Feykir


Feykir - 18.03.1992, Blaðsíða 5

Feykir - 18.03.1992, Blaðsíða 5
11/1992 FEYKIR 5 Unvferðarþungi þess tíma Sleðalest bænda úr Flókadal að koma úr verslunarferð í Haganesvík. Eftir myndinni hér til hliðar að dæma dæma, hafa snjóalög veturinn 1943 verið „heldur” meiri en núna í vetur, en álitið er að myndin hafi verið tekin þá. Kristbjörg Bjarnadóttir húsfreyja í Litlu-Brekku á Höfðaströnd, fædd og uppalin í Ökrum í Vestur-Fljótum, kom með myndina á ritstjórn Feykis á síðasta vori. Beðið hefur verið eftir hentugu tækifæri til birtingar hennar. Það hefur ekki þótt passa að bregða henni upp á síðum Feykis og texta í sama dúr, þegar jörð er blóðrauð eins og hefur verið lengst af í vetur. Þótt snjókoma og kuldi þýddi hér fyrr á öldinni mun erfiðari lífbaráttu en gerist við sömu veðurskilyrði í dag, þóttu mátuleg snjóalög og harðfenni henta ágætlega til aðdrátta. 1 góðu sleðafæri var oft hægt að flytja þungt æki langar leiðir. Fljótamenn notuðu þessa flutningatækni mikið og þegar sleðafæri var gott mátti stundum sjá sleðalest renna ofan úr dölunum. Það var umferðar- þungi þess tíma. „Myndin var tekin í Ökrum líklega veturinn 1943 og sýnir bændur úr Flókadal vera að koma úr verslunar- ferð í Haganesvík. Eg gæti vel hugsað mér að á myndinni séu bændurnir: Hafliði frá Neskoti, Sæmundur í Nesi og Sveinn og Jón á Vestara-Hóli. Þeir voru oft samferða frá þessum bæjum. Þarna eru þeir komnir af Hópsvatninu, búnir að fara yfir Lágarnar hjá Dæli og Ökrum og staddir á Löngu- brekkunni sem var ísjónlínu milli Akra og Miðmós. Þeir áðu oft á Löngubrekkunni, komu heim í Akra og fengu sér kafFisopa og við köstuðum heytuggu fyrir klárana. Það var dýrlega gaman oft að horfa á eftir lestinni úr dalnum”, sagði Didda frá Ökrum eins og hún var kölluð, þegar hún var í Fljótunum. Einn af Flókdælingum sem nokkrum sinnum fór með hest og sleða lengst framan úr Flókadal til Haganesvíkur og hefur sjálf- sagt stundum þegið kaffi- sopa í Ökrum, var Sæmundur Dúason fyrrum barnakennari og bóndi á Krakavöllum, sem lengi var fremsti bær í Flókadal, stóð rétt neðan afréttargirðingar og fór í eyði upp úr 1940. Tíðarfarið í vetur hefði sjálfsagt ekki hentað Sæmundi vel veturinn 1927. Þá hafði hann keypt átta dilkaskrokka í Haganesvík, fengið að velja úr miklu keti í sláturhúsinu, skorið af þeim bringukollana og eitthvað af ganglimunum og komið þeim heim. Þetta átti að vera orðið gott hangiket á jólum. Farið greitt í Víkina Mestan hluta ketsins söltuðu þeir sláturhúsmenn fyrir Sæmund, sem hugðist koma kjötinu heim strax og sleðafæri gæfi. Til þess hlutar var Litlu-Rauðku alfarið treyst. í þessháttar ferðalagi kom það fyrir nokkrum sinnum, að færi og veður hélst ekki til kvölds, eins og ætlað hafði verið að morgni. En sú sem aldrei brást var Litla-Rauðka, var þá stundum orðin þreytt áður en lauk”, segir Sæmundur í bók sinni Einu sinni var, sem út kom fyrir allnokkrum árum: „Færið kom áður en langt var liðið á veturinn. Þá var ekki lengur beðið boðanna. Ég lagði af stað með Litlu- Rauðku, strax þegar hjarn var orðið nógu hart til að halda hesti. Kalli minn fór með mér, þá átta ára. Við sátum á sleðanum og fórum greitt niðureftir. Viðhöfðum hraðan á í víkinni. Við létum á sleðann kettunnuna og eitthvað fleira, sem okkur lá mest á að koma heim, héldum síðan í áttina „inn til fjallanna”. Eins og venjulega gekk allt vel, meðan veður hélst og færi óbreytt. En í þetta skipti hélst hvorugt nema ögn fram eftir deginum. Þá byrjaði að hríða, og um leið spilltist færið. Það var ekki þungt æki, sem við vorum með, miðað við að aka því á beru hjarni. Hríöina heröir En um leið og föl festi á hjarninu urðu járnaðir sleða- meiðamir stamari, og dráttur- inn þyngdist. Þetta tafði þó ekki ferð okkar til muna fyrr en á tveim síðustu bæjarleið- unum. Þá fór að bera á ófærð fyrir sleðann, fyrst smádrift- um, síðan meira og meira. Við það bættist að þarna er leiðin öll orðin í fangið. Eftir því sem driftirnar jukust og urðu að sköflum, hleypti Litla-Rauðka sér í krappari hnút og svipti sleðanum gegnum driftina eðaskaflinn. Þaðvarkominn meira en meiðafyllingar sums staðar. Nú var Litla- Rauðka farin að titra á bóginn. Það var alltaf markið, þegar hún hafði tekið nær sér en æskilegast var. Við Kalli gátum ekkert gert annað en stöðva hana eftir svona átök og hleypa henni ekki af stað aftur, fyrr en hún hafði blásið nokkuð mæðinni. En tíminn leið og hann herti. stöðugt hríðina. Meiri og meiri snjó hlóð niður. Það var ekki orðinn nema stuttur spölur sem við komust áleiðis í hverri lotu. Aldrei hliðraði Litla Rauðka sér hjá því að gera nýja atrennu. Og nú var hún farin að titra víðar en aðeins á bóginn. Ekki birgari en svo heima Það var koldimm nótt með hríðinni. Það var freistandi að ganga frá sleðanum og komast heim með Rauðku lausa. En við áttum nrinna en hálfa síðustu bæjarleiðina ófarna. Miðað við það, vantaði varla nema herslu- Framhald á bls. 4 NORÐLENSKÍR HESTADAGAR 20. - 22. MARS Landsmenn látiö ekki fram hjá ykkur fara frábæra sýningu og skemmtun í Reiöhöllinni í Víöidal. Stórkostlegar hestasýningar og rammnorölenskar þjóösögur settará suiö á Norölenskum hestadögum í Viöidai Dagskráin hefst kl. 20.30 öil kuöldin. ATHUGtÐ TILBOÐ FLUGWÐA 10.900 KR. Fluq oq qislinq í tvær nælur með morqunverði Aukarútk 2.150 FLUGLEIDIR Eftirtaldir aðilar I<ynna vörursínará sýningunni: Slátursamlag Skagfiröinga STEINUUARVERKSMIDJAN HF BÍLANAUST - V STUÐLABERG m BIFREIÐASMIÐJA Rafgirðingar oggraskögglar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.