Feykir - 10.06.1992, Page 6
6FEYKIR 22/1992
hagyrðingaþáttur 121
Heilir og sælir lesendur
góðir. Gott þykir mér að
byrja þáttinn að þessu sinni
með vísu eftir Halla Hjálmars.
Skagafjarðar-fögur sýsla
fer að verða miður sín. '
Hún skelfur alveg eins og
hrísla
ef ég smakka brennivín.
Stundum fer öðruvísi en
ætlað er, eins og fram kemur í
næstu vísu Haraldar.
Einu sinni ætlaði ég
að yfirtaka heiminn,
en allt fór það á annan veg
af þvi ég var svo gleyminn.
Bóndi nokkur austur á
Melrakkasléttu tók saman
við stúlku þar úr nágrenninu.
Hafði hún áður verið trú-
lofuð að minnsta kosti
tveimur mönnum, og hét
annar þeirra Egill og hinn
Oddur. Um þennan nýja
ráðahag hennar var ort þessi
vísa.
Bóndinn hellti úr buddu vel,
býtti gjaldi þéttu,
er hann keypti Egilssel
og Oddsstaði á Sléttu.
Jóhanna Benónýsdóttir var
greindarkerling, sem eitt sinn
átti heima á Skagaströnd.
Eitt sinn, eftir að hún var
orðin öldruð, réði hún sig
vetrartíma á heimili eitt þar í
kaupstaðnum. Svo stóð á að
húsbóndinn var syðra á
vertíð en konan ein heima
með ung börn. Var því tekið
svo til orða, að Jóa ætti að
vera selskapsdama húsfreyju.
Um tíðindi þessi orti Lúðvík
Kemp þessa vísu.
Fullvel tamin frægðar naut
fyrir gamansvörin.
Seinast frama sjötug hlaut,
selskapsdama kjörin.
Þegar vist Jóhönnu lauk,
þótti Kemp enn vera tilefni
til að gera vísu.
Flest í heimi fallvalt er,
flögra menn að þessu og
hinu.
Jóa hefur sagt af sér
selskapsdömu embættinu.
Ekki kann ég að segja
lesendum hver ort hefur
næstu vísu, né hver hefur
fengið svofelldan dónt.
Hvar sem þínar Ieiðir lágu
lést þú rök og stefnu falt.
Þú varst ótrúr yfir smáu
yfir stærra settur skalt.
Önnur kemur hér í
svipuðum dúr, en ekki kann
ég að nefna höfund hennar.
Með vörunum sagði hann
„vinur minn”
veg þér drottinn greiði.
En hjartað óskaði „and-
skotinn”
annist þig og leiði.
Ekki linnir frásögnum af
endalausum gjaldþrotum fyrir-
tækja eða einstaklinga. Næsta
vísa gæti vel átt við þær fréttir
af slíku, sem fluttar hafa
verið nú að undanförnu.
Þegar félagseignin er
orðin nógu rúin,
forsprakkarnir sjálfum sér
selja þrotabúin.
Það er Jónas Jónsson frá
Garði, sem leggur okkur
hinum til þetta heilræði.
Að sitja mætum meyjum hjá
mér er ljúft að gera.
En þær sem bæði bíta og slá
best er að láta vera.
Imba Sveins var kona
nefnd, sem eitt sinn átti
heirna í Gnúpverjahreppi.
Var hún þekkt leirskáld þar í
sveit, og þótti kátlegur
hennar skáldskapur eins og
til dæmis þetta.
Tveir menn fóru út að slá,
í duggarapeysum vóru.
Fóru heim og hættu að slá
og sáu eftir, að þeir fóru.
Þegar Grímur Thomsen
dó var sendur maður austur
að Stóra-Núpi til séra
Valdimars Brims og hann
beðinn að yrkja erfiljóð eftir
skáldið. Þegar Imba spurði
þessi tíðindi þótti henni
tilefni til eftiifarandi yrkingar.
Grímur Thomsen dáinn var,
sendimaður sendur var, upp í
séra Valdiniar
til að yrkja ljóðin þar.
Þá er gaman að rifja upp
þessa kunnu vísu, en ekki
minnist ég þess að hafa
nokkurn tírna heyrt eftir
hvern hún er.
I nefið taka nú er mál,
nenni ei vaka lengur.
Heldur slakað hefur sál
hún til baka gengur.
Stefán Sveinsson, síðast
fornbókasali í Reykjavík, var
eins og margir vita góður
gleðimaður og snjall hag-
yrðingur. Eftir hann mun
vera næsta vísa.
Einn ég lóna lífs í dans,
laus við tjón og hatur.
Astin þjónar eðli manns
eins og spónamatur.
Næsta vísa mun vera ort,
er hann starfaði við vega-
lagningu yfir Stóra-Vatns-
skarð.
Vekjum hlátur andans enn,
eyðunt gráti og trega.
Við erum kátir vegamenn
og vinnurn mátulega.
Ein vísa kemur hér enn
eftir Stefán.
A þó bjáti og ólög þrenn
ört á bátinn stefni.
Lifi ég kátur leik mér enn
lífið er hlátursefni.
Tindastóll trónir á
toppi þriðju deildar
Aðeins 50% æðarvarp á Ströndum
findastólsmenn lentu í „strögli"
þegar att var kappi við
Ægismenn í Þorlákshöfn sl.
laugardag. Allsterkur vindur
setti svip sinn á leikinn.
Gestunum tókst einungis að
skora eitt mark í fyrri hálfleik
og hcimamcnn jöfnuðu síðan
strax í upphafi seinni hálfleiks.
Pétur Péturson náði aðskora
fyrir Tindastól snemma í
leiknum, laglegt mark beint
úr aukaspyrnu. Tindastóls-
menn sóttu síðan án afláts en
tókst ekki að skora fleiri
mörk í fyrri hálfleiknum.
Strax í upphafi seinni
hálfleik náðu síðan heima-
menn aðjafna. Jafnræði var
síðan með liðunum og
ómögulegt að sjá hvert
stefndi með skiptingu stiga,
þar til Sverrir Sverrisson náði
að skora fyrir Tindastól
stundarfjórðungi fyrir leiks-
lok, mark af stuttu færi upp
úr góðri sendingu fyrir
markið.
Tindastóll trónir nú eitt
liða á toppi deildarinnar, er
með níu stig eftir þrjá leiki.
Næsti leikur í deildinni
verður á Sauðárkróksvelli
nk. föstudgskvöld kl. 20.
Andstæðingarnir eru frá
Dalvík.
„Varpið er ekki komið
almennilega af stað ennþá, en
það er greinilegt .að það
verður um helmingi minna
núna en í meðalári. Þetta er
víst svipað í Ofeigsfirði líka.
Kollurnar eru fáar miðað við
Blikana, þeir eru niargir um
sömu kolluna”, sagði Oskar
Kristinsson á Seljanesi í
Arneshreppi á Ströndum.
Bændur á Ströndpm er
fyrir nokkru farnir að huga
að æðarvarpinu, bæði þeir
sem búa þar af staðaldari og
eins hinir sem stunda nytjar
yfir sumarið. Oskar tilheyrir
þeirn hópi.
Æðarfuglstofninn þar vestra
varð fyrir miklum skakka-
föllum í sjávarmengun á
síðasta sumri. „Miðað við
talningu dauðs fugls og
ágiskun okkar þá, var aðeins
útlit fyrir að 20-30% varps-
fuglsins lifði þetta af, en þetta
virðistekki hafa reynstsvona
slæmt”, sagði Óskar. Hann
sagði að æðardúnn þeirra
Seljanesmanna hafi numið
60 kílóum á síðasta vori, en
yrði líklega unt 30 kg. nú.
„Eg býst við að þetta sé verst
hjá okkur hérna norður frá
og í Ófeigsfirðinum. Strax og
kemur hér í næstu vík. í
Arnes, er þetta ekki eins
slæmt”, sagði Óskar.
Leiðrétting:
í frásögn af víðavangs-
hlaupi á Skagaströnd í Feyki
nýlega féllu niður nokkrar
línur. Réttur texti hljóðar
svo:
og hvetja þá til að greikka
sporið, sigur sé í nánd. Og
litlu
kropparnir taka á öllu sem
þeir eiga til, en ekki geta allir
unnið, þótt öllu sé tjaldað
dugir það samt ekki til þess
að allir geti orðið fyrstir. Þá
kemur til skjalanna hinn
sanni íþróttaandi. Allirsætta
sig við fengna niðurstöðu.
Ný tölvustýrð
stiUitæki!
BIFREIOAVERKSTÆOI K.S
SKAGFIRÐINGAR
NÆRSVEITAMENN
ÓDÝR SUMAR-
FATNAÐUR Á ALLA
FJÖLSKYLDUNA!
ALLTAF EITTHVAÐ
NÝTT í HVERRI VIKU!
*VentcL (Aelúömin!
VERSLUN
HARALDAR JÚLÍUSSONAR