Feykir


Feykir - 04.12.1991, Blaðsíða 4

Feykir - 04.12.1991, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 43/1991 „Ég þótti frekar ódæll í æsku, orti níðvísur um kunningjana" segir Rúnar Kristjánsson höfundur Ljóða frá Skagaströnd „Það eru mörg ár síðan menn færðu í tal við mig að gefa út Ijóðabók. Ég var neikvæður í fyrstu, en sá síðan við athugun að það væri nauðsynlegt fyrir mig að koma þessum ljóðum frá mér, þannig að hægt væri að snúa sér að nýju efni. IVlér hefur nefnilega hætt við að krukka í þau án þess þó varla að bæta þau nokkuð”, sagði Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd. Þessa dagana er að koma út hans fyrsta Ijóðabók, sem ber nafnið Ljóð frá Skagaströnd. Það er Skákprent sem gefur bókina út en Rúnar mun sjálfur annast dreifing- una. Hann segir bókina vera sýnishorn af kveðskap sínum síðustu 20 árin, flest eru þó ljóðin ort á seinni árum. Rúnar, sem varð fertugur 15. nóvember sl., byrjaði snemma að yrkja. Hann sækir ekki langt að geta sett saman kvæði, faðir hans er kunnur hagyrðingur, Kristján Hjartar- son, orti m.a. hátíðarljóð við vígslu Hólaneskirkju hinnar nýju. Yrkir tækifæris- vísur í vinnunni „Pabbi byrjaði snemma að þjálfa mig og var svo harður í kennslunni að ég var hættur að sýna honum það sem ég setti saman. „Það þýðir ekkert fyrir mig að vera að sýna þér kveðskapinn, fyrst þú tætir allt niður fyrir mér”, sagði ég þegar hann fór að finna að þessu. Eg þótti mita TIL KYNNINGAR FYRIR EIGENDUR UÓSRITUNARVÉLA FRÁ NIITA! Bókabúð Brynjars hefur tekið að sér söluumboð fyrir MITA Ijósritunarvélar. Við munum kappkosta að eiga til varahluti eða útvega þá strax. Hirðingar og viðgerðaþjónusta verður áfram í höndum Valbjörns Geirmundssonar Þjónustusími 35200 (rafmagnsverkstæði) BÓKABÍJÐ BRYMJARS Suðurgötu 1 • Sfmi 35950 • Fax 35661 frekar ódæll í kveðskapnum í æsku, orti níðvísur um kunningjana, en þetta hefur fágast hjá mér meðtímanum. Maður hefur farið meira út í að yrkja andleg ljóð og um einstaklinga hér á svæðinu, gjarnan sérstæða karaktera. Ég hef ætíð átt fremur létt með að yrkja og það er alltaf að verða auðveldara að fást við þetta”, segir Rúnar, sem yrkir tækifærisvísur við tré- smíðarnar á daginn og sest síðan við ljóðagerð þegar heim er komið. „Ljóðagerðin hentar mér vel vegna þess að ég hef svo mikla þörf fyrir að tjá mig. Og það þýðir lítið að setja sér einhver mörk. Ljóð sem átti að vera fjögur erindi endaði sem 17. Sumir atburðir grípa mig svo föstum tökum að ég er ekki frjáls fyrr en búið er að yrkja um þá. Ekki gert í hagnaðarvon Vísnagerðina lít ég frekar á sem dægra- styttingu. Hef samt áhuga á að gefa út vísnabók seinna meir. Ætla þá að vinna hana Rúnar Kristjánsson við skriftir. vel, með upplýsingar um aðdraganda hverrar vísu”, segir Rúnar. Ljóðabókin nýja hefur að geyma um helming ljóða- safns Rúnars. Hann segist vera fullur hugmynda um yrkisefni og hafa áhuga að þreifa fyrir sér í formum, þó nútíma órímuð ljóðform höfði ekki til hans. „Ég tel nægt svigrúm innan hefð- bundna ljóðformsins, það er svo ríkt braghátta, en sumir eru mun meira notaðir en aðrir”. Ljóð frá Skagaströnd eru 163 blaðsíður að stærð. Helgi Sæmundsson yfirfór handrit með Rúnari, en Jóhann Þórir Jónsson hjá Skákprenti hefur veitt dyggan stuðning við útgáfuna. Bókin verður seld á forlagsverði án álagningar, kostar 1500 krónur og í fyrstu verða prentuð 300-400 eintök. „Þetta er ekki gert í hagnaðarvon, en ég vonast til að hvorki ég né útgefandinn skaðist á þessu”, segir Rúnar. Þeir áskrifendur Feykis sem hug hafa á að eignast bókina geta lagt inn pantanir á ritstjórn blaðsins í símum 35757 eða 36703. Þessi Lj glœsilegu rúmteppi koma um • helgina. 111 1 III @ 1 HÁTÚN Sæmundargötu 7 GolciríiQrie búðin þín!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.