu nema það sem rennur um götur og klaufir, öllum til armæðu, tjóns og bölvunar. Að bænum Litlu-HIíð í Víðidal fæddust fyrstu lömbin á annan dag páska og síðast þegar fréttist voru þau orðin níu talsins. Hermann bóndi í Litlu-Hlíð segist ekki óvanur því að lömbin fæðist á hinum óliklegasta árstíma. T.d. bar á í janúar í fyrra. Mvnd E.A. A tíma- mótum Þó að tæp þrjú ár séu ekki langur tími, er það lengsta ritstjóratíð á Feyki, eða starfs- tími núverandi ritstjóra. Þeir eru til sem halda því fram að þessu tíðu ritstjóraskipti þýði að starfið sé hreint ekki eftirsóknarvert. Vissulega hafa þeir hinir sömu sitthvað til síns máls, þó núverandi ritstjóri uni þokkalega hag sínum og vonist til að geta gegnt starfinu enn um sinn. Það var miðsvetrar 1988 sem enn einu sinni var auglýst eftir ritstjóra við Feyki. Þá var undiritaður starfandi blaðamaður á Degi og líkaði vistin þar ágætlega. Auglýsingin hafði vart birst þegar farið var að orða við hann að taka við Feyki. Vissulega var vandi á höndum, einkanlega þar sem vitað var að útgáfan hafði gengið brösulega síðustu misserin, og nýs ritstjóra biði því nokkurs konar björgunarstarf. Og það er engin lygi, að það var sá ótti að útgáfa Feykis kynni að lognast út af ef ekki fengist maður með brennandi áhuga til starfa við blaðið, sem var þyngst á metunum þegar ákvörðunin var tekin. Þaðvarnefnilegagreinilegt aðstarf ritstjóra Feykis var síst eftirsóttara um þetta leyti, en það hafði verið áður. Fyrir blaðstjórnarmönnum Feykis hefur áhugasamt ritstjóraefni verið frá upphafi nær jafn fágætt og tennt hæna. Enda var feginleikur blaðstjórnarmanna slíkur að þegar örlaði fyrir jákvæðri ákvörðun. Einn þeirra missti út úr sér: „Við viljum endilega fá þína göfugu persónu til starfa við blaðið”. Fannst Fljótapiltinum sem ekki hafði vanist einkunnum af þessu tagi, þá nóg um. Og þar sem ljóst var að nóg yrði að gera fyrir ritstjórann að minnsta að kosti fyrst um sinn, var ekki slegið slöku við og hver tími nýttur til að safna í sarpinn. Þessu fylgdi talsverð spenna og eins og margir þekkja eru fylgifiskar slíks ástands svefntruflanir. T.d. minnist pistilritari þess að þegar hann eina nóttina hafði velt sér í rúminu til þrjú um nóttina án þess aðgetasofnað, varðsú hugsun svo áleitin að þetta væri nú alvegfáránlegt aðfara svona með tímann, að upp úr rúminu fór hann, út á skrifstofu og byrjaði að vinna. Og það var skrifað til átta um morguninn, þá farið heim og meiningin að blunda aðeins. Sýnt var að það færi eins og kvöldið áður og áfram var ekki slegið slöku við, heldur haldið á Blönduós og Skagaströnd til að viða að sér efni. Þá stóð t.d.fyrir dyrum afmæli Blönduóss, sem jafnframt breyttist úr hrepp í bæ. En það var ekki laust við að augnalokin væru farin að þyngjast talsvert á leiðinni vestan að á sjöunda tímanum um kvöldið. Og lokakaflinn var þar erfiðastur. Framan úr Varmahlíð seig höfuðið í tvígang niður að stýrinu, augnablik. Heim var samt komist heilu og höldnu, en vitaskuld var þessi vesturferð vítavert athæfi. — Sem betur fer hafa þessi tæp þrjú ár á ritstjóraferlinum ekki verið í sama dúr og fyrstu vikurnar. Að sjálfsögðu eru gerðar miklar kröfur til Feykis og ekkert auðvelt fyrir aðstandendur hans að standa undir 'þeim. Vitaskuld eru ekki allir fullkomlega ánægðir með blaðið, og sjálfsagt einhverjir óánægðir. En það sem gildir er að menn geri sitt besta. Stundum veltir maður fyrir sér hvaða tilgangi blað eins og Feykir gegni. Niðurstaðan er ætíð sú sama. Það er nauðsynlegt að gefa út hlutlaust blað á þessu svæði. Fjölmargir tryggir áskrifendur Feykis virðast einnig þessarar skoðunar. Þróunin hefur líka verið sú að sífellt fleiri staðir gefa út óháð fréttablöð. Svo er það líka eitt atriði, sem lítið hefur þó verið minnst á og sjálfsagt ekki margir veitt eftirtekt. Gjarnan er talað um skarðan hlut dreifbýlisins í fréttum og umfjöllun stóru fjölmiðlanna, sjónvarps og útvarps. Oft er það þannig að þessir miðlar finna fréttir sínar í bæjar- og héraðsfréttablöðunum. Það má því hreinlega slá því föstu að mun minna væri um fréttir utan af landsbyggðinni ef blaða eins og Feykis nyti ekki við. Þórhallur Asmundsson ritstjóri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.