Feykir


Feykir - 04.12.1991, Blaðsíða 2

Feykir - 04.12.1991, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 43/1991 FEYKIR - .BL. Óháö Iréttablaö á Noröuriandi vestra Kemur út á miðvikudögum vikulega. Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2 Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Fax: 95-36162. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A.-Hún., Eggert Antonsson V.-Hún. Auglýsingastjóri: Hólmfríður Guðmundsdóttir. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, Hilmir Jóhannesson og Stefán Árnason. Áskriftarverð: 100 krónur hvert tölublað. Lausasöluverð: 100 krónur. Umbrot: Feykir. Setning og prentun: Sást sf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Ókeypis smá Skagstrendingur á Skagaströnd: Fjarlægist fyrirtækið Skagstrendinga? Til sölu kvíga. Til sölu nýlega borin kvlga. Upplýsinar I slma 96-71052 á kvöldin. Leiðrétting í frétt í síðasta blaði um tilboð bæjarstjórnar Sauðár- króks til Skarðs- og Stað- hreppinga varðandi hitaveitu, var ranglega nefnt að bæjarstjórn hefði fundað með hreppsnefndum hrepp- anna, heldur var það veitu- stjórn Sauðárkróks sem fundaði með hitaveitunefnd- um hreppanna. Þá var einnig talan um vatnsmagnið sem þyrfti í framkvæmdina tífalt of lág. Hún er talin vera um 350 þúsund lítrar á ári. Oft hefur því verið haldið fram að einu útgerðirnar sem skili einhverjum verulegum hagnaði hér á landi séu útgerðir frystiskipanna. Mjög skiptar skoðanir hafa samt verið um það hvort réttlætan- legt sé að vinna fiskinn úti á sjó. Að vísu hefur dregið úr þeirri gagnrýni á síðari árum, einkum vegna þess að æ erfiðara hefur reynst að fá fólk í fiskvinnsluna í landi. Skagstrendingur á Skaga- strönd hefur til langs tíma þótt eitt öílugasta og best rekna sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Það var stofnað á sínum tíma til að efla atvinnulíf á Skagaströnd og hefur ísfisktogarinn Arnar ætíð tryggt frystihúsi Hólan- ess hráefni. Forráðamenn Skagstrendings hafa reynt að stuðla að nýjungum í atvinnu- lífi, má þar nefna Marska hf. matvælaframleiðslu sem því miður gekk ekki sem skyldi. Það er samt athyglisvert að þrátt fyrir að rekstur Skag- strendings hafi gengið vel hefur fólksfjölgun ekki orðið á Skagaströnd. Fyrirtækið stóð vel að vígi þegar baráttan um sjávargullið hófst fyrir alvöru, við setningu kvótalaganna fyrir nokkrum árum, enda hefur Skagstrendingur verið meðal þeirra fáu fyrirtækja sem rakað hafa til sín kvóta. Þrátt fyrir að Skagstrend- ingur hafi reynst sveitar- félaginu gífurlegur styrkur, hefúr mörgum staðarbúanum óað við umfangi fyrirtækisins og styrks innan hreppsfélagsins. Menn hafa meint að þrátt fyrir aðframkvæmdastjórinn Sveinn Ingólfsson hafi gert marga góða hluti, hefðu of mikil völd safnast á eina hendi. Þessi rök hafa fengið aukna vigt eftir að Sveinn tók við oddvitastörfum í hrepps- nefndinni. Áhrif aðila utan Skaga- strandar í Skagstrendingi hafa vakið nokkurn ugg meðal staðarbúa. Fyrir hrepps- nefndarkosningarnar síðustu var í kosningabaráttunni ýjað að því að framkvæmda- stjórinn væri smám saman að færa umsvif Skagstrendings frá Skagaströnd. Þetta sór hann af sér í bréfi til kjósenda. En hvað hefur gerst síðan hjá Skagstrendingi. Hlutafé í fyrirtækinu var stóraukið, Hólanes og Höfða- hreppur nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á hluta útboðsins, og við það hafa áhrif þessara aðila innan fyrirtækisins minnkað enn frekar. Hlutafjárútboðið var gert i kjölfar þeirrar ákvörðunar að kaupa í stað Örvars mun stærra frystiskip. Og hvað er nú að gerast á Skagaströnd. Þaðerað koma í ljós að kvótasamdrátturinn er látinn bitna á hráefnisöflun til Hólaness. Gróðasjónar- miðið ræður ferðinni, enda þarf Skagstrendingur sjálf- sagt á öllu sínu að halda til að standa undir þeirri fjárfest- ingu sem ráðist hefur verið í. En hvert stefnir á Skagaströnd þegar minna er horft til hagsmuna landverkafólks og þróunin á næsta ári verður eins og það óttast í dag. Trúlega verða þá blendnar tilfinningar í brjósti margs Skagstrendingsins þegar tekið verður á móti nýja skipinu næsta haust. Það er ekki auðvelt fyrir starfsfólk Hólaness að fá lagfæringu sinni mála og þegar útlit er fyrir minnkandi atvinnu er ekki ólíklegt að það fari að hugsa sér til hreyfings. „Trompin eru öll á sömu hendi”, eins og trúnaðarmaður Hólanessfólks- ins sagði í samtali við Feyki. ÞÁ. JOLATILBOÐ BESTAVERÐIÐ. ALLT ÞETTA FRÁ Bosch 10%STGR.AFSL HATIIK Sæmundargötu 7 Búðin þín! Kaup á hlutabrélum Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. ■ er vís leið til að lækka skattana Þau fást hjá nær öllum bönkum og sparisjóðum á Norðurlandi. Hvammstangi: Blönduós: Skagaströnd: Sauöárkrókun Siglufjöröun Ólafsfjöröur: Dalvík: Hrísey: Árskógsströnd: Akureyri: Grenivík: S-Þingeyjars: Kópasken Raufarhöfn: Þórshöfn: Sparisjóður Vestur-Húnavatnssýslu Búnaðarbanki íslands íslandsbanki hf. Búnaðarbanki íslands íslandsbanki hf. Búnaðarbanki íslands Landsbanki íslands. íslandsbanki hf. Sparisjóður Siglufjarðar Sparisjóður Ólafsfjaröar Sparisjóður Svarfdæla Sparisjóður Hríseyjar Sparisjóður Árskógsstrandar Búnaðarbanki íslands Fjárfestingafélag íslands hf. íslandsbanki hf. Kaupþing Norðurlands hf. Landsbanki íslands Sparisjóður Akureyrar & Arnarneshr. Sparisjóður Glæsibæjarhrepps. Sparisjóður Höfðhverfinga íslandsbanki hf. Húsavík Landsbanki íslands Húsavík Sparisjóður Suður-Þingeyinga Sparisjóður Mývetninga Landsbanki íslands Landsbanki íslands Sparisjóður Þórshafnar og nágr. Útboðslýsing liggur frammi hjá söluaðilum. Hlutabréfasjóður Norðurlands hf., Ráðhústorgl 1,800 Akureyri Sími: 96-24700, Fax: 96-11235

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.