Feykir


Feykir - 04.12.1991, Blaðsíða 8

Feykir - 04.12.1991, Blaðsíða 8
4. nóvember 1991, 43. tölublað 11. árgangur STERKUR AUGLÝSINGAMIÐILL! Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 -16.00 Sími 35353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Ungir Tindastólsmenn bíða sjáifsagt næsta sumars með spenningi. Pétur Pétursson verður með knattspyrnuskólann. Pétur kom norður sl. föstudag til að ganga frá samningi sem hann handsalar hér Omari Braga Stefánssyni formanni knattspyrnudeildar. Sjómenn Skagfirðings á námskeið Sigrún frá Hofsósi sökk aldrei: Nær óskemmd eftir 11 sólarhringa volk Sjómenn togara Skagfirðings settust á skólabekk í morgun og taka þátt í fræðslunám- skeiði um meðferð sjávarafla í dag og á morgun. Námskeiðið er sniðið eftir þeim sem haldin hafa verið fyrir sérhæft fiskvinnslufólk, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem sjómönnum af ísfisktogurum er boðið upp á þetta námsefni. Gísli Svan Einarsson út- gerðarstjóri Skagfírðings sagði oft hafa komið til tals á námskeiðunum hjá fiskvinnslu- fólkinu, að sjómenn þyrftu að kynnast námsefni einnig, því hráefnið færi fyrst í gegnum hendur þeirra. Gísli Starfsmönnum Byggingarfélags- ins Hlyns á Sauðárkróki var sagt upp störfum nú um mánaðamótin vegna ótryggs atvinnuástands. Forráðamenn fyrirtækisins óttast að tíðar- far kunni að stöðva útivinnu, en verkefni fyrirtækisins um þessar mundir eru mestmegnis utan dyra. Vonir standa til að ekki þurfi að koma til uppsagna og gæti gott tíðarfar þar bætt úr. Af tæplega 20 starfs- vildi taka fram að sjómenn Skagfirðings færu mjög vel með hráefnið. Verð sem fengist á mörkuðum undir- strikaði það, en þekkingin á meðferð aflans yrði aldreþof mikil. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Fræðslunefnd fiskiðnaðarins og leiðbein- endur á námskeiðinu verða m.a. frá fiskvinnsluskólan- um og rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Sjómennirnir læra á námskeiðinu um hráefnið meðferð þess og gæði, um vinnslurásir og verkunaraðferðir, um gerla- gróður (hreinlætismál), öryggi á vinnustöðum og um samstarf mönnum eru um 15 smiðir og flestir eru með 3ja mánaða uppsaganarferst. Stærsta verkefni Hlyns er bygging bóknámshússins. Hafa framkvæmdir gengið nokkuð eftir áætlun og jarðvegs- framkvæmdir stöðvuðust. ekki þó að fryst hafi talsvert í byrjun síðasta mánaðar. Annars hefur tíðarfar til útivinnu verið fremur óhag- stætt síðustu vikur. og samvinnu á vinnustöðum. Sjómennirnir munu síðan vinna úr verkefnum í hópvinnu úti á sjó og fullvinna síðan niðurstöðumar á þriðja degi námskeiðsins sem verður framhaldið eftir áramótin. Forvitni og náungakærleikur Sveinn Magnússon þekktur spaugari á Olafsfirði, en getur greinilega verið alvöru- gefinn á stundum, gerði svofellda úttekt á bæjar- búum í Múla, bæjarblaði þeirra Olafsfirðinga nýlega: Sumum finnst það slæmt að allir viti allt um alla, en það er eitt af því sem gerir Olafsfirðinga svolitið sérstaka, ekki bara forvitni um náungann, heldur einskær umhyggja fyrir náunganum og að geta stutt við bakið hverjir á öðrum. Þetta veldur því að jafnvel ókunnugir fá þá hugmynd um Ólafsfirðinga að þeir séu mjög hnýsnir og forvitnir um annarra hagi, og skoða þá jafnvel sem þjóð út af fyrir sig. Ólafsfirðingar Sigrún, sex tonna trilla frá Hofsósi, sem hvarf í hafið á Málmeyjarsundi fyrir rúmum hálfum mánuði, og tveim mönnum var bjargað af, fannst marandi í kafi á Fljótagrunni sl. föstudag. Sverrir Björnsson dró Sigrúnu til Siglufjarðar á Viggó, 10 tonna dekkbát sínum, og tók drátturinn níu tíma. Skrokkur Sigrúnar var lítið skemmdur miðað við að hafa velkst í sjónum í 11 sólarhringa, en öll tæki eru ónýt svo og rafkerfi. Tjón er varlega reiknað á aðra milljón króna. Sverrir tók bátinn upp á laugardag og skolaði vél samkvæmt fyrirmælum sjó- slysanefndar. Sagðist hann ekki hafa séð neitt á bátnum sem orsakaði að hann fylltist af sjó. Taldi líklegast að i frostinu sem var þegar slysið varð hafi krapað í lensdælu og báturinn þannig mikið siginn að aftan fengið báru inn á sig. Sverrir bíður nú samninga varðandi björgun- láta sig það einu gilda og gefa enga skýringu þótt þeir verði fyrir aðdróttunum. Það styrkir þá í að meta ágæti bæjarins og jafnvel að líta á ókostina sem nauðsyn. Og þegar ósanngirnin ætlar að keyra um þverbak þá hamra þeir æ meir í staðbundinni föðurlandsástinni. Enginn eins og þú Enginn eins og þú, lag Harðar G. Ólafssonar, hlaut samkvæmt heimildum Feykis langflest atkvæði almennings í kjöri besta Landslagsins. Það dugði þó ekki til þar sem vægi þeirra atkvæða er lítið samanborið við vald „aðal- dómnefndarinnar”. Annars bjuggust margir við að lagið Dansaðu við mig í flutningi Karls Örvarssonar og hljóm- sveitarinnar Eldfuglsins mundi sigra í keppninni. Skiptar ina við tryggingarfélag og mun ekki láta bátinn af hendi fyrr en þau mál eru frágengin. Von var á aðilum frá Siglingamálastofnun og sjóslysanefnd til Siglufjarðar í gær. Hjálmar Höskuldur Hjálmarsson eigandi bátsins var nýkominn heim frá sjóprófum sem voru á föstudaginn, þegar honum bárust fréttir af fundi bátsins. Hann sagðist hafa gert árangurslausar tilraunir til að leita bátsins á sjó og frá landi daglega. Hjálmar var ekki bjartsýnn á að fá miklar tryggingabætur út á bátinn og færi líklega illa út úr þessu. Báturinn mun hafa verið fremur lágt tryggður. Sigrúnu hafði rekið frá Málmeyjarsundi og á Fljótagrunnið einar 15 mílur, og hún aldrei sokkið eins og áltið var þegar björgunar- sveitarmenn á Hofsósi gáfust upp að draga Sigrúnu í land á Sómabáti Páls Magnússonar. skoðanir munu vera um ágæti vinningslagsins í keppn- inni eins og gengur, og munu plötuútgefendur syðra sem áttu sæti í dómnefndinni hafa rifist harkalega þegar niðurstöður lágu fyrir. Þegar Stöð 2 gaf Lands- lagskeppnina frá sér eftir að lagahöfundar höfðu lagt mikla vinnu í vinnslu laganna, var lengi vel tvísýnt um að hún yrði haldin og gerði ríksisjónvarpið vel að hlaupa undir bagga. Efa- semdir eru uppi um að Landslagskeppnin verði haldin aftur. Sauöasvipur A mannamóti hafði bóndi nokkur gefið sig á tal við mann, nýfluttan í sveitina og var eftir á spurður hvernig honum litist á manninn: ,,Ég veit það ekki”, sagði hann, „en ekki vildi ég eiga hest með þennan svip”. gæoaframkollun GÆÐAFRAMKÖLLUIU BÓKABtE) BRYWJARS Uppsagnir hjá Hlyn feykjur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.