Feykir


Feykir - 10.04.1991, Blaðsíða 4

Feykir - 10.04.1991, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 13/1991 Jón F. Hjartarson skólameistari formaður blaðstjórnar Feykis frá upphafi: „...útgáfa sameiginlegs vettvangs sem gerir mönnum kleift að kallast á yfir fjöll og vötn” Blaðstjórn Feykis: Sigurður Ágústsson, Hilmir Jóhannes- son, Jón F. Hjartarson og Sæmundur Á. Hermannsson. Séra Hjálmar Jónsson var á ferð í Húnaþingi, er mvndin var tekin. Úr leiðara Feykis 24. júlí 1981: „Ef hugsað er til þess hlutverks sem Feykir getur gengt fyrir kjördæmið er ekki að efa að margar vinnufúsar hendur munu leggja blaðinu lið í framtíðinni. Feykir getur orðið vettvangur fyrir um- ræður um þróttmikla upp- byggingu í kjördæminu. Ugglaust er Norðurland vestra það landssvæði Islands sem getur náð hvað mestum framförum í náinni framtíð. Til þess þarf aukið samstarf sveitarfélaga og innbyrðis verkaskiptingu í milli til að gera kjördæmið sem sjálf- stæðast og sjálfu sér nægt á sem flestum sviðum. Virkja þarf alla þá sundurlausu orku sem býr innan kjör- dæmisins, menn verða að losna úr viðjum vanans og þröngrar hreppapólitíkur og líta á heildarhagsmuni kjör- dæmisins”. 10. apríl 1981 var fyrsta tölublað Feykis gefið út oger því Feykir 10 ára. Félagið um útgáfu blaðsins var svo stofnað 2. maí sama ár og verður afmælis þess minnst þegar þar að kemur. Ekki er úr vegi að líta yfir farinn veg og er þessi grein sett saman af því tilefni. Ljóslifandi er í minningunni er Feykir kom í fyrsta sinni ferskur úr prentvélum Prent- verks Odds Björnssonar á Akureyri. í fyrsta tölublað- inu var viðtal við Vilhjálm Hjálmarsson um sjónvarpog útvarp í áttungnum, grein eftir Sæmund Hermannsson sem var í undirbúnings- nefndinni og bar hún heitið: Virkjum mátt samtakanna. Árni Ragnarsson skrifaði um skipulagsmáj á Sauðarkróki og Jón Ásbergsson um hugrenningar sínar um menn- ingu og minjar. Við Hjálmar Jónsson og Stefán Árnason vorum viðstaddir til að tryggja að ekkert færi úrskeiðis. Á baksíðu fyrsta tölublaðsins sem við séra Hjálmar Jónsson hripuðum á servéttu á Hótel KEA segir í niðurlagi: ”Við erum ekki í minnsta vafa um að þétta megi hinar dreifðu byggðir á Norðurlandi vestra með útgáfu sameiginlegs vett- vangs sem geri mönnum fært að kallasj á yfir fjöll og vötn”. I fyrsta leiðara blaðsins koma nokkur þau sjónarmið er vöktu fyrir okkur sem að stofnun blaðsins unnum: ”... Vissulega hafa nokkrar tilraunir verið gerðar með blaðaútgáfu, t.d. Vettvangur og Krókstíðindi. En þá vaknar spurningin hvað skorti á að blöðin kæmu reglulega út, ef til vill skipulag og samstöðu. Sam- staða næst með því að blaðið sé í reynd frjálst og óháð en jafnframt opið fyrir skoðana- skiptum. Fjármögnun því- líks fyrirtækis ætti að vera auðveld fyrir íbúa þessa svæðis, einstaklinga, fyrir- tæki, félagssamtök og sveitar- félög. Það er margt sem ofviða er einstökum aðilum en jafnframt auðvelt átak fyrir samstöðu nokkurra aðila. Þess vegna er það trú aðstandenda þessa blaðs að unnt sé að reka blaðið ef áhugi er fyrir því. En gætum að hvað ávinnst með útgáfu fréttablaðs sem á að vera vettvangur skoðanaskipta um bæjar-, sveita- og kjördæmis- mál, er ekki umræðan undanfari allra ákvörðunar- töku? Er ekki slík umræða nauðsynleg okkur íbúunum til þess að við getum tjáð sjónarmið okkar og átt hlutdeild í því að taka ákvörðun um umhverfi og framtíð? Fyrsti aðalfundur félags- ins eftir stofnfund þess var haldinn 30. maí og fyrsti ritstjóri ráðinn að blaðinu, Baldur Hafstað. í forstöðu- nefnd blaðsins vorum við Ami Ragnarsson, séra Hjálmar Jónsson, Hilmir Jóhannes- son og Jón Ásbergsson kosnir. Stofnaðar voru rit- nefndir víðs vegar um kjördæmið, skipaðar sjálfboða- liðum til að safna greinum og áskrifendum að blaðinu. Á Siglufirði voru þeir Birgir Steindórsson, Sveinn Bjöms- son, Gunnar Rafn Sigur- björnsson, Kristján Möller og Pálmi Vilhjálmsson. Á Hofsósi þeir Fjólmundur Karlsson, Guðmundur Ingi Leifsson, Pálmi Rögnvalds- son, Bjarni Jóhannsson, séra Sigurpáll Óskarsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Björn Níels- son og Þórdís Friðbjörns- dóttir. Á Blönduósi voru þau Magnús Ólafsson, Sigmar Jónsson, Elín Sigurðardóttir og Sigurður Eymundsson. Á Skagaströnd þau Elín Njáls- dóttir, Sveinn Ingólfsson, Jón Ingvi Ingvarsson, Magnús B. Jónsson og Ólafur Bernódusson. Á Hvamms- tanga Hólmfríður Bjarna- dóttir, Egill Gunnlaugsson, Helgi Ólafsson, Þórveig Hjartardóttir, Hafsteinn Karls- son og Matthías Halldórsson í ritnefnd. Á fyrstu árum voru ritnefndirnar feykiduglegar og auðvelduðu ritstjórum stórlega störfin. Má í raun telja að sköpum hafi skipt fyrir blaðið að svo víðtæk samstaða náðist í uphafi eins og raun ber vitni. Síðar dró úr umsvifum þeirra því miður að mínu mati og um þessar mundir er blaðið leigt út til ritstjóra, sem er að vísu bundinn þeim almennu reglum er forstöðunefndin setur um hlutleysi og stefnumörkun. Ekki verður fjallað um sögu Feykis að þessu sinni, en einungis minnst þeirra >neð þakklæti sem lögðu sitt að mörkum til að Feykir mætti vaxa og dafna, því lengi býr að fyrstu gerð. Þegar haldið verður upp á afmæli hluta- félagsins Feykis 2. maí nk. verður reynt að meta hverjum þeim markmiðum sem sett voru blaðinu í upphafi hafi verið náð og hvað megi gera til úrbóta. Það er einlæg ósk mín að Feykir muni um ókomin ár gera kjördæminu gagn og eflast. Óska ég öllum aðstandendum blaðsins til hamingju með afmælið. Jón F. Hjartarson Starfslið Feykis Auglýsingar eru Feyki lífs- nauðnynlegar og í öflun þeirra þarf dugandi starfs- kraft. Á haustdögum réðsttil þeirra starfa Hólmfríður Guðmundsdóttir og hefur þessi Handanvalna-valkirkja ekki reynst eftirbátur karl- peningsins í auglýsingamálun- um. Magnús Ólafsson á Sveins- stöðum hefur sinnt frétta- öflun fyrir Feyki í Húnaþingi í nokkur ár. Starfskraftar þessa mikla fréttahauks hafa reynst Feyki drjúgir, og ekki skemmir að Magnús er oft fljótur í ferðum, því hann höndlar flugtæknina líkt og kollegi hans Ómar Ragnars- son. Eggert Antonsson mjólkur- fræðingur á Hvammstanga hóf í haust að skrifa fréttir fyrir Feyki og lofar byrjunin góðu. Eggert, sem fæst við ostagerð í samlaginu virðist fullur áhuga að fylgjast með því sem er að gerast í vestursýslunni og miðla því til lesenda Feykis.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.