Feykir


Feykir - 04.12.1991, Blaðsíða 1

Feykir - 04.12.1991, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Kaupfélag Skagfirðinga: Útlit fyrir góða útkomu þessa árs Þrátt fyrir að fjármagnsgjöld vegar hefur fjármunamyndun hafi meira en tvöfaldast milli í rekstri aukist nokkuð. ára, varð hagnaður Kaup- Þetta kemur fram í félags Skagfirðinga 20 milljónir nýútkomnum KS-tíðindum. fyrstu átta mánuði þessa árs. Mismunur í afkomu skýrist Er það allmiklu minni að nokkru með hærra rekstrarafgangur en eftir vaxtastigi á þessu ári, og að sömu mánuði í fyrra. Hins- hluta til vegna þess að með lægri verðbólgu minnka áhrif svonefndrar verðbreytinga- færslu. Hún er eins og kunnugt er reiknuð tala, visst hlutfall af mismun ákveðinna eigna og skulda, og ræður verðbólgustig á tilteknu tímabili hlutfallinu. Þessar upplýsingar úr KS- tíðindum ættu allir að skilja. Þar segir einnig að miðað við þær fregnir sem borist hafi af rekstri sambærilegra fyrir- tækja annarstaðar á landinu, megi Skagfirðingar vel við afkomu sinnafyrirtækjauna, en afgangurinn hjá Fiskiðjunni/ Skagfirðingi fyrstu átta mánuð- ina var rúmar 40 milljónir. Starfsmönnum Hólanesútibús sagt upp: KH stefnir að miklum Gosi á Blönduósi Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Blönduóss á barna- leikritinu Gosa. Leikgerðin er eftir Brynju Benedikstsdóttur sem leikstýrir. Ráðgert er að frumsýna seint í janúar. Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem Blönduósingar taka barnaleikrit til sýningar. Um 30 manns vinna að uppfærslu Gosa. Helstu hlutverk eru í höndum níu leikara. Gert verður hlé á æfingum um miðjan janúar fram yfir hátíðir. breytingum í Hólanesi Starfsmönnum Hólanesútibús- ins á Skagaströnd, fimm að tölu, var sagt upp störfum nú um mánaðamótin. Guðsteinn Einarsson framkvæmdastjóri Kaupfélags Húnvetninga segir ástæður uppsagnanna endur- skipulagningu á rekstrinum. Reikna megi með talsverðum breytingum á versluninni í febrúar næstkomandi. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi slampast í kringum núllið í Hólanesi fyrir fjármagnsliði, en verið nokkuð langt í gróðann. Við höfum hug á að bæta þjónustuna þarna til muna og ná fram þeirri hagræðingu sem skilar hagnaði til þess aðila sem hefur reksturinn með höndum. Við höfum ákveðnar hugmyndir um að gera Hólanesútibúið að sjálf- stæðu fyrirtæki sem þó yrði í tengslum við kaupfélagið”, sagði Guðsteinn. Það leynir sér ekki að jólin eru á næsta leyti. Aðalgatan á Króknum ber þess merki þegar og að venju er Ijósakrossinn á Nöfunum farinn að lýsa yfir bæinn. „Þessir menn verða að hugsa um hagsmuni bæjarbúa líka" segir trúnaðarmaður frystihússfólks á Skagaströnd „Ástandið hérna er uggvæn- legt. Það getur enginn búið við það til frambúðar að vera atvinnulaus kannski ijóra mánuði á ári. Mér finnst að þessir menn verði að hugsa um bæjarbúa líka, ekki bara hagsmuni Skagstrendings”, sagði Magnús Guðfinnsson varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Skagastrandar og trúnaðarmaður í frystihúsi Hólaness. Mikill urgur er í starfsfólki Hólaness vegna uppsagna hjá fyrirtækinu, sem eru tilkomnar vegna naumt skammtaðs kvóta til togarans Arnars. Magnús segir útlit fyrir atvinnuleysi í frystihúsinu tvo fyrstu mánuði næsta árs og líklega tvo mánuði um mitt næsta sumar. „Starfs- fólkið er farið að ræða hvernig eigi að bregðast við þessu. Við munum sjálfsagt fara fram á viðræður. Það yrði sjálfcagt strax til bóta ef Arnar yrði sendur á veiðar um miðjan janúar og stoppið yrði lengt yfir sumarið í staðinn. Það eru miklu meiri líkur á að fólk geti komist í einhverja afleysingarvinnu þá, frekar en núna eftir áramótin. Það er að engu að hverfa hérna á þessum tíma”. Magnús er ekki sammála þeirri túlkun Sveins Ingólfs- sonar framkvæmdastjóra Skag- strendinga að verið sé að hugsa um hagsmuni hrepps- félagsins með að láta frysti- togarann Örvar sitja fyrir með kvóta. „Það er verið að hugsa um hagsmuni Skag- strendings en ekki hagsmuni bæjarins. Mér finnst að fulltrúum Hólaness og Höfða- hrepps í stjórn Skagstrend- ings beri að hugsa um bæjarbúa líka. Á sínum tíma var Skagstrendingur stofnaður til að byggja upp atvinnulífið í bænum. Nú virðist stefna í að það sem byggt var upp verði brotiðniður, meðþví að færa vinnsluna í auknum mæli út á sjó”, sagði Magnús. Atvinnumál voru talsvert til umræðu á fundi hrepps- nefndar Höfðahrepps um síðustu helgi. Ákveðið var að stjómir fyrirtækjanna tveggja Hólaness og Skagstrendings hittust bráðlega til að leita lausna. —KTehflilf hjDI— Aöalgötu 26 Sauöárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SlMI: 95-35519* BlLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN e jDKIbíloyÉÉdi S/EMUNDARGOTU - S(MI 35141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.