Feykir


Feykir - 10.04.1991, Blaðsíða 5

Feykir - 10.04.1991, Blaðsíða 5
13/1991 FEYKIR 5 Baldur Hafstað fyrsti ritstjóri Feykis, sá sem margir þakka að blaðið komst vel á legg, skrifar frá Þýskalandi: Enginn iðrast þess nú að stórt var hugsað í upphafi Þórhallur ritstjóri hringdi til mín þar sem ég dvel í Þýskalandi og bað mig að setja á blað nokkrar línur í tilefni af 10 ára afmæli Feykis. Um leið og ég verð við þeirri beiðni óska ég honum og öðrum aðstand- endum blaðsins til hamingju með afmælið. Það hlýtur að gleðja gamlan Feykismann að blaðið skuli ekki aðeins enn koma út, heldur vera orðið miklu betra en það var í upphafi og vera auk þess vikublað en ekki hálfs- mánaðar eins og það var þegar ég var við ritstjórn veturinn 1981-82. Þegar ég rifja upp þennan tíma kemur mér fyrst í hug brennandi áhugi Jóns Hjartar- sonar skólameistara á að koma á fót fréttablaði á Sauðárkróki. Honum fannst ófært að búa við blaðleysi á svæðinu. Og hann vildi aldrei heyra annað en blaðið yrði frá fyrstu tíð kjördæmisblað en ekki héraðsblað. Ég held að enginn iðrist þess nú að svo stórt var hugsað í upphafi. Aðrir ritstjórnar- menn reyndust einnig drjúgir stuðningmenn blaðsins og ritstjórans, ekki síst ef útlit var slæmt. Ég minnist þess t.d. að á einum ritstjórnar- fundi setti ég fram þá tillögu að útgáfu yrði frestað um eina viku, átti sennilega lítið í pokahorninu. Ritstjórnar- menn máttu ekki heyra það nefnt og buðust til að fylla blaðið strax með góðu efni og auglýsingum! (Það má geta þess innan sviga að ég safnaði annars auglýsingum með misjöfnum árangri). Vissulega var oft mikið að gera og unnið fram á nætur dagana fyrir útgáfu. Undir morgun fór ég með handrit að blaðinu upp í hverfi og lagði í framsætið á flutningabflnum hans Magnúsar Svavarssonar sem flutti það um fótaferðatíma til Akureyrar Þar var það síðan sett í miklum flýti. Ég ók svo til Akureyrar eftir hádegið til að lesa prófarkir. Blaðið var prentað samdægurs og ég flutti það vanalega á Krók um kvöldið. Aðeins einu sinni þurfti ég að snúa við í Bakkaselsbrekkunni og_ beiðast gistingar í Eyjafirði. I annað sinn ók ég út af veginum í Öxnadal í blindhríð og þegar ég loks komst heim á Bárustíginn var Ámi Ragnars- son ritstjórnarmaður þangað kominn áhyggjufullur og ætlaði að fara að láta vegaþjónustuna grennslast fyrir um mig. Að morgni voru svo áskrifendamiðarnir límdir á blaðið og farið með það á pósthúsið. Reyndar bar ég út í eitt hverfið á Króknum með Finnu konu minni. Ég var líka ljósmyndari blaðsins (í því sambandi minnist ég þess að áður en Valgeir Kárason tók fram- köllun að sér, án endurgjalds, urðu stundum mynda-slys. I einu blaðinu voru margar sannkallaðar „felumyndir”.) Aldrei var talað um kaup enda um áhugasama og bjartsýna tilraunastarfsemi að ræða. En óneitanlega gladdist ég þegar þeir ritstjómarmenn Jón Ásbergs- son og Hjálmar Jónsson komu til mín upp í fjölbrautaskóla um vorið með ávísun upp á 30.000 krónur. Hvaðan þeir peningar komu veit ég ekki. Þá fannst mér ég vera ríkur maður, enda keypti ég mér þennan sama dag fótanuddstæki (eins og allir gerðu þá) og rafmagnsritvél. Það má geta þess til gamans að ritstjórinn kunni ekki á ritvél þegar hann hóf störf en Hilmir Jóhannesson ritstjómarmaður og leikskáld lánaði honum forláta ritvél sem smátt og smátt lærðist á. Einhvern veginn lögðust allir á eitt um að láta þetta ganga. Það munaði til dæmis ekki lítið um að fá ókeypis afnot af skrifstofu og síma Steins Steinssonar dýralæknis undir ritstjórann. Þar varoft mikill erill og umstang, en aldrei amaðist Steinn við því. Mér þótti dálítið gaman að komast að því að það var meiri mannvirðing að vera ritstjóri Feykis en kennari við Fjölbrautaskólann. Eftir að ég varð ritstjóri var mér iðulega boðið að koma á fundi hjá ýmsum samtökum og áhugamannafélögum, jafn- vel kvenfélögum, og ævin- lega titlaður ritstjóri! Kennslan var þó mitt aðalstarf. Reyndar gerði Jón Hjartar- son skólameistari allt sem hann gat til að gera mér kennsluna auðvelda þennan vetur; stundataflan var t.d. þannig að ég átti alveg frí frá kennslu tvo daga vikunnar. Og kennurum Fjölbrauta- skólans þakka ég það nú að þeir létu það viðgangast heilan vetur að ég væri deildarstjóri í tungumála- deild og fengi fyrir það þóknun án þess að ég sinnti því starfi að nokkru ráði. Þetta var þeirra skerfur til Feykis! Með ánægju og kannski nokkrum söknuði minnst ég þessa Feykis-árs. Ég kynntist fjölmörgu góðu fólki á þessum tíma. Nú flyt ég því öllu, ef það er ekki horfið af okkar Feykis-vettvangi, mínar bestu kveðjur. Og Feyki óska ég alls hins besta. SAMVINNUBOKIN Í Nafnvextir Samvinnubókarinnar eru nú 13.10% Ársávöxtun er því 13.53% HAGSTÆÐ ÁVÖXTUN í HEIMABYGGÐ INNLÁNSDEILD KAUPFÉLACS SKAGFIRÐINGA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.