Feykir


Feykir - 18.03.1992, Blaðsíða 6

Feykir - 18.03.1992, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 11/1992 Hlíðarhúsið - annað heimili eftir Bjarna 4. Jóhannsson Víöilundi Hlíðarhúsið. Þegar ég var að lesa í 2. tbl. Feykis á þessu ári, frásögn blaðamanns af spilakvöldi í Hlíðarhúsi, fór ég að hugsa um að vera kynni að þeim lesendum blaðsins sem ekki eru vel kunnugir hér um slóðir, þætti forvitnilegt að fræðast örlítið um þetta litla hús sem stendur nú svo einmanalegt á gróðurvana mel skammt neðan þjóðvegarins í miðri Oslandshlíð. Égtíndi því saman nokkrar heimildir um aðdragandann að byggingu þess og nokkur helstu atriði sem varpað gætu ljósi á notagildi þess fyrir félagslega starfsemi i þessu byggðarlagi. Um aldamótin síðustu fluttist Hartmann Asgrímsson til Kolku- óss og setti þar á fót verslun. Hartmann var mikill félags- hyggjumaður og einlægur bind- indismaður. Hann gekk strax í bindindisfélag sem skömmu áður hafði verið stofnað í Oslandshlíð. Félagið vantaði tilfinnanlega einhvern samastað fyrir starfsemi sína og bauðst þá Hartmann til að panta allt það efni sem þyrfti til byggingar 1 itils timburhúss fyrir félagið. Greiðsla skyldi fara fram eftir því sem félagið hefði efni á og voru engin önnur skilyrði sett fyrir greiðslunni. Byggingarefnið kom með skipi til Kolkuóss vorið 1902. Vertíðarhlé á Drangeyjarfjöru Eins og venja var á þessum tíma voru nær ailir vinnufærir karlmenn úr Oslandshlíð við fiskveiðar, fugla- og eggjatöku úti við Drangey á vorvertíðinni, og einungis konur og börn heima við bústörfin. En laugardag einn á miðri vertíð settu Óslandshlíðarbátar- nir upp segl og sigldu til lands. Þennan dag unnu skipshafnir að því að flytja byggingarefnið neðan frá Kolkuósi ábyggingar- stað, en Jón Erlendsson bóndi á Marbæli hafði boðið félaginu lóð undir húsið endurgjaldslaust á mel þeim sem síðan hefurgengið undir nafninu Hlíðarhúsmelur. Ekki er mér kunnugt um að sá melur hafi haft neitt sérstakt nafn áður. Þetta sumar var húsið byggt, en það gerði Jón Björnsson þjóðhagasmiður og bóndi á Ljótsstöðum, en svo vildi til að þetta sumar var hann ráðinn til byggingarvinnu hjá Hartmanni í Kolkuósi. Sér til aðstoðar við þessa byggingu hafði hann einhverja sjálfboðaliða úr Ós- landshlíð. Þetta var timburhús með pappaþaki og var stærð þess 6x4,5 m. Þetta hús þjónaði svo byggðarlaginu sem funda-, samkomu- og skólahús allt til þess að nýtt steinhús var byggt árið 1925, en það er einmitt Hlíðarhúsið sem enn stendur á melnum. Það hús reisti sama félagiðog eldra húsið. Reyndar hafði félagið að nokkru skipt um andlit, var nú orðið að ungmennafélagi og hafði skipt um nafn eins og síðar kemur fram. Tengt ótal gleöi- og reynslustundum Byggingarefni í nýja húsið útvegaði Hartmann í Kolkuósi en steypumöl var tekin upp úr húsgrunninum og við húsvegginn og má enn sjá merki um malarnámið norðan við húsið. Yfirsmiður var ráðinn Jón Sigurðsson smiður og bóndi í Stóragerði, áður smíðakennari við bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Að öðru leyti var starfsliðið við bygginguna ein- göngu félagarnir sjálfir sem unnu þetta í sjálfboðavinnu. Grunnflötur hússins er 8,18x 5,64 m auk stigahúss sem er 2,80x2,55 m. Húsið er á tveimur hæðum. Efri hæðin ereinn salur en neðri hæðin er stofa, eldhús og forstofa. 1 þessu húsi hefur farið fram margs konar starf- semi, og því eru tengdar ótal minningar þeirra sem þar hafa starfað og átt þar margar gleði- dg reynslustundir. Þarna var bamaskóli nær óslitið frá því húsið var byggt og allt til þess að bamaskólar Hofs- Fells- og Hofsóshrepps voru sameinaðir í einn skóla árið 1973, og um skeið var unglingaskóli starfandi í húsinu. Barnaskóli hafði áður verið starfandi í litla timburhúsinu sem áður er um getið eða frá því árið 1903. Lestrarfélag Óslands- hliðar sem síðar varð Lestrar- félag Hofshrepps var með alla sína starfsemi í húsinu frá stofnun þar til bókasafnið var sameinað tveimur öðmm söfnum og flutt til Hofsóss. Leiksýningar kvöld eftir kvöld Hlíðarhúsið hefur frá upphafi verið félags- og safnaðarheimili Óslandshlíðar. Þar voru haldnar fjölmargar samkomur á hverju ári á vegum ungmennafélagsins sem lét byggja þetta hús og er eigandi þess. Félagiðvarstofnað sem bindindisfélag árið 1898 og fékk þá nafnið Tilreynd. Síðan var nafninu breytt og hlaut það þá nafnið Geisli og var gert að ungmennafélagi. Nú hefur það enn fengið nýtt nafn eftir sameiningu við annað félag og heitir nú Neisti. Lestrarfélagið og kvenfélagið héldu oft fjáröflunarsamkomur í húsinu og bæði þau félö’g, svo og önnur félög sem starfað hafa á þessu svæði eins og t.d. búnaðarfélagið, héldu alla sína fundi þar. Fyrir kom að almennir hreppsfundir væru haldnir í Hlíðarhúsi. Þó að Hlíðarhúsið sé lítið samkomuhús á nútíma mæli- kvarða var það talið eitt hið merkasta hér á stóru svæði á fyrsta áratugum þess. Menn eiga erfitt með það nú að setja sig í spor þeirra sem settu á svið leikrit og sýndu kvöld eftir kvöld í svona litlu húsi,en þama voru sett upp leikrit eins og Karlinn í kassanum, Húrra krakki, Happið og fjölmörg smærri verk. Hnýtt ævilöng tryggðabönd Jólatrésskemmtanir fyrir börn eru haldnar í húsinu á hverju ári og enn halda ungmennafélagar- nir fundi sína, spilakvöld og aðra skemmtifundi í húsinu. Þegarséra Björn Björnsson.sem síðar varð prófastur á Hólum, var sóknarprestur í Viðvík, messaði hann oft í Hlíðarhúsi, enda sagði hann að guðs- þjónustur væru betur sóttar þar en í sóknarkirkjunni. Félagar í ungmennafélaginu og reyndar allir íbúar Óslands- hlíðar, hafa alltaf litið á Hlíðarhúsið sem sitt annað heimili. Þangað hafa þeir margir hverjir sótt skóla alla sína barnaskólatíð. Þar hafa þeir fyrst stigið í ræðustól og haldið sína fyrstu ræðu, þar hafa þeir stigið sín fyrstu dansspor og þar hafa verið hnýtt ævilöng tryggða- bönd. 1 þessu húsi hafa börn verið skírð og þar hafa félagar verið kvaddir hinstu kveðju áður en jarðneskar leifar þeirra voru til moldar bornar. Fleira mætti telja upp. Á síðari árum hefur húsið stundum verið leigt yfir sumar- tímann til íbúðar fyrir erlenda hestamenn sem hér hafa dvalið um tíma við þjálfun hrossa. Eins og hér hefur komið fram hefur ýmiss konar starfsemi verið flutt úr húsinu sem þar var áður,enda breyttir tíma á ýmsan hátt. Þó hefur það enn hlutverki að gegna. Óneitanlega eru á því nokkur ellimörk, en með góðu viðhaldi getur það staðið þarna um ófyrirsjáanlega framtíð velunnurum sínum til gagns og gleði. Sælan dýpsta Feykir fyrir 10 árum Dýpsta sæluvika Skagfirðinga af þessum 52 sem eru í árinu byrjar laugardaginn 20. mars með þrumu- og eldingadansleik, og kannski meldinga. Ekki veit ég hver á að sjá um fjörið, sennilega hljómsveit Geir- mundar. í mínu ungdæmi varð hver að sjá um sitt fjör sjálfur og finnst mér það nú eðlilegra, en tím- amir breytast og mennimir með og máske er fjörið að dvína. Þætti mér það ekki nema eðlilegt eins og álagið er mikið, þrumu-stuð og stórdansleikir með öllu tilheyrandi um hveija helgi árið um kring. Ég man eftir því að ef hestar höfðu það of erfitt var talað um að í þá kæmi kvíði. Mér þætti ekki ólíklegt að þetta gæti átt við mannfólkið líka. Við skulum vona að þetta gangi allt vel. En ekki þætti mér ólíklegt að sorgin þunga gerði einhversstaðar vart við sig eftir öll þau ósköp sem á ganga í sam- kvæmislífinu. Sigfús Steindórsson frá Steintúni. Björn á Ytri-Löngumýri Eitt af þeim erindum, sem Búnaðarþingi hafa borist, er bréf Bjöms Pálssonar, fyrr- um alþingismanns og bónda að Löngumýri þar sem hann fer fram á að ákvæðum búfjár- ræktarlaga um hvað teljist lausaganga stóðhesta verði breytt og það sé skilgreint nákvæmlega hvað telja skuli lausagöngu- hest. Segir hann, að best væri að afnema ákvæði um sölu stóðhesta en hafa hæfileg sektarákvæði til viðkomandi sveitarfélags. Bjöm segir, að hreppstjórar hafi tæpast lag- aþekkingu til að framkvæma löglega sölu á hestum, sem eigi er von, þegar sýslumenn skortir til þess kunnáttu. „Ástandið er óþol- andi eins og það er, fáist engin breyting á því, verður þess skammt að bíða að bændur sem dugur er í fari að verja hesta sína með mannatla," segir Bjöm á Löngumýri meðal annars. Orðrétt segir í bréfi Bjöms: ,,í heimabyggð minni er algengt að ungir bændur sem hafa gaman af að láta á sér bera og em leiðinlega innrættir hafa stundað það að láta selja ógelta hesta takist þeim á ein- hvem hátt að ná í þá. Svo mikill hefur áhugi þeirra verið að þeir hafa tekið ógelta hesta og ókynþroska trippi og afhent þau hrepp- stjóra. I búfjárræktarlögum er sagt að ekki megi láta stóðhesta ganga lausa. Ég skildi lögin þannig að menn mættu ekki sleppa stóð- hestum lausum af ásettu ráði en öðru máli gegndi ef hestar slyppu úr girðingu, Hæstiréttur skilur lögin á annan veg og tekur engar afsakanir eða orsakir til greina. Það er ástæða fýrir því að allir hafa tapað stóðhestamálum nema ég. Af greindum ástæðum er ljóst að þörf er á að skilgreina betur hvað við er átt þegar tal- tð er um að eigi megi láta stóðhesta lausa. Það þarf að gera greinarmun á því hvort stóðhestur er látinn ganga laus af ásettu ráði eða hestur sleppur úr girðingu, hlið er skilið eftir opjð, dyr opnast og svo framvegis. Ennfremur þarf að ákveða hve gömul hest- trippin þurfa að vera til þess að seljast stóð- hestar. Hesttrippi eru vanalega gelt tveggja vetra gömul. Utigengin trippi er tæpast hægt að gelda fyrr en í júlí. Utigengin hest- trippi nýtast eigi hryssum, fyrr en þau em fjögurra til fimm vetra gömul.“ AUGLÝSIÐ í FEYKI ...þaö borgar sig

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.