Feykir


Feykir - 18.03.1992, Blaðsíða 8

Feykir - 18.03.1992, Blaðsíða 8
18. mars 1992, 11. tölublað 12. árgangur STERKUR AUGLYSINGAMIÐILL! Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 -16.00 Sími 35353 Landsbanki Isiands Banki allra landsmanna Borgar-borðin komin upp í Ráðhúsinu ■- Starfsmenn Trésmiðjunnar Borgar á Sauðárkróki eru þessa dagana að vinna að uppsetningu fimmtán fundar- borða í fundarsal ráðhússins nýja í Reykjavík. Borðin eru mjög glæsileg og vönduð, úr jatoba harðvið frá Brasiliu. Smíði innréttinga í ráðhúsið hefur verið helsta verkefni verkstæðismanna Borgar í vetur. Frá því í nóvemberhafa að jafnaði 10-15 manns unnið að verkefnum tengdum ráð- húsinu. Að sögn Guðmundar Guðmundssonar framkvæmda- stjóra Borgar hefur megin- þungi vinnunnar í ráðhúsinu verið eftir að smíði fundar- borðanna byrjaði seinni hluta janúar. Auk smíði þeirra hafa Borgarmenn smíðað stiga, stigapalla og veggskerma. Þetta eru sam- tals álíka umfangsmikil verk- efni og smíði fundarborð- anna. Annars er það svo sem ekkert ekkert nýtt að Borgin smíði innréttingar fyrir aðila á höfuðborgarsvæðinu. Stærsti hluti verkstæðisvinnunar mörg síðustu ár hafa verið þannig verkefni. Borg er undirverk- taki Bíró-Steinars í ráðhús- inu. „Okkur hefur tekist að bæta við vinnuna hérna heimafyrir með því að skapa okkur markað í innréttinga- smíðinni syðra. Samdráttur þar kemur líklega til með að bitna á okkur líka. Eins og er sjáum við lítið framundan hér heima í sumar, en vonandi rætist úr því”, sagði Guðmundur á Borginni. Löngumýri og Blönduós: Námskeið í nytja- list og handmennt Sl. fimmtudag hófst á Löngumýri námskeið í út- skurði, nytjalist og hand- mennt eins og það er kallað. Það er Framtak, átaksverkefni A.-Hún. og fremstu hreppa Skagafjarðar, sem stendur fyrir námskeiðinu er lýkur á föstudaginn. Strax eftir helgina hefst síðan samskonar nám- skeið á Blönduósi. Færri en vilja komast að í nytjalistina og handmenntina að þessu sinni og Ijóst að halda verður fleiri námskeið siðar. Þátttakendum er skipt í tvo hópa á hvorum stað, 8 í hverjum. A Löngumýri er fyrri hópurinn frá 13-16ogsá seinni frá 16-19. Það er útskurðarmeistarinn Halldór Sigurðsson frá Miðhúsum við Egilsstaði sem er leið- beinandi á námskeiðunum, en hann var einnig á ferðinni á Hvammstanga fyrr í vetur. „Jú vissulega tengjast námskeiðin þeim mikla áltuga sem er á minjagripagerð um land allt núna. Það er svo spurningin hvort markaður verði fyrir alla þessa minja- gripaframleiðslu. Það verða náttúrlega ekki allir í henni. Margir af þeim sem sækja námskeiðin eru sjálfsagt að spá í hvernig þeir geti best nýtt sínar tómstundir”, sagði Baldur Valgeirsson fram- kvæmdastjóri Framtaks. Anna Kristín á þing Anna Kristín Gunnarsdóttir Anna Kristín er þriðja bæjarfulltrúi á Sauðárkróki konan sem gegnir þing- tók í fyrradag sæti á Alþingi mennsku fyrir Norðurland fyrir Ragnar Arnalds sem vestra. Hinar tvær eru næstu tvær vikur verður í Sigríður Guðvarðardóttir Sjálf- erindagjörðum fyrirhið opinbera stæðisflokki og Helga Hannes- erlendis. dóttir Alþýðurflokki. Veðrunarþol steypumalar úr Gönguskarðsá ekki nægjanlegt Steypuverð hækkar við að sækia steypumöl lengri veg Eftir mjög viðamiklar og margendurteknar rannsóknir Rannsóknarstofnunar bygg- ingariðnaðarins hefur komið í Ijós að veðrunarþol (frostþol) steypu frá Steypustöð Skaga- fjarðar er undir þeim mörkum sem viðunandi geta talist. Frostþol fylliefnis malarefnis er ónægt, en steypumöf hefur verið tekin úr árfarvegi Gönguskarðsár alveg síðan steypustöðin hóf starfsemi 1973. Malarnám hefur nú verið bannað úr ósum Göngu- skarðsár og hefur steypu- stöðin ekki notað efni þaðan síðan í september sl. Ekki hafa enn komið fram neinar skemmdir af þessum sökum í húsum sem byggð hafa verið úr steypu frá Steypustöð Skagafjarðar. Að sögn Guðmundar Ragnars- sonar byggingafulltrúa er steypan að öðru leyti mjög góð, t.d. styrkur langt yfir tilskildum mörkum og bætir það veðrunarþol hennar. Guðmundur sagði að ekki sé við forráðamenn Steypu- stöðvarinnar að sakast, próf af þessu tagi séu mjög kostnaðarsöm og taka langan tíma. Steypustöðin varði á annarri milljón til rannsóknar steypunni á síðasta ári. Afleiðingar ónægs veðrunar- þols steypunnar, ef þær á annað borð yrðu, sagði Guð- mundur að gætu komið mjög misjafnlega niður. Þeim húsum sem stæðu illa eða óvarin fyrir sjávarseltunni væri hættar en öðrum. Hér gæti verið spurning um að einstök hús þyrfti að verja 15-20 árum fyrr en ella. Það vekur umhugsun hvers vegna niðurstöður sem þessar eru að koma fram núna eftir að efnið hefur verið notað í hátt í 20 ár, og steypuprufur verið teknar í flestum ef ekki öllum opinberum byggingum og einnig stærri byggingafram- kvæmdum. Helgi Hauksson hjá Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins sagði að hér væri um viðameiri rannsókn að ræða en gengur og gerist. Framvegis verður malar- taka hjá Steypustöð Skaga- fjarðar í Vallhólma skammt frá Varmahlíð. Malartakan verður mun dýrari en verið hefur, en fram til þessa hefur mölin nánast verið tekin við húsvegg stöðvarinnar. Fyrir- séð er að verð steypu mun hækka eitthvað, en verð á steypu hefur verið mun lægra en t.d. á Siglufirði, enda Siglfirðingar þurft að ná í steypumölina tæplega 50 km leið að Tjörnum í Sléttuhlíð. I skýrslu RB um steypu- rannsóknirnar kemur fram, að nauðsynlegt sé að koma upp rannsóknarstofu við steypustöðina til þess að hægt sé að framkvæma helstu prófanir á steinsteypu og fylliefnum. Byggingarnefnd hefur gefið foráðamönnum steypustöðvarinnar frest til 1. júní nk. að koma upp viðunandi rannsóknaraðstöðu. CÆOAFRAMKOLLUN GÆÐAFRAMKÖLLUN BÓKABÚÐ BKYBJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.