Feykir


Feykir - 18.03.1992, Blaðsíða 2

Feykir - 18.03.1992, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 11/1992 Óháö fréttablaö á Noröuriandi vestra Kemur út á miðvikudögum vikulega. Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aðal- gata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Fax: 95-36162. Ftitstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A.-Hún., Eggert Antonsson V.Hún. Auglýsingastjóri: Hólmfríður Guðmundsdóttir. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftar- verð 110 krónur hvert tölublað. Lausasöluverð: 120 krónur. Umbrot: Feykir. Setning og prentun: Sást sf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Norðlenskir hestadagar: Glæsilegar sýningar og rammnorðlensk þjóðsagnastemning „Norðlenskir hestadagar” hesta- sýning með nýju sniði verður í reiðhöllinni í Viðidal um næstu helgi. Sýningin byggir minna á hefðbundnum atriðum en fyrri sýningar. Mikið er um æfð atriði í þjóðlegum stíl, með tali og tónum í bland. Markmiðið með sýningunni er að sýna fram á það ræktunar- og þjálfunarstarf sem unniðer með norðlenska hestinum í dag. Aðstandendur sýningar- innar gera sér vonir um að 2000 manns a.m.k. sæki hestadagana. Fjórar deildir Félags hrossa- bænda standa að sýningun- um ásamt Bændaskólanum á Hólum. Austur- og Vestur- Húnvetningar, Skagfirðingar og sameiginleg deild Eyfirð- inga og Þingeyinga. Um 70 hross taka þátt í sýningunni af Norðurlandi öllu. Þær hefjast klukkan 20,30 föstu- dags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Sýningaratriðin eru ætluð sem krydd, en sýning á kynbótahrossum, stóðhestum og hrossum er þungamiðjan fyrir það fólk sem vill kynna sér útkomuna úr ræktuninni. Þá verða nokkur fyrirtæki af Norðurlandi með sýningar- bása í reiðhöllinni, þar sem þau kynna framleiðslu sína. Má þar m.a. nefna: Steinullar- verksmiðjuna, Slátursamlag Skagfirðinga, rafgirðingabás K.S., JRJ bílainnréttingar, Stuðlaberg', Bílanaust o.fl. Auk sýningaratriða má nefna að fimm nemendur Hólaskóla skora á íslands- meistarann í hindrunarstökki, Sigurbjörn Bárðarson. Settar verða á svið rammnorðlenskar þjóðsögur með tilheyrandi draugagangi, hvarf séra Odds á Miklabæ, djákninn á Myrká, og Rangárbræður Baldur og Baldvin syngja af fákum sínum. Innilegarþakkir til allra sem glöddu mig með gjöfum og hlýjum kveðjum í tilefni 70 ám afmœlis mínsþann 14. mars siðastliðinn. ICerar kveðjur. Valberg Hannesson Sólgörðum. Verkalýðsfélagið Hvöt á Hvammstanga: Tekur á sig skuldaklafa vegna rekstrarþrots útgerðarfélagsins Verkalýðsfélagið Hvöt á Hvammstanga hefur orðið að taka á sig skuldaklafa vegna rekstrarþrots Útgerðarfélags Vestur-Húnvetninga, sem um árabil gerði út rækjuskipið Geislann. Verkalýðsfélagið gekk á árinu 1989 í ábyrgð á láni vegna viðgerðar á Geislanum. Þetta lán féll og urfti Hvöt að standa við greiðslu þess um síðustu áramót, tók til þess þriggja og hálfrar milljóna króna lán með einfaldri ábyrgð Hvamms- tangahrepps. Er hér um miklar skuldbindingar að ræða hjá ekki stærra verkalýðs- félagi. Stjórn Verkalýðsfélagsins Hvatar fór fram á það á siðasta hausti að Hvamms- tangahreppur tæki þátt í greiðslu þessa vanskilaláns. Því erindi var hafnað. Þegar ábyrgð Hvammstangahrepps fyrir þriggja og hálfrar milljónar króns láninu var samþykkt í hreppsnefnd Hvammstanga fyrir skömmu, lagði Kristján Björnsson einn hreppsnefndarmanna fram bókun þar sem rakin var saga ÚVH. Kristján sagði, að allt frá árinu 1988 og þangað til Geislinn varseldurárið 1990, hefði hann sem fulltrúi hreppsins varað við rekstri félagsins vegna gífurlegs tapreksturs og skuldasöfnunar. A stjórnarfundi UVH þann 8. nóvember 1988 var lagt fram bréf frá stjórn verka- lýðsfélagsins þar sem m.a. er lagt til að Geisli verði seldur áður en allt hlutafé félagsins verði uppurið. A fundi hreppsnefndar 26. apríl 1989 var samþykkt að hafna óformlegu erindi frá ÚVH um ábyrgð á lántöku vegna lúkningar viðgerðar á Geislan- um. Þá þegar var ljóst, að rekstur bátsins var afar hæpinn og varaði endur- skoðandi félagsins við áfram- haldandi rekstri í bréfi til stjórnar. ,,1 ljósi þessa get ég ekki fallist á að veita Verkalýðsfélaginu Hvöt ein- falda ábyrgð á umræddu láni, nema gegna öruggum tryggingum að mati hrepps- nefndar”, segir Kristján í bókun sinni. Frá Bridsfélagi Sauðárkróks Sl. mánudagskvöld var fyrri umferð hjóna- og parakeppninnar, sem jafn- framt er hluti af firmakeppni félagsins. Úrslit kvöldsins urðu þessi: 1. Feykir 135 stig (Anna K. Bjarnad./Jónas Birgisson) 2. VÍS 126 stig (Sólrún Júlíusdóttir/Ólafur Jónsson) 3. KS 122 stig (Svanhildur/ Sveinbjörn Eyjólfsson) Nk. laugardag 21. mars verður spilað Svæðismót Norðurlands vestra í para- keppni á Sauðárkróki og hefst spilamennskan kl. 10 í Bifröst. Athugasemd 1 hagyrðingaþætti nr. 113 birtist vísa eftir Magnús á Vöglum. Fyrsta og þriðja hending er ekki rétt. Vísa þessi er í ljóðabók Magnúsar „Eg kem norðan Kjöl” á bls. 38 sem gefin var út árið 1954. Undirritaður hafði sam- band við stjómanda þáttarins ogtjáði honum hvernigvísan væri rétt kveðin. í þættinum nr. 115 er vísan leiðrétt að hálfu leyti. Undirritaður vill benda stjórnanda hagyrð- ingaþáttar á þegar vísa er leiðrétt, að birta vísuna alla í heild, en ekki eina hendinguna innan um óbundið mál. Það er alveg ótækt. En vísa Magnúsar er rétt svona. Beisla mátt þinn mun ei neinn, meitlaður hátt í steinum. Þú kveður dátt í dalnum einn, dag og nátt í leynum. Pétur Pálmason. Kvenfélagið gefur sjúkra- húsinu sjúkralyftara Nýlega afhenti stjórn Kven- félags Sauðárkróks Sjúkra- húsi Skagfirðinga að gjöf sjúkralyftara, hjálpartæki sem auðvelda mjög ummönnun sjúklinga, svo sem að færa þá milli stóls og rúms svo dæmi sé nefnt. Sjúkralyftarinn kostaði um 400 þúsund krónur með virðisaukaskatti, sem fékkst niðurfelldur. Kvenfélagskonur afla fjár fyrir gjöf sem þessari á ýmsan hátt, t.d. með því að ganga í hús fyrir jól og selja kort og jólapappír. Flóamenn á faraldsfæti Segja má að forráðamenn og starfsmenn fyrirtækja við Húnaflóa séu á faraldsfæti þessa dagana. Sveinn Ingólfs- son framkvæmdastjóri Skag- strendings er nýkominn úr hálfsmánaðar ferðalagi til Nýja-Sjálands og nú í vikunni hélt til Noregs 20 manna hópur frá Trésmiðjunni Stíg- anda á Blönduósi. Þeir Skagstrendingsmenn voru að kanna hugsanleg viðskipti og samstarf við Nýsjálendinga. Ahugi þar- lendra á viðskiptum við íslendinga er mismikill, og munu Sveinn og menn hans á næstunni vinna úr þeim upplýsingum sem aflað var í ferðinni. Ferð Stígandamanna er heitið til Aal, 3500 manna samfélags, sem er miðja vegu milli Björgvinjar og Óslóar. Þeir munu hafa vikudvöl ytra og m.a. kynna sér iðnað á þessum slóðum við leiðsögn heimamanna. Blönduósingarn- ir eru að endurgjalda heim- sókn 40 manna hóps sem kom frá Aal síðasta sumar í tengslum við kaup Stíganda á tveim sumarhúsum þaðan. Finnur vann málið „Nei, ætli ég láti það ekki alveg vera að fara og fylgjast með B-keppninni núna”, sagði Sigurfinnur Sigurjónsson frá Sauðárkróki. Hann var- einn af þeini sem fylgdist nteð leið íslenska handboltaliðsins að gullinu í b-keppninni í Frakklandi fyrir 4 árum. Reyndar varð endir ferðar- innar frekar snubbóttur hjá Finni. Hann fékk mjög óblíðar viðtökur hjá einum frönsku öryggisvarðanna við tilraun til að hlaupa inn á völlinn og fagna íslenska liðinu. Finnur þurfti að leggjast inn á sjúkrahús á eftir með brotið nef og fleiri líkamlega áverka. Mál sem Finnur höfðaði vegna þessa var tekið fyrir í frönskum rétti fyrir skömmu. Lyktir urðu þær að Finni voru dæmdar 300 þúsund króna bætur og öryggisvörð- urinn fékk fjögurra mánaða fangelsisdóm.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.