Feykir


Feykir - 11.12.1991, Page 3

Feykir - 11.12.1991, Page 3
44/1991 FEYKIR 3 „Ekki síður mikilvægt fyrir sveitirnar að atvinnulíf styrkist og eflist á Sauðárkróki" segir Jón Ásmundsson framkvæmdastjóri Átaks „Það er ekki hægt að nefna nein ákveðin verkefni á nafn ennþá. Við höfum unnið að tveim til þrem mjög tímafrek- um verkefnum sem komin eru á lokastig í meðförum Ataks, auk minni verkefna. Þetta hefur verið gaman og mjög áhugavert, en öllum má vera ljóst að þetta stendur og fellur með árangrinum sem maður sér af starfmu. Átak er í raun tilraun til að flýta þróun atvinnumála á svæðinu”. Ataki hf var ýtt úr vör á liðnu vori. Jón Ásmundsson framkvæmdastjóri verkefnisins hóf störf í maí. Það eru 42 fyrirtæki og aðilar á Sauðár- króki sem standa að Átaki. „Það er ótvíræður kostur að vinna fyrir þröngt og afmarkað svæði. Engu að síður lít ég á héraðið meira og minna sem eitt atvinnusvæði. Það er því ekkert síður mikilvægt fyrir sveitirnar að atvinnulíf styrkist og eflist á Sauðárkróki”, sagði Jón Ásmundsson framkvæmda- stjóri í samtali við Feyki á dögunum. Aðilum líst vel á staðsetningu Auk beinna erinda sem komið hafa inn á borð Átaks, hefur verkefnið staðið fyrir að auglýsa eftir fyrirtækjum sem hugsanlega væru til sölu eða vildu flytja starfsemisína til Sauðárkróks. Sex aðilar lögðu inn erindi, sum þeirra hafa verið afskrifuð en önnur eru í athugun. Að sögn Jóns verður haldið áfram að auglýsa eftir fyrirtækjum á næstunni, en er áhugavert fyrir fyrirtæki að flytja sig hingað? „Svæðið hefur marga augljósa kosti sem snúa að atvinnurekstri. Landfræðilega eru þeir miklir. Samgöngur góðar bæði til Eyjafjarðar- svæðisins og Reykjavíkur, og fara batnandi. Flugsam- göngur eru einna öruggastar á landinu. Hér er tiltölulega ódýr hitaveita og stöðugt og gott vinnuafl. Eg hef orðið var við að aðilum líst vel á staðsetningu gagnvart fram- leiðslu í iðnaði”. Margir lagt mikla vinnu að mörkum Er mikið um að fólki líti inn, viðri hugmyndir sínar og spjalli? „Það er minna en ég bjóst við, en dálítið um það samt. Eg er sannfærður um að neikvæð umræða um lands- málin hefur þarna einhver áhrif”. Vinna að atvinnuþróun er þannig að menn sjá oft ekki árangur starfs síns fyrr en eftir nokkurn tíma. Er það ekki þreytandi? „Maður reynir að láta það ekki pirra sig þó sýnilegur árangur í einstökum verkum komi ekki í ljós á vikum og jafnvel mánuðum. í fæstum tilfellum eru viðfangsefnin það augljós að séð verði fyrir um lyktir. Og þó að afskrifa þurfi mál, þá er það á vissan hátt árangur. Sumum verk- efnum tengjast fjölmargir aðilar og verða þau þar af leiðandi tímafrekari”. Jón segist hafa fengið mikinn stuðning frá stjórnar- mönnum og aðilum Átaks. „Þeir sem standa að þessu hafa margir hverjir lagt mikla vinnu að mörkum. Eg held ég vildi ekki fást við þessi verkefni án stuðnings heimaaðila”, sagði Jón í Átaki að endingu. SIEMENS Litlu raftœkin frá SIEMENS gleöja augað! Kaffivélar, hrœrlvélar, brauðrlstar, vöfflujárn, strokjárn, handþeytarar, eggjaseyöar, hraösuöukönnur, áleggshnífar, veggklukkur, vekjaraklukkur, djúpstelklngarpottar o.m.fi. AEG HANDRYKSUGA: Liliput Verð áður 3.089 kr. Verð nú 2.790 kr. stgr. YAMAHA HUÓMBORÐ • GÍTARAR 4« SA>iYO Panasonic SJÓNVÖRP • HUÓMTÆKI %> ‘s&& i7 VIDEO# UTVARPSKLUKKUR KASSETTUTÆKI OG MARGT FLEIRA! ©rafsjáhf fs Sæmundargötu 1 Sauðárkról Sauðárkróki

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.