Feykir


Feykir - 10.06.1992, Qupperneq 5

Feykir - 10.06.1992, Qupperneq 5
22/1992 FEYKIR5 „Víð hjónin skemmtum okkur ekkert síður en ungmennin" Sigurlaug Hermannsdóttir segir frá velheppnaðri æfingaferð til Danmerkur „Ef við hefðuni vitað hvað þetta yrði stór hópur, hefðum við aldrei tekið að okkur fararstjórn í ferðinni. En við sjáum svo sannarlega ekki eftir að hafa slegið til, því þetta var í einu orði sagt alveg frábær ferð. Hópurinn, sem var mjög ólíkur, skipaður 15- 19 ára unglingum, varð eins og ein fjölskyIda um leið. Þetta eru alltsaman skemmti- legir og góðir krakkar og við hjónin skemmtum okkur alveg dásamlega, sjálfsagt ekkert síður en ungmenninn sem undu sér vel við æfingar og leik þessa daga”, sagði Sigurlaug Herniannsdóttir á Blönduósi, en hún var ásamt manni sínum Hlyni Tryggvasyni fararstjóri í ferð íslenskra ungmenna í æfingahúðir til Danmerkur á dögunum. Það var engu líkar en Silla væri nýkominn úr velheppnaðri brúðkaupsferð, þegar blaðamaður Feykis sló á þráðinn til hcnnar um helgina. Arlega skipuleggur UMFÍ ferð fyrir frjálsíþróttafólk í æfingabúðir. Ovenjugóð þátt- taka var að þessu sinni, 28 ungmenni lýstu áhuga á förinni. Þar af voru sex Skagfirðingar, einn úr USAH, 2 frá UMSE, 3 frá HSÞ,einn frá UNÞ, 5 frá HSK, 4 frá HSH, 5 frá USÚ og einn frá USVS. Þjálfari hópsins var Jón Sævar Þórðarson frá UMSE. Æfingabúðirnar voru að þessu sinni í Fuglsö í Danmörku. Farið var út 28. maí og komið lieim aftur 5. júní. Einstakur hópur „Þetta var vitaskuld krökk- unum sjálfum að þakka hvað ferðin heppnaðist vel. Það er auðvelt að vera fararstjóri þegar farið er eftir öllum Frá UMSS Nú hcfur skrifstofa UMSS verið flutt aftur í sitt gamla húsnæði í sundlaugarhúsinu á Sauðárkróki og mun hún verða þar til húsa a.m.k. fyrst um sinn. Síðustu ár hefur skrifstofan verið í Varmahlíð. I sumar verða tveir starfsmenn hjá UMSS, þær Matthildur Ingólfsdóttir og Svahildur Pálsdóttir, sem verða í hálfu starfi hvor. Símatíminn á skrifstofu UMSS er kl: 10 - 12 alla virka daga og er síminn 35460, einnig verður opið milli 13 og 16 á þriðjudögum og fimmtudögum íþróttaflokkurinn sem fór í æfingabúðir til Danmerkur. síðan farið aftur eftir há- reglum, og ekki þarf að vera með neitt nöldur. Eg var svolítið hissa á því að 19 ára unglingar í dag, létu sér segjast um að snerta ekki einu sinn bjórglas hvað þá annað í ferðinni. Æfingaaðstaðan var frá- bær. Veðrið einstakt alla dagana, yfir 20 stiga hiti og sól. Það bjargaði okkur eiginlega að við vorum þarna rétt við sjóinn og fengum því smágolu. Það var líka heppilegt fyrir krakkana að ekki voru nema 800 metrar niður að ströndinni og þau nautu þess svo sannarlega að synda í sjónurn. Það var æft vel í ferðinni. Byrjað á morgnana klukkan 10 og degið. Hvíldardagur var í miðri vikunni og þá skruppum við til Arósa í verslunarferð. Það var daginn fyrir keppnis- ferðina til Randers. Krökk- unum okkargékk ágætlega á mótinu og mörg þeirra bættu sig verulega. Þátttaka Dananna hefði mátt vera meiri, en ástæðu þess má rekja til prófanna hjá dönsku skóla- fólki. Stutt að stinga sér í sjóinn Síðasta kvöldið fór síðan allur hópurinn í Tívolíið í Kaupmannahöfn og um morguninn var svo farið í gönguferð á Strikinu, litið inn í dýragarð og tleira. Þrátt fyrir að æfingarnar og keppnin væri að baki hélt þessi reglusami hópur sínu striki og allt fór vel fram. Og það er alveg á hreinu að við kveiktum ekki í kirkju Kristjánsborgarhallar, sem brann þarna um nóttina”, sagði Sigurlaug. Silla sagði þennan hóp ungmenna alveg einstakan. Við heimkomuna var gist á UMFI hótelinu eins og kvöldið fyrir utanferðina. „Við Hlynur skruppum í heimsókn út í bæ og vissum að krakkarnir ætluðu á tónleikana með Iron Mayden. Við bjuggumst því við að þau væru enn úti þegar við kæmum, og urðum því svolítið hissa þegar þau voru komin heim og háttuð þegar við komum. Þau sögðu að þeim hafi ekkert litist á, drykkjuskapurinn mikill og samkoman frekar ógeðsleg. Komin í klemmu Þegar við svo kvöddum hópinn kölluðu þau á okkur: „Það verður gaman að sjá ykkur á næsta móti”. Það var eins og ekki kæmi annað til greina en við fylgdum þeim áfram til næsta móts og þau hafa eiginlega sett mig í klemmu, því nú verð ég líklega að halda með fleirum en USAH krökkunum”, sagði Silla að endingu. Sveinn Margeirsson ungur og efnilegur hlaupari úr Framför í Lýtingsstaðahreppi var eitt skagfirsku ung- mennanna sem fór í ferðina. Sveinn var yfir sig ánægður, sagði ferðina hafa tekist alveg frábærlega, og ekki var verra að hann bætti sig verulega í ferðinni. Setti tvö ný héraðsmet í sínum aldursflokki, 14 ára ogyngri. Hljóp 1500 metra á 4:31,7 mín, sem er aðeins sex sekúntur frá Islandsmetinu, og 800 metra á 2:10.5 mín. „Þetta voru líka þeir bestu fararstjórar sem ég hefhaft”, sagði Sveinn. f LANDSBANKANUM FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA, FLORÍNUR, ESCUDOS OG LIRUR HVORT SEM ÞÚ VILT I SEÐLUM EÐA FERÐATÉKKUM E g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiöslum Landsbankans geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda okkar vísum. Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum helstu gjaldmiölum. Við minnum lfka á Visakortið, - athugaðu gildistímann áður en þú leggur af stað. Góða ferð. f Landsbanki Mi íslands Banki allra landsmanna Útibúiö á Sauðárkróki

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.