Feykir


Feykir - 16.10.1991, Qupperneq 3

Feykir - 16.10.1991, Qupperneq 3
36/1991 FEYKIR 3 Gunnlaug Ingvarsdóttir í hópi unglinga sem sækja f élagsmiðstöðina. Kýr skotin á færi við Blönduós Eftir árangurslausan eltingarleik við hana í nærri sólarhring Félagsmiðstöð unglinga opnuð á Króknum Mikill eltingaleikur átti sér stað á Blönduósi og grennd fyrir helgina þegar færa átti fimm vetra kú til slátrunar. Flótti kýrinnar stóð hátt í sólarhring, en grípa varð til þess ráðs að skjóta hana á færi þar sem hún leitaði skjóls undir barði við bæ í nágrenni Blönduóss. Það var laust upp úr hádegi á fimmtudag sem Valgarður Hilmarsson bóndi á Fremsta-Gili mætti í sláturhús með þrjá nautgripi. Beljan fyrrnefnda var ekkert á því að fara í réttina og stökk í fangið á húsbónda sínum þar sem hann varnaði henni útgöngu. Kýrin tók á rás niður að sjó, en komist var fyrir hana skammt frá Blöndubrú. Rásaði hún þá til baka á sláturhússplanið og stökk þaðan inn á tvær nærliggjandi lóðir. Ekki tókst að króa hana af í girðingu og geystist hún í gegnum bæinn upp í sveit. Þarf vart að taka fram að meðan á eltingaleiknum stóð vatð ..messufall” hjá slátur- húsfólkinu. Sundsprettur hjá Breiðavaði Þar sem sýnt þótti að kýrin væri orðin snarvitlaus var skytta kölluð á vettvang. Kusu tókst þó að sleppa undan byssumanninum, þar sem hún rásaði meðfram vötnum við Skagastrandar- veg og tók sér meðal annars sundsprett í vatninu hjá Breiðavaði. Þaðan lá leiðin yfir Langadalsveg og niður að Blöndu. Héldu menn að þaðan mundi hún rata heim að Fremsta-Gili, en hún var ekki á þeim buxunum heldur tók strikið upp á við að nýju, þaut yfir girðingu og skurð og upp í fjall þar sem stóð var á beit. Langt varnú liðið dags og var ákveðið að láta kusu eiga sig til morguns ef ske kynni að henni rynni móður- inn. Æddi yfir allt sem fyrir varö Það var síðan á tólfta tímanum um kvöldið þegar Valdimar Guðmannsson bóndi í Bakkakoti var að koma af fundi niðri á Blönduósi, að hann hittir óvenjulegan veg- faranda niður við sláturhús. Kom Valdimar boðum til Valgarðs sem fékk þrjá sveitunga sína til liðs við sig. Var kýrin þá komin upp að Blönduósgirðingu en eftir langan eltingaleik hvarf kýrin út í myrkrið. Næst var komist að handsama kusu þegar einum hlaupagikkn- um tókst að ná taki á hala hennar. Strax í býtið var hafin leit. Við nokkra eftirgrennslan fannst skepnan undir moldar- barði við bæinn Blöndu- bakka á Neðri-byggð skammt frá Blönduósi. Ein besta skytta héraðsins Guðráður Jóhannsson á Beinakeldu hafði verið kallaður til og náði hann að koma skoti á kúna af nokkru færi. Varð hún þá loksins að játa sig sigraða og hélt eftir tæpan sólarhrings flótta á vit feðra sinna. „Eg hefði aldrei trúað því að óreyndu að skepnan gæti orðið svona vitlaust, þó hún ætti vanda til að vera stressuð. Það var eins og hún sæi ekki neitt og æddi yfir allt sem fyrir varð”, sagði Valgarður á Frems'ta-Gili. Félagsmiðstöð fyrir unglinga hefur verið hleypt af stokkun- um á Sauðárkróki og er hún til húsa í Grettisbæli félagsað- stöðu gagnfræðaskólans. Um- sjónarmaður var ráðinn í sumar Gunnlaug Ingvarsdóttir 26 ára Reykvíkingur sem reynslu hefur af starfrækslu tveggja félagsmiðstöðva í borginni. Hún er lærður tómstundaleiðbeinandi frá lýð- háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð. Gunnlaug kom til starfa 1. september og hóf þá undir- búning starfsins, svo sem að viða að sér leiktækjum og ýmislegs annars sem til starfseminnar þarf. Félags- miðstöðin er opin tvo tíma fyrir kvöldmat og tvo og hálfan tíma á kvöldin frá mánudegi til fimmtudags- kvölds. Opnunartímanum er skipt milli 6.-1 0. bekkjar grunnskólans, yfirleitt ekki nema einn bekkur í einu og síðan er diskótek fyrir alla bekki annað hvert föstudags- kvöld. „Mér finnst þetta hafa farið ágætlega af stað. Krakkarnir hafa sýnt þessu áhuga og mætt ágætlega. Að vísu er stór hópur í íþróttum og kemur því minna hingað, en ég er ánægð með íþróttaáhugann hérna ogþað kom mér á óvart hvað hann er mikill. Opnunartíminn eins og hann er núna og skipting milli bekkja er ekki endanleg og gæti breyst. Það tekur sinn tíma að koma þessu af stað, bæði fyrir mig að átta mig almennilega á hlutunum og eins er þetta nýtt fyrir krakkana”, sagði Gunnlaug. Gunnlaug segir að varla verði möguleiki á klúbbstarf- semi í félagsmiðstöðinni í vetur. Það stafi af fæð starfsfólks, hún geti ekki bæði annast leiðsögn í klúbbunum og gæslu sam- tímis. Nauðsynlegt verði að fá karlmann til aðstoðar við gæslu á föstudagskvöldum þegar diskótekin eru haldin. Ekkert hafi borið á því að krakkar hafi áfengi um hönd í félagsmiðstöðinni, enda hafi þeim verið gerð grein fyrir að það þýddi brott- rekstur. Hinsvegar hafi það sýnt sig í Reykjavík á föstudagskvöldum að þannig stemmning geti myndast að nauðsynlegt sé að leita á unglingum, og þá sé ekki hægt að bjóða strákunum upp á að kvenmaður annist þá leit. Auglýsing í jafn víðlesnu blaöi borgar sig JÓLAKORT Líknarfélög, söfnuðir, skólar, íþróttafélög o.fl. sem eru í fjáröflunarhugleiðingum Nú er rétti tíminn til að láta prenta jólakortin Litprentun eftir Ijósmyndum og teikningum. Leitið upplýsinga tímanlega AÐALGÖTU 2 - SÍMI 95-35711 SAUÐÁRKRÓKI

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.