Feykir


Feykir - 04.12.1991, Blaðsíða 6

Feykir - 04.12.1991, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 43/1991 hagyrðingaþáttur 109 Heilir og sælir lesendur góðir. I síðasta þætti birtist vísan, Vindur á þakinu vælir. Lýsir hún vel því ástandi sem ríkir í vetrartíð. Vissulega er gott á slíkum stundum að leita í huganum til betra umhverfís. Hefur mér verið sagt að svo hafi farið fyrir Sigurði Oskarssyni bónda í Krossanesi og hann ort svo eftir að hafa heyrt vísu Þorsteins. Þó mælirinn mínus sýni man ég hlýrri daga. Blómgaðar grænar grundir og gjöfula hjörð í haga. Þá birtist einnig í síðasta þætti vísan. Ekki hef ég orð á því. Um hana hef ég fengið þær upplýsingar að hún sé ekki rétt með farin og að tildrög hennar séu þau sem nú skal greina. Sá kunni hagyrðingur Lúðvík Kemp mun hafa ort eftirfarandi vísu. Þessi landi er þrísoðinn af þeim sem verkið kunni. Synis: alveg samboðinn s\ eitamenningunni. Þegar Ólína Jónasdóttir frá Fremri-Kotum heyrði vísu Kemps mun hún hafa ort umrædda vísu. og er mér sagt að rétt sé hún þannig. Ekki hef ég orð á því, ýmsa mun þó gruna. Að þú sækir svölun í sveitamenninguna. Önnur vísa kemur hér eftir Ólínu. Heitust ein mín ósk er það andanum revna að tryggja bjartan hreinan hlýjan stað hvar sem beinin liggja. Oft syrtir í álinn á lífsleiðinni hjá okkur jarðar- börnum og misjöfn eru hlutabýtti, þrátt fyrir strangan róður. Ragnar Hjaltason yrkir svo. Hvar ég fer um lög og láð lífs á vegi strongum. Mín er brautin böli stráð og bitrum þyrniöngum. Önnur vísa kemur héreftir Ragnar og mun hann hafa verið staddur á Hofsósi er hún var gerð. Fyrir norðan fjöllin há fjörður prýðir Skaga. Sendir gcisla glóey á gullin sjá og haga. Nú undanfarið hefur tals- vert verið rætt um að loka Kísilgúrverksmiðjunni við Mý- vatn. I þeirri umræðu hefur komið upp sú spurning hvað gera ætti við starfsfólkið og mun sú luigmvnd hafa verið viðruð að flytja það á Keilisnes og skaffa þvi vinnu í væntanlegri verksmiðju þar. Svo þegar Iramkvæmdum á Keilisnesi var frestað þótti Friðriki Steingrímssyni fokið í flest skjól starfsmanna Kísiliðjunnar og orti. Fréttirnar ég ljótar les, leita verður svara. Fyrst að klúðrast Keilisnes hvert á ég þá að fara. Þegar Kísilgúrverksmiðjan var reist á sínum tíma var eftirfarandi vísa ort, og ég held að þar hafi verið að verki Haraldur Hjálmarsson frá Kambi. I foraðið sökkva hin fegurstu Iönd sem framtíðin réttlætir eigi. Ef ágirndin bvður þér útrétta hönd þá ertu á Kisijgúrvegi. Alltaf f'innst mérgamanað rifja upp vísur eftir Harald og mun þessi trúlega vera ein af þeim sem tilheyra honum. Enn ég bragða brennivín. hiklaust þó að heilsan mín hiklaust. þó að heilsan mín. hangi á veikum þræði. Mig griyiar að þessi uppgötvun Haraldar sé í fullu gildi. enn þann dag í dag. Nú fer ég að lesa lög. læra svik og hrekki. Lítið dugar höndin hög og heiðarleikinn ekki. Eins og fram kom í síðasta þætti er Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd al'kastamikill hagyrðingur. Hafa trúlega einhverjir af unnendum þáttarins lesið á milli línanna í vísu hans um forsætisráð- herra að óvíst væri að hann væri yfir sig hrifinn af ráðherranum. Nú hef ég eignast fleiri ágætar vísur eftir Rúnar og er sá landsbyggðarvinurinn Davíð enn hans yrkisefni. Vit og heimska vega salt. verður margt að grandi, vilji Davíð drepa allt í dróma út á landi. Ríkisstjómar reikningskladdinn raskar byggðamenningu. Suðureyri er sett á gaddinn samkvæmt Davíðs kenningu. Oddsson segir „ekkert mál” enga byggðapólitík. Flytjum hverja sveitasál í sæluna í Reykjavík. Davíð veg til frama fer, flokksins mikla stjarna. Líkur samt í engu er Ólafi og Bjarna. Þó hann elski enn með glans eins og hani prikið. efa margir hæfni hans en hárið það er mikið. Þá verður ekki komist mikið lengra í þessum þætti. Jón Pétursson frá Eyhildar- holti sér okkur fyrir fallegri lokavísu. Senn er nótt og ljósar lendur liðins dægurs hverfa í skuggann. Rökkurtjöldin herrans hendur hafa dregið fvrir gluggann. Verið þið svo sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson s:95-27154 Hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps auglýsir hér með iausar til umsóknar 27 sumarhúsalóðir á skipulögðu svæði, á Steinsstöðum skv. meðíylgjandi uppdrætti. Eru þetia leigulóðirtil 25 ára. Upplýsingar veitir oddviti í síma 38035

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.