Feykir


Feykir - 04.12.1991, Blaðsíða 3

Feykir - 04.12.1991, Blaðsíða 3
43/1991 FEYKIR 3 Skotglaðir Skagfirðingar sameinast í Ósmanni sínum í kettinum. Stórafmælisköttur Leikfélag Sauðárkróks stendur á fimmtugu og félagar halda upp á afmælið í Bifröst, þessa skammdegis- dagana. með leikritinu Köttur á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams. Einmitt svona á að halda upp á stórafmæli, sýningin er veisla fyrir eyru sem augu. Val leikritsins lýsir metnaði og „Kötturinn” hefur ekki sést á íslenskum fjölum svo það er leikhópnum ögrun og hvatning meðfram. Leik- stjórinn og allir aðstandendur sýningarinnar hafa líka lagt metnað og alúð við verk sitt — og heiðarleika sem er nauðsynleg fylgja. T. Williams smíðar hér vissulega alvörustund í lífi Ijölskyldu sem dregið hefur fulllengi að líta í lífsspegilinn. En höfundur gleymir því aldrei að alvara er ekki sama og leiðindi og því er texti hans snarplegur en laus við drunga og það er kveikt á húmorlampanum allan tímann. Andrés Sigurvinsson leik- stjóri hefur átt erindi norður heiðar, tök hans eru þétt og nákvæm. Umgjörð öll er haglega samfelld í látlausa og fallega mýkt, (samkvæmri heildar- viðhorfinu að færa leikinn nær okkur) andrúmið ríkt án tilgerðar, en sviðsmvnd hannaði Jónas Þór Pálsson, Egill Örn Arnason lýsti og Rósberg Snædal hannaði búninga. Leikur í stórum sem smáum hlutverkum er með ágætum. Hlutverk ungu hjónanna er ströng vígsla ungum leikurunt en þau Elva Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson taka þá vígslu með myndug- leik. Þrautrevndir leikarar skila sínu harla vel, Hafsteinn Hannesson og Guðni Friðriks- son sem læknir og prestur og Elsa Jónsdóttir tengdadóttirin eldri og bráðum sexbamamóðir, mann hennar leikur Karl Bergmann. Helga Hannes- dóttir er mikil og góð Stóra mamma og Haukur Þorsteins- son vinnur einfaldlega leik- sigur sem Stóri pabbi. Rétt er að minna á að „Kötturinn” þessi bíður ekki á þakinu (en gengur í garð tíð annars kattar og leiðari). Sigurlaugur Elíasson Áhugamenn um skotfimi og skotveiði í Skagafirði stofnuðu í vor félagsskap. Félagið heitir eftir einni frægustu skyttu og veiðimanni sem Skagafjörður hefur alið, heitir Skotfélagið Osmann. Féiagið hefur nú tekið á leigu landsskika þar sem það hyggst koma upp góðri skotæfingaaðstöðu og leirdúfuvelli. Svæðið er í landi Steins á Reykjaströnd. Samn- ingur var undirskrifaður í síðustu viku, gildistími hans er til reynsiu í tvö ár í fvrstu en framlengist síðan ef báðir aðilar eru ásáttir til 15 ára. Félagar í Osmanni eru um 50 talsins. þar afflestirhelstu veiðimenn héraðsins. Að sögn Smára Haraldssonar formanns félagsins gekk mjög erfiðlega að fá land- svæði til æfinga, þó svo að margir aðilar sýndu stofnun félagsins mikinn skilning, þar á meðal bændur og lögregla. Það var svo rétt fyrir upphaf gæsaveiðitíma- bilsins í haust, sem Osmenn fengu léð land við Stein til æfinga. „Við vonumst til að bæði hafi menn skemmtun af félagsskapnum og eins verði hann til að undirstrika siðferði veiðimannsins gagn- vart bráðinni. Okkur fannst t.d. nauðsynlegt að koma saman áður en farið var til gæsanna í haust. Það er ósköp lítið siðferði í því að fara á veiðar án þess að hafa lyft byssu í hálft ár”, sagði Smári formaður. Félagið gengst fyrir fræðslufundum. t.d. var um daginn sýnd fræðslumynd um rjúpnaveiði. Samvinna Ósmanna og lögreglu er ákaflega góð. Lögreglan kemur til með að fá afnot af svæði Ósmanna þegar skotvopnanámskeið verða haldin, en til þessa hefur ekki veriðaðstaða til að hafa verklega kennslu í meðferð þeirra. Auk Smára eiga sæti í stjóm Skotfélagsins Ósmanns: Kristján Jónsson ví'm. Daníel Sighvats ritari, Einar Steins- son gjaldkeri og Sigfús Sigfússon meðstjórnandi. t Nytjavörur á góðu verði! • Matar- og kaffistell 6 og 12 manna. Mikið úrval afjólagjafavöru frá kr. 324 - 2000 jb^HÁTIPN Sæmundargotu 7 - Sími 95-35420 f ^ búðin þín! SAMVINNUBOKIN Vélsleöi! Polaris Long Trac vélsleði árgerð ‘87. Ekinn 2400 mílur. Hátt og lágt drif. Bakkglr. Sleöinn er i góðu lagi. Uppl. gefa Gunnlaugur í sima: 95-38197 og Sveinn 1 síma: 95-38172. Nafnvextir 10,5 • Ársávöxtunl 0,78% INNLÁNSDEILD KAUPFÉLACS SKAGFIRÐINGA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.