Feykir


Feykir - 17.06.1992, Blaðsíða 3

Feykir - 17.06.1992, Blaðsíða 3
23/1992 FEYKIR3 Sjómannadagurinn er hátíðisdagur allra aldurshópa á Skagaströnd. Ekki síst barnanna sem hér eru á vappi milli Örvars og bryggju. IVIikið um dýrðir á Skagaströnd á Sjómannadaginn Mikið var um dýrðir á sjómannadaginn á Skaga- strönd eins og jafnan, en þetta er helsti hátíðardagur ársins á staðnum. Þátttakan var mjög almenn í hátíðarhöldunum, sem hófust með skemmtisigl- ingu frá togarabryggjunni um morguninn. Að henni lokinni var farið í skrúðgöngu til Hólaneskirkju, þar sem haldin var sjómannamessa. Hátíðarhöldin hófust eftir hádegið með karnivalgöngu frá Höfðaskóla niður á bryggju. Kappróðurinn var næst á dagskrá, en ætíð fylgir þeirri keppni nokkur eftir- vænting. Starfsmenn véla- verkstæðisins sáu sér t.d. færi á því núna að vinna bikarinn í fimmta skipti alls og hreppa hann til eignar. Það tókst þó ekki, og æfingar áhafnar Arnars, sem komu í land fyrir þremur dögum, skiluðu árangri. Hólanesstúlkur sigr uðu í kappróðri kvenfólksins og hjá unglingunum sigraði sveit Jóseps Stefánssonar. Þá var komið að ýmsum leikjum á togarabryggjunni, reiptogi, naglaboðhlaupi o.fl. ásamt ýmsum öðrum uppá- komum í höfninni. Avarp dagsins flutti að þessu sinni Unnur Kristjánsdóttir kennari á Skagaströnd og bæjarfull- trúi á Blönduósi. Unnur er fylgjandi samvinnu Blöndu- ósinga og Skagstrendinga í hafnarmálum, en væntan- lega hefur það samt ekki verið ástæðan fyrir því að hún var fengin til að tala yfir Skagstrendingum á sjómanna- daginn. Skagstrendingar heiðra ætíð eldri borgara bæjarins á sjómannadaginn. Ekkierþar Gigtarfélagið með málþing á Króknum einvörðungu um aldraða sjómenn að ræða, stundum er farið út fyrir þeirra raðir og þannig var í þetta sinn. Að þessu sinni voru heiðruð sæmdarhjónin Gunnar Ben- ónýsson og Bergljót Óskars- dóttir. Þau hafa búið á Skagaströnd í rúm 50 ár. Gunnar, sem er frá Siglufirði, var lengi fastur starfsmaður Síldarverksmiðja ríkisins, en var þar áður sjómaður. Bergljót er Skagstrendingur. Vann í síldinni áður fyrr, en síðan lengi í fiskvinnu. Kaffisala var í Höfðaskóla um miðjan daginn og þar var einnig málverkasýning Skag- strendingsins Sveinbjöms Blö- ndal. Hátíðahöld sjó- mannadagsins á Skagaströnd voru í umsjón Björgunar- sveitar Skagastrandar. Þeim lauk meðdansleik í Fellsborg um kvöldið. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar lék fyrir dansi. Söngsamkoma í Húnaveri 5. júlí n.k. Undanfarinn áratug hefur verið staðið fyrir samkomum, þar sem fólk safnast saman til að syngja saman ættjarðar- Ijóð, slagara, réttarsöngva og hvað annað sem upp hefur komið. Jói í Stapa og Heiðmar Jónsson kusu sig sjálfa í nefnd til að standa fyrir Sumarlokasamkomum árin 1982-‘85. í framhaldi af ári söngsins og fleiri tilvikum hefur Húnaver verið pantað til söngs og samveru sunnudag- inn 5. júlí nk. frá kl. 4-17. Söngglaðir og laglausir eru jafn velkoninir, en á staðnum verða fjölritaðirsöngtextarog sungin jafnt ættjarðarlög sem slagarar. I Reykjavík hefur verið komið saman einu sinni til tvisvar á vetri tilsöngs, oftast í Risinu, en líka á Þinghóli auk þess var borðað og sungið saman í Básnum í Ölfusinu ‘91 og þá var góð þátttaka úr Uppsveitunum. Sameiginlegt þessum sam- komum er að ekki hefur mikið verið haft fyrir skemmti- efni, þó oftast 2-4 atriði, söngtextar eru ævinlega fjölritaðir og mikið sungnir. Oftast er boðið upp á dans, þannig að einhver hefur með sér harmóniku, en venjulega er aðeins dansað í hálftíma til klukkutíma. Nú verður boðið til samkomu í Húnaveri sunnu- daginn 5. júlí nk. sem hefst kl. 14 og stendur væntanlega til kl. 17. Þar verða á boðstólum fjölritaðir textar, sem sungnir verða auk annars sem í huga kemur. Einhver skemmtiatriði verða s.s. kórsöngur og einsöngur, hellt verður upp á kaffi, en gestir eru beðnir að grípa með sér kleinur eða pönnu- kökur, sem settar verða saman á borð og síðan neytt sameiginlega og söngröddin hvíld á meðan. Þó þessi ofangreind stefna sé kannski fremur gerð til Húnvetninga en annarra, nær hún þó líka til allra, sem annað tveggja vilja taka þátt í söng, eða eyða lítilli stund með skrafbræðrum og rabb- systrum að nýlokinni Jóns- messu. Væntanlega verður minnst á þennan Húnavers- söng í Feyki, en viðtakendur bréfsins eru beðnir að þegja ekki yfir efni þess við söngglaða eða skraffúsa nábúa, en halda á lofti boðskapnum. Skrifað á Flúðum í júní 1992. Bestu óskir um gott sumar. Heiðmar Jónsson. Sveinn Margeirs. slú íslandsmetið Hlauparinn efnilegi, Sveinn Margeirsson UMSS, sló íslandsmetið í 1500 metra hlaupi aldursflokks 14 ára og yngri, á fyrri hluta Meistara- móts íslands sem fram fór í Mosfellsbæ um siðustu helgi. Sveinn hljóp á 4:18,6 mínútum og er það um sjö sekúntum betra en gamla Islandsmetið sem Finnbogi Gylfason FH átti. Um mikla bætingu var að ræða hjá Sveini. Hann átti best áður 4:31,7, sem var héraðsmet sett á æfingamóti í Dan- mörku á dögunum. í tilefni norræna gigtarársins 1992 boðar Gigtarfélag ís- lands til málþings um gigtar- sjúkdóma á Norðurlandi vestra laugardaginn 20. júní 992 í Dvalarheimili alraðra 1 hæð við Sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðárkróki. Sex stuttir fyrirlestrar verða fluttir á þinginu og á eftir verða pallborðsumneður. Fundarstjóri verður Ólafur Sveinsson læknir. Þingið er öllum opið sem áhuga hafa á gigtarsjúk- dómum. Aðgangur og veit- ingar eru ókeypis. Þingið verður sett klukkan 13,30. með ávarpi Ingibjargar Sveins- dóttur formanns Gigtarfélags- ins á Norðurlandi eystra. Þá flytur Jón Þorsteinsson læknir erindi um slitgigt, Ingvar Teitsson læknir talar um langvinna liðagigt, Frosti Jóhannsson erindreki norræna gigtarársins á Islandi fjallar um norræna gigtarárið 1992 og um þjáningar af gigt og viðhorf sjúklings. Eftir kaffihlé víkur Jón Þorsteinsson læknir að bein- þynningu, Ingvar Teitsson læknir fjallar um vefjagigt og því næst eru pallborðs- umræðurnar á dagsskrá. Gert er ráð fyrir því að þingslit verði um kiukkan 16,30. SKATTSKRAR NORÐURLANDS- UMDÆMIS VESTRA 1991. AUGLÝSING UM FRAMLAGNINGU: Samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 veröa skattskrár í Noröurlandsumdæmi vestra ásamt launaskattskrám fyrir gjaldárið 1991 lagðar fram til sýnis dagana 15. júní til og með 28. júní n.k. Skattskrárnar liggja frammi á Skattstofunni Siglufirði og hjá umboðsmönnum skattstjóra í öðrum sveitarfélögum. Athygli er vakin á að enginn kæruréttur myndast við framlagningu skattskránna. SIGLUFIRÐI 9. JÚNÍ1992. SKATTSTJÓRINN í NORÐURLANDSUMDÆMI VESTRA, BOGI SIGURBJÖRNSSON.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.