Feykir


Feykir - 18.03.1992, Blaðsíða 4

Feykir - 18.03.1992, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 11/1992 Fara Blönduósingar fram á ystu nöf skuldsetningar bæjarfélagsins með bví að ráðast í brimvarnargarðinn Hafnarmál á Blönduósi er trúlega eitt mesta þrætu- mál sem upp hefur komið á seinni árum og það sem hvað mest hefur verið í umræðunni hér í kjördæminu. Blönduósingar sjálfír hafa meira að segja ekki verið á einu máli um hvaða stefnu beri að marka í hafnarmálum. Bæjarstjórnin er ekki samstíga, sá klofningur var aflijúpaður rækilega fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, þegar frambjóðendur félags- hyggjufólks (K-listans) lýstu sig reiðubúna til samvinnu við Skagstrendinga í hafnarmálum. Þetta útspil félagshyggjufólks breytti valdahlutföllum innan bæjarstjórninnar. Eftir 12 ára meirihluta- samstarf við H-Iista, framsóknarmenn, er K-Iistinn nú í minnihluta í bæjarstjórn, þrátt fyrir að hafa bætt við sig fylgi í kosningunum. Unnur Kristjánsdóttir annar bæjarfulltrúa K-listans skrifar grein um sögu brimvarnar- garðs á Blönduósi í nýjasta tölublað NV, málgagns Al- þýðubandalagsins áNorður- landi vestra. Þar heldur muninn að komast með ækið alla leið. Og hvemig færi með sleðann ef við kæmum honum ekki alla leið í kvöld. Hver gat vitað, hve lengi héldist hríðin eða hve mikilli fönn hlæði niður. Kannski fennti sleðann svo rækilega að hann fyndist ekki fyrr en snjóa leysti næst. Margsinnis hafði kyngt svo miklum snjó hér fram frá, að allt fór á bólakaf. Og þessi ógnar fannfergja hafði oft legið óslitið í marga mánuði. Við vorum ekki birgari en svo heima af því sem til bjargræðis heyrir, að okkur var að kalla bráð lífsnauðsyn að fá heim það sem á sleðanum var. Það var ekki að ástæðulausu að við vildum síður yfirgefa ækið fyrr en í fulla hnefana. Og heim komumst við heilu og höldnu. En það var orðið nokkru seinna en ætlað var í fyrstu. Við skildum sleðann eftir á hlaðinu, en leystum ekki af honum um kvöldið. Unnur því fram að með því að halda óbreyttri stefnu í hafnarmálunum sé meirihluti bæjarstjórnar aðstíga fram á ystu nöf í skuldsetningu bæjarfélagsins. Framundan séu á þessu ári kostnaðar- Sæmundur Dúason. Við létum Litlu-Rauðku inn í skemmu þar sem ekki var mjög hlýtt. Við áttum ekkeft hesthús á þessum tíma. Við vöfðum hana í ábreiðum og teppum og gáfum henni hey, af því sem við áttum best, og settum hjá henni vatn, vel yljað til að dreypa í með heyinu. Ekki var hægt að merkja að Litlu-Rauðku yrði hið minnsta meint af volkínu. En við Kalli urðum reynslu einnar kaupstaðaferðar rikarL” Unnur Kristjánsdóttir: Nettó- skuldir bæjarins færu í 140- 150 milljónir, sem væri nokkuð ofan viðráðanlegra marka. sömustu framkvæmdir sem bæjarfélagið hafi ráðist í til þessa, bygging íþróttamið- stöðvarinnar sem taka á í notkun í haust. Sú 60 milljóna króna framkvæmd ásamt því 20 milljóna framlagi Blönduósbæjar sem gerð brimvarnargarðar krefst, mundi þýða að nettóskuldir bæjarins færu í 140-150 milljónir. Það væri töluvert ofan viðráðanlegra marka, þegar þess er gætt að árstekjur bæjarfélagsins eru 120 milljónir. Unnur segir að nær væri fyrir bæjarfélagið að verja þeim fjármunum, sem ætlað er í brimvörnina, til annarra framkvæmda, t.d. til stuðnings útgerðar Nökkva, burðaráss hráefnisöflunar á staðnum, en ljóst sé að hið opinbera þurfi að afskrifa verulegar upphæðir vegna skipsins til að það hafi raunhæfan rekstrargrundvöll. Þá verði staða útgerðar og vinnslu á Blönduósi þeim mun alvar- legri ef ekki birti til hjá rækjuiðnaðinum í landinu. Lífhöfnin áfram á Skagaströnd ,,Það er um óbreytta stefnu hjá okkur að ræða. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa hvort eð er að verja þá bryggju sem hér er. Kostirnir voru tveir og um álíka dýrar framkvæmdir að ræða. Annars vegar að setja grjótvörn við bryggjuna hérna og útbúa aðstöðu út á Skagaströnd Fólk vill nefnilega gleyma því að það er ekkert viðlegupláss fyrir okkar báta í Skagastrandarhöfn. Hins- vegar gerð brimvarnargarðs- ins sem við áætlum að kosti 150-160 milljónir. Sá garður mundi skýla okkar bátum fyrir flestum veðrum, en höfnin á Skagaströnd yrði samt áfram lífhöfn fyrir bátana okkar”, segir Pétur Arnar Pétursson oddviti meirihluta bæjarstjórnarsem hefur ýmislegt að athuga við fullyrðingar Unnar Kristjáns- dóttur í greininni í NV. Pétur segir fjarri lagi að það yrði bæjarsjóði um megn að ráðast í byggingu íþrótta- miðstöðvarinnar og gerð brimvarnargarðsins á sama tíma. Skuldastaða bæjarsjóðs sé ágæt miðað við mörg önnur bæjarfélög og verði síst verri við þessi áform en t.d. nágrannanna á Sauðárkróki. Menn geta enda- laust séö grýlur ,,Það er heldur ekki rétt sem Unnur heldur fram í greininni að við séum að taka frá öðrum höfnum í kjördæminu. 20 milljón króna framlagið í ár er algjörlega aukalega. Það kemur heldur ekki til með að stoppa okkur af þó einstakir þingmenn kjör- dæmisins vilji ekki tryggja framlög til þessarar fram- kvæmdar á næstu árum. Það nægir okkur ef samgöngu- og fjármálaráðherra gefa okkur heimild til að bjóða verkið út. Varðandi stöðu útgerðar- mála hér vil ég segja, að menn geta endalaust séð grýlur í hverju horni séu þeir þannig þenkjandi. Viðætlum að byggja upp hafnaraðstöðu sem þjónar útgerð hér í framtíðinni. Sú ákvörðun var tekin alveg burtséð frá jDeim þrýstingi sem fyrirtæki Ottars Ingvarssonar hefur beitt og Unnur greinir frá”, sagði Pétur Arnar að endingu. Pétur Amar Pétursson: Skulda- staða bæjarsjóðs yrði ágæt miðað við mörg önnur sveitarfélög og síst verri en nágrannanna á Sauðárkróki. Reiknað með 15% úr hafnarbótum í áætlunum sínum í hafnar- málum gerir meirihluti bæjar- stjórnar ráð fyrir að sleppa með 10% mótframlag gegn fjárveitingum ríkisins, í stað 25%, sem heimaaðilum er skylt að leggja fram í hafnarframkvæmdir. Þau 15% sem upp á vanta reikna Blönduósingar með að fá úr hafnarbótasjóði. Enn sem komið er hafa þeir þó enga tryggingu fyrir því að þeir peningar fáist. Það er með þá eins og heimild til að bjóða út gerð brimvamargarðsins, eink- um á valdi samgönguráð- herra Halldórs Blöndals. Þess sama og lét verða sitt fyrsta verk á ráðherrastóli að nema burt 16 milljóna loðnupeninga sem úthlutað var til brimvarnargarðs á Blönduósi fyrir síðustu alþingis- kosningar. Ljóst er að Blönduósingar ætla að halda áfram baráttu sinni fyrir bættum hafnar- skilyrðum á Blönduósi. Sú stefna þeirra er skiljanleg fyrir margra hluta sakir. Til að mynda vegna andstöðu Skagstrendinga við sameigin- legt atvinnusvæði, sem hlýtur að vera algjör forsenda fyrir samvinnu Skagstrendinga og Blönduósinga í hafnarmálum sem öðrum hagsmunamála- um byggðarlaganna í náinni framtíð. Umferöarþungi þess tíma framhald af 5. síöu

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.