Feykir


Feykir - 17.06.1992, Blaðsíða 1

Feykir - 17.06.1992, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Konurnar í hópnum prófa hér hákarlinn. Boðið uppá góðmeti í bjálkahúsinu í sumar Hugmyndin er að bjóða ferðahópum upp á sýnishorn af islenskum mat í gamla bjálkahúsinu á Hofsósi í sumar, hákarl með' ísköldu brennivíni, harðfisk og súrs- aðan mat ýmiskonar. Þetta kom fram í kynningu fyrir frétta- og ferðamálafólk í bjálkahúsinu sl. fóstudag, en Ferðamálafélag Skagafjarðar og Siglufjarðar bauð þessu fólki í heimsókn nú fyrir helgina. Þá er einnig, eins og fram hefur komið, hugmyndin að tengja bjálkahúsið Drangey. Komið verði upp safni muna þaðan og farnar ferðir út í eyna úr fjörunni við bjálka- húsið. Valgeir Þorvaldsson á Vatni og helsti forvígismaður endurreisnar kvosarinnar á Hofsósi gat þess einnig að gamla hótelið yrði væntan- lega opnað um næstu mánaðamót. Ungt fólk að sunnan mun veita hótelinu forstöðu í sumar. Ætlunin er að vera með kaffistofu á neðri hæðinni og bjóða þar bakkelsi á gamla móðinn: kleinur, jólakökur og fleira, ásamt ekta könnukaffi. Sagðist Valgeir vonast til að í kvosinni gæti skapast rammíslensk stemmning, sem fylgdi hinni rómuðu gestrinsi er gjarnan hefur verið kennd við sveitaheimili landsins. Góð aðsókn í Kánlrýbæ „Ef framhaldið verður eitt- hvað í líkingu við fyrsta daginn kvíði ég engu. Þá verður kátt í Kántrýbæ”, sagði Hallbjörn Hjartarson að loknuni sjómannadeginum, en þá opnaði hann Kántrýbæ að nýju eftir að staðurinn hafði verið lokaður í sex ár. Þegar blaðamaður Feykis var á ferðinni á Skagaströnd á sjómannadaginn, stóð Hallbjörn kófsveittur við að steikja hamborgara og franskar kartöflur. Hann afgreiddi hverja pöntunina á fætur annarri og veitti komumanni ekki eftirtekt í fyrstu, enda mikið að gera. „Þetta er búið að vera mjög strembið hjá mér undanfarið. Maður hefur gjörsamlega verið á haus í þessu, ekki sofið nema svona þrjá tíma á sólarhring. En þetta hafðist, og svo er bara vonandi að fólk taki þessi vel. Ég trúi því sjálfur að fólk Hallbjörn Hjartarson var mjög ánægður með viðtökurnar sem Kántrýbær fékk eftir að hafa verið lokaður í sex ár. vilji hafa Kántrýbæ hér á Skagaströnd”, sagði Hall- björn að endingu og hélt áfram að skella hamborgur- um á helluna. • Og á eftir að hafa smakkað einn með öllu, þá er ljóst að Kántrýborgar- arnir standa fyrir sínu og vel það. Óvenjulegur hreiðurstaður skógarþrastar Þegar bensínafgreiðslumaður á Abæ var að setja eldsneyti á tank Broncojeppa í bænum á dögunum, veitti hann eftirtekt dálítið óvenjulegu ofan á gormafestingu í framhjólshúsi jeppans. Hreiðurkarfa varþar vel jörfuð við gormafestinguna. Hún er það ofarlega í hjólhúsinu að spegil urfti til að sjá ofan í hreiðrið. Komu þá í Ijós sex stráheil skógarþrastaregg. Frosti Frostason, eigandi jeppans, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Gunnar Bragi afgreiðslumaður spurði hvort hann hefði Iítið notað jeppann nú í vor. Fosti samsinnti því, en kvaðst hafa verið að ditta að honum núna undanfarið með sölu í huga. ,,Ég var búinn að þvælast þónokkuð á jeppanum yfir hvítasunnuhelgina, en síðan þarna á þriðjudeginum upp- götvaðist hreiðrið, þannig að ég fór og lagði jeppanum heima”, sagði Frosti. Hann fór til vinnu sinnar í Steinullarverksmiðjunni á hjóli í síðusutu viku. Þegar svo Frosti gáði með spegli í hreiðrið í fyrradag voru komnir sex ungar. Frosti verður greinilega að bíða með að setja Bronkóinn á sölu þangað til ungarnir eru flognir úr hreiðrinu. Hreiðurkarfan er vel njörfuð niður í gormafestinguna. —KTengill lip— Aðalgötu 26 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASlMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN , jQKIbilaveflístgdi SÆMUNDARGOTU - SlMI 35141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.