Feykir


Feykir - 26.06.1991, Side 4

Feykir - 26.06.1991, Side 4
4 FEYKIR 24/1991 Byggðasafnið á Reykjum: Eitt athyglisverðasta byggðasafn landsins en margir hafa ekki hugmynd um að það sé til Þegar ekið er meðfram Hrútafirði að austan- verðu blasa við skóla- byggingamar á Reykjum Trúlega er mikilúð- leiki þeirra ein ástæðan fyrir því að lítið ber á láreistu húsi er stendur hálfvegis bakatil á Reykjatanganum. Þetta hús hýsir Byggðasafnið á Reykjum, en tilvist þess virðist ekki vera á vitorði margra, eins og aðsóknartölur sýna. Er það mjög miður, því ekki verður annað sagt en safnið sé skemmtilegt og fjöl- breytt, enda fer það orð af Reykjasafninu að það sé eitt athygli- verðasta byggðasafn landsins. Einn mesti styrkleiki þess er án efa stærð húsnæðis, rúmt er um munina og njóta þeirsín því vel. A sínum tíma var stofnað til safnsins af þremur sýslum, Vestur- og Austur- Húnavatnssýslu og Strandasýslu. Standa þau straum af rekstri safnsins, sem eins og önnur byggða- söfn ber merki atvinnulífs- hátta fyrri tíma og fram á þennan dag. Guðmundur Karlsson á Mýrum formaður byggða- safnsstjómar vísaði um salar- kynni þegar tíðindamaður Feykis heimsótti safnið nýlega. Aðspurður taldi Guðmundur tvo hluta safnsins vekja sérstaka forvitni gesta. Það eru hákaiiaskipið Ofeigur frá Ófeigsfirði á Ströndum, og baðstofan frá Syðsta-Hvammi sem Sigurður Davíðsson lét smíða og byggð var 1873 af Stefáni Jónssyni snikkara frá Syðsta-Hvammi. Hákarlaskipiö Hákarlaskipið Ófeigur er engin smá fleyta, tíræðinn áttæringur. Hann bar full- hlaðinn 55 tunnur lifrar eða sjö lestir. Það var Jón Jónsson skipasmiður í Kross- nesi í Árneshreppi sem smíðaði skipið fyrir Guðmund Pétursson í Ófeigsfirði. Hann var lengi formaður á Ófeigi, sem gerður var út í 38 vertíðir. Það kemur sjálfsagt upp í hugann hjá mörgum sem sjá Ófeig hve hörð lífsbarátta þjóðarinnar var fyrrum. Þá voru hákarlaveiðar helsti útvegur íslenskra sjósóknara. Oft hefur mönnum sjálfsagt orðið lítið svefnsamt í útilegum, og ekki hefur það veríð neitt sældarlíf að skreiðast undan seglinu á morgnana illa sofinn með saltbarið andlitið. Þá hefði einhver kallað það „svart” púl að róa þessari biksvörtu fleytu í kolniðaþoku með 55 lifrartunnur innanborðs. Skilti safnsins fékk ekki aö standa Það yrði löng upptalning að Hér má sjá hluta landbúnaðarverkfæra byggðasafnsins. \ 1 lJ ™ r j\,A M>\ i -\ la ■ 1 j Guðmundur Karlsson á Mýrum við hákarlaskipið Ófeig, styður hönd á lýsiskerald mikið. geta helstu rnuna í safninu á Reykjum. Geta má þess þó að þarna er kominn vísir að búvélasafni. Skráðir munir safnsins erum um 2000, en mikið er óskráð. Um 1000 gestir skoða safnið þá þrjá mánuði sem það er opið yfir sumarið. Yfir veturinn eru starfræktar skólabúðir á Reykjum og er á námsskrá nemenda þar skoðunarferð í safnið. Að þessum ungu gestum meðtöldum, lætur nærri að um 1770 manns heimsæki byggðasafniðárlega. Það er alltof lítið miðað við hvað safnið hefur upp á að bjóða. Ekki bætti það úr skák gagnvart þeim fjöldamörgu sem ekki vita af safninu, að vegagerðin lét fjarlæga skilti þess við þjóðveginn fyrir tveimur árum. En eftir að hafa skoðað Byggðasafnið að Reykjum er hiklaus ástæða til að hvetja fólk til að líta þar við. Örugglega finna allir þar eitthvað forvitnilegt við sitt hæfi. „Aö sjálfsögðu..." sigraöi Ágústa Jóna Heiödal í söngvarakeppninni „Hún Sigga sagði mér bara að koma upp °g syngja. Jú, ég var svolítið stressuð fyrst, en svo gekk þetta mjög vel”. Ágústa Jóna Heiðdal níu ára stelpa á Króknum gerði sér lítið fyrir og sigraði í söngvarakeppninni sem hljómsveitin Stjórnin stóð fyrir þegar hún var á ferð nýlega. „Eg mátti alveg ráða hvað ég söng”. — Og varstu ekki í neinum vandræðum með hvað þú ættir að syngja? „Nei, ég ákvað að syngja lag sem Sigga hafði gert frægt og heitir Ég lifi í voninni”. Og var ekkert erfitt að syngja? „Nei, þetta gekk alveg léttilega hjá mér”, sagði Ágústa. Það hefur eflaust hjálpað henni í söngnum að sjálfstraustið er í góðu lagi. „Að sjálfsögðu!”, sagði hún þegar einhver leyfði sér að vera hissa á því að hún hefði unnið í keppninni, sem alls tíu efnilegir söngvarar þreyttu. Ágústa er ekki alveg viss um hvort hún ætlar að verða söngkona þegar hún verður stór. Hún væri voðalítið farin að velta framtíðinni fyrir sér. En eitt var hún með alveg á hreinu. Sigga Beinteins væri sín uppáhalds söngkona.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.