Feykir


Feykir - 10.04.1991, Blaðsíða 9

Feykir - 10.04.1991, Blaðsíða 9
13/1991 FEYKIR 9 VÖRN OG JAFNRÉTTIBYGGÐANNA 1. Sjálfstæði íslendinga í eigin fullvalda landi án erlendrar íhlutunar og án aðildar að Evrópubandalaginu. 2. Aukið lýðræði og jafnrétti. Valddreifing frá miðstýrðu kerfi til fólksins. Öflugar heimastjórnir byggðanna sem tryggi öllum landsmönnum jafnan rétt til aukinna lífsgæða. 3. Byggðum verði úthlutað kvótum í landbúnaði og sjávarútvegi. Auðlindir Islendinga í höndum lands- manna sjálfra. Fjölþætt atvinnuuppbygging íslenskrar framleiðslu, en ekki risaálver. Hreint land án rányrkju og mengunar. 4. Mannréttindi, jöfnuð þegnanna, bætt réttarkerfi og aukið lýðræði. Lágmarkslaun, 75 þús. á mánuði að raungildi, verði tryggð með löggjöf. Sömu laun gildi fyrir konur og karla. 5. Skattkerfi þjóðarinnar jafni kjör fólks og byggða. Löggjöf um hámarksvexti gegn okri í lánaviðskiptum. Fjármagnstekjur verði skattlagðar. Skattþrep verði fleiri en eitt og matarskattar verði afnumdir. 6. Breyttar kosningareglur, aukið valfrelsi kjósenda að velja þingmenn og fulltrúa í sveitarstjórnir. Tryggja þarf frjálsan og jafnan rétt stjórnmálaafla að ríkisfjöl- miðlunum. 7. Stofnun fríhafnar og skattfrjáls svæðis við alþjóðaflugvelli í landinu, sem geri Island að alþjóðlegri viðskiptamiðstöð. Utanríkisþjónustan verði endur- skoðuð. 8. Raforka frá hinu hringtengda flutningskerfi Landsvirkjunar verði seld við sama verði um land allt. Landsvirkjun verði að jöfnu eign allrar þjóðarinnar. 9. Byggðunum verði tryggð aðstaða til að geyma og ávaxta eigið aflafé, svo sem lífeyrissjóði og sparifé íbúanna. Stefnt verði aðjöfnum lífeyrisréttindum allra landsmanna. 10. Húsnæðislánakerfið taki hliðsjón af kjörum fólks og tryggi verðmæti í kaupum og endursölu fasteigna. Félagslegt íbúðakerfi verði aukið og búseturéttur tryggður. 11. Æskan og menntun hennar er framtíð þjóðarinnar. Tryggja skal velferð og aðstæður ungs fólks til heilbrigðs lífs svo sem á sviði íþrótta- og félagsstarfs. H H H Við leitum samstöðu um öflugt byggðaátak frá sífelldri vörn til sóknar og framfara. Við erum vorboðinn í íslenskri pólitík! KOSNINGASÍMINN ER 95-35744

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.