Feykir - 26.06.1991, Page 6
6 FEYKIR 24/1991
Guðmundur Halldórsson
frá Bergsstöðum
Minningarorð
Það er stutt síðan að ég átti
símtal við Guðmund frá Bergs-
stöðum. Tal okkar fjallaði um
sameiginlegan vin okkar, sem
hafði átt í erfiðum og snöggum
veikindum.
Kynni okkar Guðmundar eru
gömul. í fyrstu mynduðust þau
fyrir atbeina Magnúsar á
Frostastöðum og Jóhanns Sal-
bergs Guðmundssonar^ sýslu-
manns Skagfirðinga. Eg var
nýlega tekinn við núverandi
starfi mínu sem framkvæmda-
stjóri Fjórðungssambands Norð-
lendinga. Eins og gengur þarf í
slíku starfi að bera hönd fyrir
höfuð sér. Til liðs við mig kom
Guðmundur Halldórsson frá
Bergsstöðum, sem þá var
ritstjóri Einherja. Hann birti í
blaðinu viðtal við mig, þar sem
ég gat borið af mér sakir og skýrt
stöðu mála í réttu Ijósi.
Saman fór á þessum tíma, að
með skipulögðum hætti var
vegið að rótum samnorðlensks
samstarfs af ólíklegustu öHum.
Þetta varð til þess að þjappa
mönnum saman um það
norðlenska samstarf, sem var
fyrir hjá Fjórðungssambandi
Norðlendinga. Menn úr öllum
stjórnmálaflokkum gengu til
liðs við málstað sambandsins.
Einn þeirra var Guðmundur frá
Bergsstöðum, sem auk margra
hlýddi ekki kalli foringjans.
Guðmundur Halldórsson var
sérstæður persónuleiki. Ættjarðar-
tryggð hans og trúnaður við hið
upprunalega, rætur ómengaðar
sveitamenningar og fyrirlitning
á peningjahyggju mótaði mjög
skáldskap hans og lífsviðhorf
allt. Þetta var rauði þráðurinn
hjá þeirn, sem nauðugir lcnda á
mölinni og voru sveitamenn á
sálinni.
Guðmundur var í hópi þeirra
vinstrimanna í Framsóknar-
flokknum, sem fann sig ekki
eftir að formaðurinn hafði vikið
nafna sínum og órólegu deildinni
á dyr. Svo fór um Guðmund og
ntargan að verða vegalaus í
pólitík. Honum féll allur ketill í
eld, þegar þingmaður flokksins,
sem var á vinstribrúnni, gekk i
lið um virkjun Blöndu.
Guðmundur frá Bergsstöðum
var húmanískur sveitamaður,
með rætur í menningu þeirrar
fósturjarðar, sem ól hann upp til
manndómsára. Hann leitaði
vestur yfir fjallið, til upprunans,
eins oft og hann átti þess kost.
Litla sumarhúsið var honum
unaðsreitur.
Guðntundur átti stranga
lífsbaráttu. Hann átti við mikil
veikindi að stríða. Lífshlaupið
skekkti lífsmynd hans og breytti
því lífshlutverki, sem hann hefði
helst kosið sér. Þrátt fyrir þetta
liggur eftir hann athygliverður
bókmenntaskerfur. Skerfur til
þjóðlífssögu. um þann tíma
þegar unga kynslóðin yfirgaf
óðal feðra sinna og leitaði
lukkunar í þéttbýlinu. Þetta er
saga væntinga og brostinna
vona, allt frá stríðsárunum til
samtimans, þegar lönd eru lögð
undir vatn til að þjóna
gróðahagsmunum útlendinga.
Menn geta spurt hvaðerraunsæi
og livað er rómantík eða
hyllingar frá liðnum tíma.
Boðskapur Guðmundar frá
Bergsstöðum átti hljómgrunn.
Aðvörun þegar ættjörðin á í
hlut.
Fáir höfundar hafa gert
þessum tíma betri skil, en
Guðmundur skáld frá Bergs-
stöðum. I þessunt hópi ereinnig
góðvinur og skáldbróðú' Guðmund-
ar. Indriði Guðmundur, skáld
og ritstjóri frá Gilhaga. Þetta
eru máské síðustu „sveitamennimir”
í íslenskum bókmenntum, sem
tengt hafa tímana saman og hafa
varpað ljósi á mestu fráhvarfs-
tíma þjóðfélagshátta á íslandi,
allt til vorra tíma.
Svo fór um okkur Guðmund
að ekki lágu leiðir okkar saman
varðandi Blöndu. Þrátt fyrirallt
héldust kynni okkar á milli.
Minningin urn Guðmund og
kynni við hann eru mér
veganesti.
Hvað Guðmundi tókst að
afreka þrátt fyrir langvarandi
heilsuleysi er aðdáunarvert. Hér
kom til haukur í horni. Fyrirorð
Jóhanns Salbergs Guðmunds-
sonar sýslumanns réðst Guð-
mundur til bókavörslu við
Sjúkrahús Skagfirðinga. I þessu
starfi naut Guðmundur sín og
þar hefur hann gengið til verka
eftir því sem kraftar og heilsa
leyfði til hinstu stundar.
Fjölskyldu Guðmundar á
Skógargötunni færi ég þakkir
fyrir góð kynni. Votta eiginkonu
og dóttur og vinum hans
„vestan fjalls” samúð og
hluttekningu mína.
Askell Einarsson.
Skaðsemi reykinga á börn
Fréttatilkynning frá Kiwanishreyfingunni
Fyrsta stigið í höfn!
Jafntefli í markaleik gegn Fylki
I>rátt fyrir að jafntefli og eitt stig
þyki frekar rýr uppskera á
heimavelli eftir að þriggja stiga
kerfið var tekið upp, er vonandi
að stigið sem Tindastólsmcnn
kræktu í sl. föstudagskvöld dugi
til að stappa stálinu í liðið og
þetta sé upphafið af frekari
stigasöfnun. Ekki vantaði mörkin
þegar Fylkir kom í heimsókn, sex
urðu þau alls.
Leikurinn skiptist í tvö horn.
Tindastólsmenn virkuðu kjark-
lausir í fyrri hálfleiknum og gáfu
gestunum alltof mikinn frið.
Staðan í leikhléi var því
sanngjörn, en heimamenn mættu
síðan mjög ákveðnir til seinni
hálfleiks og fengu þá mun fleiri
færi en Fylkismenn.
Skammt var liðið leiks þegar
Þyrnirós kom við sögu og
miðherjinn knái Örn Valdimars-
son var boðinn velkominn inn í
teiginn, sem hann þáði með
þökkum og Stefán Vagn
Stefánsson átti enga möguleika í
markinu. Um miðjan hálfleikinn
jafnar siðan Tindastóll. Kevin
átti góða sendingu á Guðbrand
sem varfelldur. Björn Björnsson
skoraði af öryggi úr vítinu.
Skömmu síðan náðu heimamenn
góðri skyndisókn og þrátt fyrir
að þeir væru aðeins þrír gegn
helmingi fleiri Fylkismönnum
tókst þeim að skora. Kevin gaf
góða sendingu fyrir markið,
Guðbrandur nikkaði boltanum
til hliðar og Hólmar Astvalds-
son skoraði af öruggi með skoti
upp í þaknetið af stuttu færi.
Rétt á eftir jafna síðan
Fylkismenn. Tindastólsvörnin
var sein fram eftir „hreinsun”,
boltinn barst til baka inn í
teiginn þar sem Örn var aftur
dauðafrir og skoraði örugglega.
Rétt fyrir leikhlé fullkomnaði
hann síðan þrennu sína með
fallegu skallamarki.
Tindastólsmenn byrjuðu seinni
hálfleikinn af krafti og náðu að
ógna marki Fylkis verulega. Var
Guðbrandur þar í aðalhlutverki,
en þessi annars markheppni
leikmaður hefur ekki enn fundið
netmöskvana. Um tíu mínútur
voru liðnar þegar Tindastóls-
menn jöfnuðu og enn kom
Kevin Grimes við sögu. Hann
átti góða sendingu fyrir markið
og Sigurjón Sigurðsson skoraði
með fljúgandi skalla alveg niður
við grasrót.
Eftir markið dofnaði talsvert
yftr leiknum, en Tindastóll
virtist samt liklegri aðilinn til að
krækja í stigin þrjú. A siðustu
mínútu leiksins gerðist það
hinsvegar að dæmd var víta-
spyrna á Tindastól. Svo heppi-
lega vildi til að Kristinn
Tómasson skaut yfir og heinta-
menn höfðu því ástæðu til að
fagna í leikslok. Ef vítið hefði
ekki komið til, hefðu Tindastóls-
menn mátt vera svekktir yfir að
ná ekki öllum stigunum.
Tindastóll varð fyrir miklu
áfalli þegar Gísli Sigurðsson
markvörður meiddist á æfingu i
síðustu viku. Krossbönd i hné
gáfu sig og gékkst Gísli undir
uppskurð í fyrradag. Ljóst er að
hann spilar ekki meir með
Tindastóli í sumar. Stefán Vagn
Stefánsson sem kom í ntarkið í
stað Gísla stóð sig vel í sinni
frumraun í annani deildinni.
Næsti leikur Tindastóls verður
nk. föstudagskvöld gegn Þrótti
syðra og á þriðjudagskvöld
koma Haukar í heimsókn.
Umdæmisstjórn Kiwanishreyf-
ingarinnar á íslandi og i
Færeyjum hafa sett sér það
markmið að veita málefnum
bama og unglinga forgang
umfram önnur verkefni. Er þetta í
samræmi við langtímamarkmið
alhcimshreyfingar kiwanismanna,
sem leggja sérstaka áherslu á
verndun bama frá fæðingu til
fimm ára aldurs.
Til að ná þessum markmiðum
mun kiwanis styðja við félög,
samtök og stofnanir sem vinna
að málefninu. Unnið verði að
almennri fræðslu um réttinda-
mál og félagslega stöðu barna,
og skyldur foreldra og uppalenda
gagnvart þeim. Stuðlað verði að
siðferðilegri vakningu gegn
ofbeldi og illri meðferð á
börnum. Atak verði gert til
varnar slysum á ungbörnum í
heimahúsum.
Að þessu sinni leggur kiwanis-
hreyfingin sérstaka áherslu á
skaðsemi reykinga á börn í
móðurkviði og hættu óbeinna
reykinga á börn.
Óbeinar reykingar kallast það
þegar börn og aðrir anda að sér
reyk frá fólki sem er að reykja.
Reykur frá brennandi sígarettu
inniheldur tvöfalt meira magn
nikótíns en það sem reykinga-
maðurinn andarað sér.ogfimm
sinnurn meira af kolsýringi.
Þetta getur valdið ungbörnum
öndunarcrfiðleikum.
Óbeinar reykingar geta valdið
ungbörnum skaða og þau börn
sem eru óvarin fyrir reyknum
anda honum að sér. Vindlinga-
reykur inniheldur næstum 4000
efni. M.a. ammoníak, bensín,
formaldehýð ( ertir húð, augu og
öndunarfæri) og blásýru. auk
kolsýringsins sem áður er getið.
Rannsóknir sína að börnum sem
anda að sér reyk er hættara við
kvefi, eyrnabólgu, kverkabólgu
og hálseitlabólgu. Einnig getur
það valdið erfiðleikum í lungna-
starfsemi og jafnvel dregið úr
vexti lungna hjá ungbörnum.
Börn læra af foreldrum
sínum. Börn foreldra semreykja
eru líklegri til að verða
reykingafólk en aðrir. Verðandi
foreldrar í hópi reykingafólks
ættu þvi að reyna að hætta að
reykja, og eftir fæðingu bamsins
forða því frá óbeinum reykingum.
Reykingar og þungun
Reykingar verðandi mæðra
eru hættulegar. Þegar þunguð
kona reykir, andar hún að sér
nikótíni og kolsýringi. Nikótínið
dregur úr magni þeiixar næringar
sem berst til fóstursins.
Reykingar verðandi mæðra
sem reykja mjög rnikið auka
mjög hættu á: fósturláti 170%,
fæðingu fyrir timann 300%,
andvana fæðingum 55%, fæðingar-
göllum (t.d. klofinni vör og
klofnum gómi) ungbarnadauða
(sérstaklega fyrstu 28 dagana
eftir fæðingu) og öndunarerfið-
leikum (astma) hjá komabörnum.
Því fyrr sem verðandi móðir
hættir að reykja því betra. Ef
hún hættir strax og hún
uppgötvar að hún er þunguð,
dregur hún úr hættunni á að
bamið verði fyrir einhverjum af
þeim skakkaföllum sem áður er
getið. Ef hún hættir þegar hún er
komin fjóra mánuði á leið, eru
líkurnar á fyrirbura eða undir-
málsbarni þær sömu og hjá
konum sem reykja ekki. Ef hún
hættir einhvern tíma áður en
barnið fæðist eykur hún likurnar
á að fæða heilbrigt bam.
(hþ tók saman)
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og
hlýhug viö andlát og útför eiginmanns
míns, fööur okkar, tengdaföður og afa
Árna Gunnarssonar
frá Þverárdal,
Freyjugötu 19, Sauöárkróki
Guö blessi ykkur öll
Margrét Jóhannesdóttir,
Ingibjörg Árnadóttir, Grétar Jónsson,
ísgeröur Árnadóttir, Bjarni Sigurösson,
Elsa Hallbjörg Árnadóttir, Björn Jónsson
og barnabörn