Feykir


Feykir - 18.03.1992, Blaðsíða 1

Feykir - 18.03.1992, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Fljólamenn stofna hitaveitu Fyrir skömmu var haldinn að Ketilási í Fljótum stofnfundur fýrir hitaveitu Austur-Fljóta. Aætlað er að starfsvæði hitaveitunnar verði framan frá Stífluhólum og niður að Hraunum, einnig er mögulegt að sumarbústaðasvæði á vestur- bakka Mikiavatns tengist veitunni. Það er jarðhiti á jörðinni Reykjarhóli sem er ástæðan fyrir stofnun hitaveitunnar. A Reykjarhóli er gömul borhola sem gefur nokkuð af heitu vatni. Það hefur þó til þessa aðeins verið nýtt fyrir þá jörð. Talið er að með borun megi fá þar talsvert magn af vatni, auk þess sem fallhæð nægi til að leiða vatnið án dælingar út á Ketilás og jafnvel lengra. Samningar standa nú yfir við eigendur Reykjarhóls um afnot af vatni og leyfi til borunar í landi jarðarinnar. A stofnfundinum var kosin stjóm fyrir hitaveituna. Hana skipa Trausti Sveinsson Bjarnargili. Ríkharður Jóns- son Brúnastöðum og Gunnar Steingrímsson Stóra- Holti. Ö.Þ. Röstln í úreldingu Talin yfirvofandi hætla á að borskkvóti skipsins verði seldur úr byggðarlaginu á næstunni þvertekur fyrir að sýslan verði eitt atvinnusvæði „Eins og sakir standa er enginn vilji frá okkar hendi fyrir einu atvinnusvæði í sýslunni. Við getum tæplega séð heimafólki fyrir atvinnu hvað þá að hægt sé að taka við utanbæjarfólki í vinnu. Atvinnu- málin í sýslunni eru líka þannig að við höfum ekkert til annarra að sækja, en það virðast aðrir hafa til okkar að sækja”, segir Axel Hallgríms- son formaður Verkalýðs- og sjómamannafélags Skagastrandar og tekur dræmt í það að sýslan verði gerð að einu atvinnu- svæði. ,,Við erum t.d. með hálaunuð störf á togurunum okkar sem utanbæjarmenn sækja. í”, bætti Axel við. Verkalýðsfélag A.-Húnvetn- inga, á Blönduósi hefur margoft þrýstá þaðaðsýslan verði gerð að einu atvinnu- svæði. Valdimar Guðmanns- son formaður félagsins segist gera sér grein fyrir því að afstað'a.Skagstrendinga móti einu atvinnusvæði hafi farið heldur harðnandi að undan- förnu, og ekki sé sjáanlegt í bili neitt sem gæti breytt þar um. „Við verðum að reyna með tímanum að ná samstöðu meðal stéttar- og sveitar- félaga á svæðinu. Eg er reyndar ekki bjartýnn á að sýslan verði eitt atvinnusvæði fyrr en sveitarfélög verða sameinuð. Reyndar vil ég ganga enn lengra og held því fram að báðar sýslurnar eigi að vera eitt atvinnusvæði, og eitt sveitarfélag í hvorri sýslu. Manni finnst þetta dæmalaus skammsýni hjá Skagstrendingum og ekki í takt við það sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag”, sagði Valdimar. Mikill viðbúnaður var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrir helgina þegar Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Menntaskólinn á Akureyri áttust við í spurningakeppni framhaldsskólanna. Sjónvarpsmenn voru í rúman sólarhring í húsinu að undirbúa upptöku þáttarina og stuðningslið keppnisliðanna undirbjuggu sig af kappi. Hér eru liðsmenn FNV að „græja” borða mikinn. Gestirnir höfðu samt betur í slagnum, MA sigraði nokkuð örugglega enda mun reynsluríkara lið. „Höfum tæplega vinnu fyrir heima- fólk, hvað há aðkomufólk" Verkalýðs- og sjómannafélag Skagastrandar Ákveðið hefur verið að Röst, skip rækjuvinnslunnar Dögunar, sem skemmdist mikið í eldi sl. haust, fari í úreldingu. Til stendur að Dögun kaupi annað skip í stað Rastar, heldur minna. Þá eru miklar líkur á að þorskkvóti Dögunar verði seldur á næstunni, 462 tonn. Eftir því sem blaðið kemst næst eru samningar um sölu kvótans langt komnir, til aðila utan héraðs. Hefur Grandi í Reykjavík verið nefndur í því sambandi. Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri sagðist vilja halda þessum kvóta í bænum, og óskað hefði verið eftir því við forráðamenn Dögunar að Sauðárkróksbæ gæfist kostur á að neyta forkaupsréttar kvótans. Einar Svansson framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar segist hafa rætt við Dögunarmenn um hugsanleg kaup á kvótanum en Fiskiðjunni hafi aldrei verið gefið tækifæri á að bjóða í hann. Seinast hafi þeir Fiskiðju- menn í lok síðasta mánaðar óskað bréfleiðis eftirviðræð- um við Dögun um hugsanleg kaup kvótans, en því bréfi hafi ekki verið svarað ennþá. Svipaða sögu hefur Árni Guðmundsson framkvæmda- stjóri Skjaldar að segja. Þess má geta að umræddur þorskkvóti hefur ekki verið unnin á Sauðárkróki á undanförnum árum. Dögun hefur ætíð látið hann í skiptum fyrir rækju sem vinnslan hefur fengið að. —ICTcnytll lip— Aðalgötu 26 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SlMI: 95-35519* BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Bílaviðgerðir • lijólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN jðki [bilaverhlfldi ^ i SÁUOtOUItMI 0.7, 1107 SÆMUNDARGÖTU - SlMI 35141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.