Feykir


Feykir - 17.06.1992, Blaðsíða 2

Feykir - 17.06.1992, Blaðsíða 2
2FEYKIR 23/1992 Óháö Iréttabtaö á Noröuriandi veslra Kemur 'út á miðvikudögum vikulega. Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aðal- gata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95.-35757 og 95-36703. Fax: ' 95-36162. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A.-Hún., Eggert Antonsson V.Hún. Auglýsingastjóri: Hólmfríður Guðmundsdóttir. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftar- verð 110 krónur hvert tölublað. Lausasöluverð: 120 krónur. Umbrot: Feykir. Setning og prentun: Sást sf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. kaupir Dalsá Sauðárkróksbær hefur keypt evðijörðina Dalsá skammt ofan Heiðar í Gönguskörðum. Jarðarkaupin eru af flestum bæjarfulltrúum talin koma bæjarfélaginu til góða vegna útivistar, hrossabcitar, og hugsanlega vatnsréttinda í franitíðinni. Ekki hefur ríkt einhugur um þessi kaup innan bæjar- stjórnar. Reyndar var búið að ganga frá sölu við eiganda jarðarinnar, Siguið B. Magniis- sonar, fyrir ári og einnig kaupum bæjarins á túnskika Sigurðar á Nöfum. Átti kaupverðið þá að vera 1800 þúsund. Síðan gerðist það að Sigurður rifti sölu Dalsár, en salan á túnunum gekk eftir. Söluverð Dalsár nú er 1650 þúsund. Viggó Jónsson bæjarfulltrúi framsóknar sem var andvígur kaupunum fyrir ári, sat hjá viðafgreiðslu bæjarstjórnar nú. Anna Kristín Gunnarsdóttir Alþýðu- bandalagi lét hinsvega bóka að hún væri andvíg kaupunum. Þau Viggó og Anna telja bæinn ekki á þessu stigi hafa þörf fyrir Dalsárlandið, og þessum peningum væri betur varið í annað. Suðurleið Þann 1. júní sl. byrjaði Suðurleið sf. á Sleitustöðum sínar árlegu áætlunarferðir milli Siglufjarðar og Reykja- víkur. Þetta verður fimmta sumarið sem Suðurleið er með áætlunarferðir á þessari leið. Eins og áður verður farið til Reykjavikur á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum og ekið norður daginn eftir. Suðurleið sf. er rekin af Jóni Sigurðssyni og íjölskyldu á Sleitustöðum í Hólahreppi. Jón sagði í samtali við fréttamann að nú væri tekinn í notkun nýr og glæsilegur bíll af gerðinni Mercedes Bens sem tekur 20 farþega. Bifreiðin var keypt sl. haust sem sendiferðabíll en í vetur hefur fjölskyldan unnið við að byggja yfir og innrétta bílinn með það fyrir augum Fíi með lægsta tilboð í slökkvistöðina Nýlega voru opnuð tilboð í rúmlega 100 fermetra við- byggingu við Slökkvistöðina á Sauðárkróki, sem steypt verður upp seinna í sumar. Lægsta tilboð í verkið kom frá Friðriki Jónssyni sf. 4,767 milljónir. Kostnaðaráætlun er 5,269 milljónir. Þrjú önnur tilboð bárust. Guðlaugur Einarsson kom næstur með 5,122 millj., þá Trésmiðjan Borg 5,328 og hæsta tilboðið var frá Trésmiðjunni Ýr, 5,880 mill- jónir. Stækkun slökkvistöðvar- innar var orðin brýn þar sem mjög þröngt hefur verið á bílakosti slökkviliðsins undan- farin ár. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Dúða- húsinu síðustu misseri. Er aðstaða slökkviliðsins á efri hæð hússins orðin mjög glæsileg. FASTEIGN TIL SÖLU Tilboð óskast í húseignina Raftahlíö 75 sem er þriggja herbergja raðhús ásamt bílskúr. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboöi sem er eöa hafna öllum. Upplýsingar í síma 36686 eftir kl. 15 á daginn. Tfdridansaffúóbunnn 9-fvedur Þá er komið ctð því sem allir hafa beðið eftir. Jónsmessudansleikur ífelagsheimilinu Skajyaseli laugardafann 20. 6. kl. 23. Hljómsveitin Miðaldamenn sjá umfjörið. Nú mœta allir í stuði á Skajjann! Sœtaferðjrá Bláfelli kl. 22.30; kr. 800 GÓÐA SKEMMTUN• STJÓRNIN hefur sumaráætlun Jón Sigurðsson við stýri hins nýja bíls Suðurleiðar. að harin yrði í ferðum á leiðinni Siglufjörður- Reykja- vík. Aðspurður sagðist Jón þokkalega ánægður með þær viðtökur sem áætlunarferðir Suðurleiðar hefðu fengið, það hefði verið aukning á farþegafjölda ár frá ári og því ljóst að sífellt fleiri nýttu sér þennan ferðamöguleika. ÖÞ. Vöruhús Hvammstanga flytur í nýtt húsnæði Föstudaginn 12. júní sl. flutti Vöruhús Hvammstanga hf verslun sína í annað húsnæði, en eins og mörgum er kunnugt hefur Kaupfélag Vestur-Hún- vetninga á Hvammstanga fest kaup á húsnæði því sem verslunin hefur verið í að Höfðabraut 6. Undirbúningurinn fyrir flutninginn hefur staðið yfir sl. tvo mánuði. Flutt var að Brekkugötu 2 í húsnæði það sem Verslun Sigurðar Pálmasonar var til húsa áður en hún flutti að Höfðabraut 6. Að sögn aðstand- enda Vöruhússins vonast þeir til að rekstrarkostnaður muni lækka nokkuð við að flytja í minna húsnæði og telja þeir að viðskipti við verslurtina muni ekki dragast saman í hlutfalli við minnkun húsnæðis. Þá hafi margir látið í ljós ánægju sína með að verslun skuli aftur vera komin á þennan gamla og rótgróna verslunarstað á Hvammstanga, en í þessu húsnæði hefur verið rekin verslun allt frá árinu 1926 til ársins 1986, svo að segja má að það tilheyri húsinu að þar sé rekin verslun. EA. Amælishátíð USAH um næstu helgi Ungmennasamband Austur- Húnvetninga er 80 ára á þessu ári. Af því tilefni verður afmælishátíð haldin í Félags- heimilinu á Blönduósi nk. sunnudagskvöld að loknu héraðsmóti USAH í frjálsum íþróttum. Þar verða kaffi- veitingar, afhending verð- launa fyrir árangur á héraðs- mótum og Pálmi Gíslason form. UMFÍ fiytur ávarp. Á héraðsmóti USAH keppir Guðbjörg Gylfadóttir íslands- meistari í kúluvarpi kvenna, en hún er félagi í Umf. Fram Sólgarðaskóli: Þeim sem panta gistingu eða afnot af Sólgaröaskóla í Fljótum í sumar er bent á að hafa samband viö Örn í síma 96-71060 á Skagaströnd. Einnig mun Pétur Guðmundsson íslands- meistari karla í kúluvarpi keppa sem gestur á mótinu. Héraðsmótið hefst laugar- daginn 20. júní. MÓ. Jákvæður púnktur í tilverunni.... Feykir!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.