Feykir


Feykir - 10.04.1991, Blaðsíða 12

Feykir - 10.04.1991, Blaðsíða 12
12 FEYKIR 13/1991 Það þarf að taka í þessa peyja .... Gullkom og glefsur af síðum Feykis jóreyk svo gneistar af grjóti”. ,,Það er kannski reynt að klóra íbakkann en hann ersvo brattur. Peningamennimir hafa töglin og halgdirnar". Margrét Ingvadóttir Ytri Mælifellsá um erfiða samningsaðstöðu bænda vegna Blönduvirkjunar. ,, Veturinn er reyndar alltafað ..styttast” hér með batnandi vegum”. Eiríkur Gíslason á Stað. ,,Það þarf að taka í þessa peyja sem ekki geta séð skepnur manns ífriði”. Björn Pálsson á Löngumýri í tilefni ógildingar hæstaréttar á uppboðssölu graðhesta sinna. ..Fjórtán rak égíréttina, þrjár stóðu eftir og þá sérðu það helvítis asninn”. Haft eftir Jósepi Sigfússyni frá Torfa- læk um „talnaglöggan” fjármann. Jón Friðriksson á Vatnsleysu: ,,Ef maður á ekkifyrir salti í grautinn verður að éta hrossin saltlaus". ,,Ekki bara að reiknivélin hrynji ofan á ölkassaskrif- borðið í Ski/di, heldur allt kerfið. Þetta stóra”. Árni Ragnarsson um einhæft og veikbyggt atvinnulíf þétt- býlisstaðanna. ,,Það var algengur hugsunar- háttur að sveitafólkið keypti rus/ og œtti að láta sér það nœgja. Manstu ekki eftir auglýsingunni frá Hagkaup: ..Kaupið ódýrt á börnin í sveitina”. Erling Örn Péturs- son um hugmyndir varðandi stórmarkað á Sauðárkróki. I nóvember 1981 segir Feykir fótmennt Sauðkrækinga hafa tekið hamförum: ..Dóttir mín er búin að hafa höfuðverk alla vikuna vegna álagsins”, segir móðir á Króknum vegna dansæfinga í Selinu. ,,Eg geng mér tilstyrktar, má ekki safna ístru. Er duglegur að éta og þarf að bræða mörinn. Það er annað að brœða úr vélum en sjáfum sér”. Lárus Björnsson í Grímstungu 92 ára. ,,Það var ómetanlegt að hlusta á þögnina á veturna. Það heyrðist ekki einu sinni í ánni. Þarna væri heilsulind fyrir stressað fólk”. Jói í Keflavík um dvöl sína á Hrafnbjörgum fremsta bænum í Svínadal. ,,Ég vissi aldrei til þess, að Simmi legði svo hönd að neinum hlut, að hann hefði áhyggjur af öðru en því hvar hann œt ti að leggja hann frá sér". Árni Gunnarsson frá Reykjum um hið ómennska afl þeirra Fagranesbræðra. ,,Elest ungt fólk hér í sveit er að heiman í vetur. Pi/tar á vertíðarbátum og stú/kur í vinnu, og afgangurinn í skólum. Svo víðast er ekki nema karl og kerling heima og á stöku stað smábarn”. Rögnvaldur Steinsson á Hrauni í fréttabréfi úr Skefilstaðahreppi í febrúar 1982. Um þetta leyti greinir Feykir frá því að byggingarnefnd Sauðárkróks sé að ganga frá deiliskipulagi af hafnarsvæðinu og uppi séu hugmyndir um að ein gatan heiti Þorláks- höfn. Steinullarverksmiðjan muni vonandi rísa við þá götu. ,,Eg get svarað eins og karlinn sem keypti rauðmagann á 7 kr. en seldi hanti á 5 kr.. Ég lifi á veltunni”. Faktor Bjarni Haraldsson þegar hann var spurður um hvernig verslun- in gengi í krambúðinni. ,,Páll Sigurðsson í hlutverki sonarins Arna á virkilega góða spretti í leiknum og skilar áhugaleysi á öllu nema handbolta, sjónvarpi, vasa- peningum og mat á skemmti- legan hátt til áhorfenda”. Ólma (Ólafur Bernódusson og Magnús Jónsson) í leikdómi um sýningu Leik- flokks Hvammstanga á Stundar- friði Guðmundar Steinssonar. ,, Við Stebbi náðum í hnísuna og komum henni í kaffi- tímanum fyrir í sloppi eins viðgerðarmannsins. Við biðum svo í ofvæni eftir að þeir kœmu úr kaffinu og galsinn var svo mikill að á meðan hafði ég endaskipti á einum bílnum á planinu. En það þarf ekki að orðlengja það að aumingja viðgerðarmanninum brá heldur illilega þegar hann ætlaði í sloppinn”. Kári Valla rifjar upp strákapör. ,,1 /eysingum getur Sauðá breyst í skaðrœðisfljót og hefur ósjaldan valdið usla eftir að byggð hófst á Króknum. Hefur því verið tekið til bragðs að veita henni austur í Flæðitjörn. Þar með er það nátlúruafl sem skóp grundvöll byggðarinnar fjarlægt. Frekari aukning landrœmunnar undir Nöfunum verður því héðan af að fara fram með öðrum hœtti”. Skynsamleg rök Jóns F. Hjartarsonar í Lögsögu- málinu, en sett fram í léttum dúr í þættinum Undir Nöfum. ,,Það að Páll er ífyrsta sætinu á lista flokksins er svona álíka og ef ASIfengiframkvœmda- stjóra VSI til að vera íforsvari fyrir sig”. Hilmar Kristjáns- son vegna framboðs „göngu- manna” (BB-listans) fyrir alþingiskosningarnar 1983. ,,Það er samt eitt sem skilur á milli, það eru sumarfríin. Þú ferð ekki og bindur fyrir spenana ákúnum ogferð ífrí. Þú verður að fá mann fyrirþig og borga honum kaup”. Sigríður Eiríksdóttir hús- freyja á Dýrfinnustöðum í samjöfnuði á sveita- og kaupstaðalífinu. „Ef gerður væri samburður á fjölda lausaleiksbarna nú og þá, kæmi í Ijós að siðferðinu hefur síst hrakað". Ein af mörgum niðurstöðum Guð- mundar Sigurðar Jóhanns- sonar ættfræðings hjá Sögu- félagi Skagfirðinga. „Fljótlega sést til reiðmanna og heldur Björn frá Sveins- stöðum enn forystunni. Á hlaðinu geysast þó gangna- menn upp að hlið Björns með Guðbrandur Magnússon rit- stjóri í fylgd gangnamanna á Eyvindarstaðaheiði 1983. „Eg skal éta hattinn minn ef laxveiðin hefur ekki glæðst fyrir miðjan júlí”. Tumi Tómasson við slæma byrjun laxveiðitímabilsins 1985. „Nei alls ekki, ég er ekki fluttur á Krókinn. Ég er búsettur á Hofsósi. Eg segi nú stundum að ég sé þróunar- aðstoð Hofsóss við Krókinn". Garðar Sveinn Árnason framkvæmdastjóri Dögunar. „Landkostir í Egyptalandi voru rýrir að sjá: grjót, sandur og urðir miklar, lítið af grasi. Þarna gat að líta fjárhirða álengdar sem gættu hjarða sinna, líkt og sýnt er í Biblíumyndunum. Hvati sem hafði auga fyrir þvísmáa jafnt sem hinu stóra, veitti þessu athygli og aumkaði fjárhirðana að þurfa að nýta svo illt land til beitar. Honum verður nú hugsað til Islands með öllum sínum gróðursælu dölum og til þeirra manna er hann mundi mesta fjármenn. Gengur hann þá að einum fjárhirðanum, klappar honum á öxlina og segir: ,,Ja þetta held ég nú að Goðdalabræðrum þætti nú léleg beit elskan mín". Hvati á Stöðinni í viðtali við Björn Jóhann. „Með aðdáun á sínu er verið að sleppa allri sjálfsgagnrýni. Þessu getur fylgt mikil heimótta. Ef tekið er sem dæmi að austur í Borgarfirði eru menn sannfærðir um að hvergi finnist fegurra hérað á landinu. Vissulega er fallegt þar, sem og víðar, t.d. í Skagafirði. Þegar menn eru stöðugt að útmála fegurð síns heimahéraðs, eða einhvers annars sem þeim er kært, þá getur það aðeins endað með

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.