Feykir - 10.04.1991, Blaðsíða 14
14 FEYKIR 13/1991
hagyrðingaþáttur 94
Heilir og sælir lesendur
góðir. I síðasta þætti birtist
vísa eftir Vilhjálm frá
Brandaskarði um það fyrir-
bæri sem kallað er ást. Sagði
þar af slæmum kynnum
Vilhjálms af henni.
Öll él birtir um síðir segir
máltækið og í þessari vísu
Vilhjálms kveður við annan
tón.
Astin hefur bætt það böl,
sem beið mitt fyrrum hjarta.
Hún hefur sefað sára kvöl
og sent mér geisla bjarta.
Þá kemur hér næst vísa
sem ég veit að margir kunna,
en hefur í gegnum tíðina
verið eignuð ýmsum hag-
yrðingum. Mun hún vera
eftir Þorleif Jónsson sem
lengst af ævi sinni átti heima
á Blönduósi og ort í kringum
1910.
Hryggir geðið fremur fátt
flestir gleði lofa.
Við skulum kveða og hafa
hátt,
hinir meðan sofa.
Páll Guðmundsson frá
Holti á Asum og Þorleifur
voru góðir vinir. Haustið
1906 er Páll hélt til
Akureyrar vegna skólagöngu
kvaddi hann Þorleif með
þessari vísu.
Þegar að mitt lífsins Ijós
lengur má ei skína.
Litafagra Ijóðarós
leggðu á kistu mína.
Einn af mörgum vísna-
vinum og unnendum þáttar-
ins á Sauðárkróki sendi mér
ágætt bréf. Gerir hann rneðal
annars að umtalsefni nauð-
syn þess að birta í svona
þáttum gamlar visur sem
vitað er að margir kunna, en
farið er oft skakkt með. Er ég
mjög sammála þessu og
þakka fyrir ábendinguna og
hlý orð í garð þáttarins.
Bréfritari nefnir dæmi
máli sínu til stuðnings og
segir alþekkta vísuna ,,Skála
og syngja Skagfirðingar”
eftir Kára Jónsson frá
Valadal. í henni er sérstök
tegund innríms, þannig að
eitt orða í fyrstu hendingu
rímar við orð í þriðju
hendingu og samsvarandi
rím er milli annarrar og
fjórðu hendingar. Lítum á
vísuna í heild.
Skála og syngja Skagfirðingar,
skemmtun vanda og gera
hitt.
Heyrið slyngir Húnvetningar,
hér er landa glasið mitt.
Og bréfritari heldur áfram.
„Svona sagði mér höfundur-
inn sjálfur að vísan ætti að
vera. Hinsvegar heyri ég á
hverri árshátíðinni og þorra-
blótinu á fætur öðru. að
menn hafa aðra hendinguna
„skemmta sér og gera liitt”.
Það er alrangt, enda ruglar
það rímið. Önnur vísa með
sama rími og afar vel þekkt.
hefur einnig orðið fyrir
barðinu á álíka misskilningi.
Það er hin þekkta vísa Káins.
Heyrðu Manga björt á brá,
bíddu á meðan sérðu.
Þannig ganga þyrfti frá
þér að neðan verðu.
Þarna hafa heyrst ýmsar
útgáfur sem sem „bíddu
hérna sérðu”. o.fl. o.fl.
Látum þetta gott heita.
Annars dettur mér í hug
fundargerðarvísan hans Jóns
á Fagranesi þegar mikið er
bullað. Þú hefur vafalaust
heyrt hana. svo víða hefur
hún flogið. Tilefnið má þó
fylgja og er það eftir því sem
ég best veit þetta:
Það er orðin nokkuð löng
saga og margir fundir í
sambandi við samstarfsmál
Skarðshrepps og Sauðárkróks-
kaupstaðar. Hefur þar gengið
á ýmsu, enda hafa bæjar-
fulltrúar á Sauðárkróki verið
af ýmsum gerðum og sumir
málskrafsmenn miklir. Eitt
sinn var haldinn slíkur
fundur í Safnahúsi Skag-
firðinga. Mættu þar hrepps-
nefndarmenn Skarðshrepps,
þar á meðal Jón, og
bæjarstjómarmenn á Sauðár-
króki. Jón á Fagranesi var
kvaddur til að rita fundar-
gerð, enda nýtur maðurinn
trausts flestra.
Jón var slæptur nokkuð,
hafði verið í eyjunni sinni í
nokkur dægur og ósofinn.
Vildi því svo til er einn
bæjarfulltrúinn á Sauðár-
króki var að tala, að Jón fór
að draga ýsur og dotta. Fór
því langt og mikið erindi
mannsins að mestu framhjá
Jóni. Rumskaði hann ekki
fyrr en um það leyti er
ræðumaður var að Ijúka sinni
löngu tölu. Jón varð hverft
við, enda ekki háttur hans að
svíkjast um, en sáaðúrþessu
yrði tæplega bætt. Datt
honum af bragði í hug vísa
sem nota mætti í fundar-
gerðina ístaðinn. Ekki veitég
hvort hann skráði hana þar
en vísan er svona.
Akaft sinnti hann orðastriti,
allt það mas úr hófi keyrði.
Ekki sagði hann orð af viti.
eftir því sem best ég heyrði.”
Þar með lýkur tilvitnun í
bréfið af Króknum. Ég
endurtek þakklæti mitt fyrir
þetta ágæta bréf og bið ykkur
lesendur góðir að vera
duglegir að senda þættinum
línu.
Það mun hafa verið árið
1959 sem Isleifur Gíslason á
Sauðárkróki orti eftirfarandi
vísu, eftir að hafa lesið
reykvískt kosningablað.
Þetta er ekki þrifa blað,
þar eru skráðar falskar
nótur.
Miðlað hafa mestu í það
Mörður, Öngull, Bægifótur.
Einhverju sinni er Isleifur
heyrði rætt um stúlku er
hafði slitið trúlofun sinni orti
hann þessa vísu.
Venslamönnum var það
hryggð,
er Vigga sveik hann Brynka.
Sjaidan verður tófa trygg
ég tala nú ekki um minka.
Næstu vísu orti Isleifur er
hann heyrði sagt frá háværu
rifrildi tveggja eldri manna.
Ekki skil ég atburð þann
en undur má það kalla,
hafi þeir lent í hár saman
sem hafa báðir skalla.
Ein vísa kemur hér enn
eftir ísleif og mun hún vera
gerð er hann hafði hlustað á
tal fólks um afbrýðisemi.
Verður það síðasta vísa
þáttarins.
Sagðurer Hengillinn óðurog
ær,
af afbrýði Keilir er sjúkur.
Þau opinberuðu einmitt í gær
Esjan og Mælifellshnjúkur.
Veriði sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson
Eiríksstöðum
541 Blönduósi
UNDIR NOFUM hefur
lengi verið fastur þáttur í
Feyki, þó reyndarsé nokkuð
langt liðið frá síðasta þætti.
Margir greinahöfundar hafa
komið við sögu Undir
Nöfum, og sumir hafa kosið
að skýla sér bak við
dulnefni, viljað á þann hátt
leggja aukna áherslu á þá
dulúð sem í textanum felst.
Stundum hafa ritstjórarnir
sjálfir skrifað pistilinn, og
líklega er sá sem Guðbrandur
Magnússon skrifaði í Feyki í
febrúarbyrjun 1983 með
þeim skemmtilegri. Lýsing
hans á mannlífinu Undir
Nöfum í mánuðinum á
undan er einkar myndræn og
skemmtileg, og kannski ættu
allir Nafaþættir að vera í
þessum dúr. Janúarannáll
Guðbrandar var á þessa leið:
Veðrið í janúar var Ijölbreytt
undir Nöfum, eins og
sjálfsagt upp á Nöfum og
annars staðar hér um slóðir.
Einn daginn var veðrið svo
fagurt, að með eindæmum
var. Þá silaðist sólin yfir
Mælifellshnjúkinn og stráði
gulli á hjarnbreiðurnar niður
allan Mælifellsdal og alla leið
út á Krók.
Ekki var þessi dagur að
kvöldi liðinn þegar aftur var
farið að snjóa. Kristján
kaupmaður Skarphéðinsson
hafði nóg að gera við að
moka gangstéttina fyrir
framan Matvörubúina, en
hann er óhemju iðinn við
það. Þó að varla sé hægt að
fóta sig út alla Aðalgötuna,
þá er alltaf sumarfæri fyrir
utan búðina hans Kidda
Skarp.
En svo kom hláka, meira
að segja grenjandi rigning.
Bæjarstarfsmönnum þykir
ekki gaman að slíku um
hávetur eftir mikla snjóa.
Þeir stóðu við niðurföllin og
reyndu að veita vatninu rétta
leið. Sumir bílstjóranna fóru
of geyst í elginn og bleyttu
bíla sína svo rækilega að þeir
drápu á sér. Það söng og
hvein í gamla barnaskólanum,
þegar vindurinn réðst til
atlögu gegn húsinu og reyndi
að þrýsta vatni inn um allar
glufur. En þetta gamla hús,
sem nú hýsir Feyki, hefur
áður kynnst dyntóttu veður-
fari og miklu verra en þessu.
Þykkir veggirnir, sem trúlega
eru einangraðir með torfi,
héldu hlýjunni inni. En ég fór
út, gekk út fyrir hornið hjá
Búbba og leit inn í
fombókaverslun Ingólfs Agnars-
sonar.
Þar sat hann innan við
búðarborðið alveg eins og
fyrir tíu árum, rétt eins og
hann hefði setið þar allan
tírnann. Það koma ekki
margir inn í þessa litlu búð,
en þarna er þó oft hægt að
kaupa góðar bækur á enn
betra verði. Og þeirsem vilja
selja bækur ættu að ná
samkomulagi við þennan
hægláta mann. Ingólfur
hefur rekið þessa búð í um
tuttugu ár og er það lengri
líftími en gengur og gerist
með aðrar smáverslanir í
bænum. Þó er veltan ekki
mikil og greinilegt að
nægjusemin er mottó þessa
verslunareiganda.
Daginn eftir var látlaus
logndrífa, þannig að Kristján
Skarphéðinsson hafði ekki
við að moka stéttina. Krókur-
inn breiddi yfir sig þykka
fagurhvíta voð og mannlífið
virtist hægja á sér.
Sú dýrð stóð ekki lengi.
Næstu nótt vaknaði ég við
það að Jónas og félagar voru
að höggva klaka frá niður-
föllunum í Skagfirðingabraut-
inni. Það var komin úrhellis-
rigning og asahláka. Snjóinn
tók upp á örskotsstundu og
vatnið bókstaflega flæddi um
allt. Sauðáin rataði að mestu
farveginn, nema við neðri
brúna, þar villtist hún suður
á veg. Hjalti Pálsson stóð í
vatni i kjallara Safnahússins
og jós með skólpfötu því
vatni sem dælur megnuðu
ekki. Þar sprettur vatnið upp
úr gólfinu í gegnum þykka
steypuna. Húsið er nefnilega
byggt á lind.