Feykir


Feykir - 17.06.1992, Blaðsíða 8

Feykir - 17.06.1992, Blaðsíða 8
17. júní 1992, 23. tölublað 12. árgangur STERKUR AUGLÝSINGAMIÐILL! Margrét Ingvarsdóttir vinnur að handverki í baðstofu Glaumbæjar. Glaumbæjarsafn 40 ára Sl. sunnudag var þess minnst í Glaumbæjarstofu að 40 áreru liðin frá því sýning var fyrst opnuð í gamla bænum í Glaumbæ. Fjölmenni úr héraðinu heimsótti Glaumbæ á sunnu- daginn, liðlega 200 manns. Eittbvað var um að fólk færi að tilmælum safnvarðar. Sigríðar Sigurðardóttur, og kæmi ríðandi til kirkju að gömlum syð. Afmælishátíðin hófst með messu í Glaumbæjarkirkju kl. 14. Því næst bauð stjórn safnsins gestum til kaffi- veitinga í Glaumbæjarstofu. Inni í gömlu baðstofunni voru nokkrar konur við iðju sína og félagar úr Harmó- nikkufélagi Skagaíjarðar komu í heimsókn, þöndu nikkumar og fylltu bæinn af tónlist. Jón Sigurðsson bóndi og alþingismaður á Reynistað var helsti hvatamaður að stofnun Glaumbæjarsafns. Vann hann að því ljóst og leynt frá árinu 1936 að bærinn í Glaumbæ yrði friðlýstur. Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 -16.00 ■ AfAPA M Landsbanki Sími35353 i Wk Islands Banki allra landsmanna Vorfundur á Skaganum Umtalsvert tap á Miklalaxi Um 50 milljóna króna halli varð á rekstri laxeldisstöðvar- innar Miklalax í Fljótum á síðasta ári. Er aðalástæða hans talin bár fjármagns- kostnaður samfara erfiðri skuldastöðu, ásamt því að markaðsverð á laxi erog hefur verið lágt. Miklalaxmenn eru samt bjartsýnir á að rekstur stöðvarinnar eigi eftir að batna á næstu misserum. Aðstæður til eldis hafa stórbatnað með bættum varmabúskap, eftir að heitt' vatn var lagt frá borholu á Lambanesreykjum í mat- fiskeldið við Hraunakrók. Þá hefur varnraskiptum verið kornið fyrir við kerin og nýtist heita vatnið enn betur við það. Vaxtarhraði fisksins hefur aukist um allt að 65% og framleiðslukostnaður minnk- að stórum. Markaðsverð fyrir Iax í dag er innan við 200 krónur á hvert kíló og er það enn talsvert undir fram- leiðslukostnaði. Vorfundur héraðsnefndar Skaga- fjarðar verður haldinn á föstudaginn kemur, 19. júní. Héraðsnefnd fundar að þessu sinni í Skagaseli, en nefndin hefur bryddað upp á þessari nýbreytni undanfarið að funda út um héraðið. Aður voru fundir héraðsnefndar, og þar áður sýslunefndar, ætíð haldnir á Sauðárkróki. Tveir síðustu fundir nefndar- innar voru í Miðgarði í Varmahlíð og Argarði í Lýtingsstaðahreppi. „Okkur finnst það ofur eðlilegt að fundirnir séu Þau voru hcppin hjónin á Sauðárkróki sem hrepptu nú um helgina 1. vinning Lottós- ins, sem var þrefaldur að þessu sinni, alls 12,757 milljónir. Þetta var þriðji hæsti vinningur, sem dreginn hefur verið út síðan Lottóið hóf göngu sína. Það er skemmtileg tilviljun að þrír stærstu vinningarnir í Lottóinu hafa allir komið hingað í kjördæmið, og þar af haldnir sem víðast um héraðið, og héraðsnefndar- menn heimsæki þannig sveit- ir hvors annars. Það er t.d. kominn tími til að þeir héraðsnefndarmenn sem ekki hafa komið á Skagann, fái að sjá hvernig hann lítur út”, sagði Magnús Sigurjónsson framkvæmdastjóri héraðs- nefndar. Ekki er reiknað með að nefndin fari í „sætsýn” um Skagann, þar sem gert er ráð fyrir að ekki veiti af tímanunr til fundar. Héraðsnefndar- fundir taka oft æðilangan tíma. tveir þeirra á Krókinn. Sá hæsti rúmlega 15 milljónir fór til einstæðrar móður á Siglufirði sl. vetur, en veturinn á undan komu 13,6 milljónir í hlut hjóna á Sauðárkróki. Sauðkrækingar og Skag- firðingar hafa verið mjög sigursælir í Lottóinu gegnum tíðina. Ekki alls fyrir löngu kom t.d. rúmlega sex milljónavinningur í Blönduhlíð. Einn brefaldur á Krókinn Peningamenn sækjast ekki eftir kvótalausum jörðum: Sama jörðin seld þrisvar á árinu Ekki virðist heiglum hent að selja kvótalitlar jarðir í dag, eða kannski öllu hcldur fá ábyrgan kaupenda að slíkum eignum. Það heyrir sjálfsagt til einsdæma að jörð í Skagafirði hefur verið seld þrisvar sinnum á síðustu 12 mánuðum. Tvisvar hafa kaup- in gengið til baka, jarðar- eigandanum hefur fylgt sú dæmalausa óheppni að í bæði skiptin hafa aðilar átt í hlut sem ekki reyndust borgunar- menn þegar til átti að taka. Um er að ræða jörðina Skálá í Sléttuhlíð, ágætisjörð en með nánast engan kvóta. Hana keypti fyrir rúmu ári ævintýramaður mikill, einn svokallaðra „Thailandsfar- anna þriggja”. Voru viðskipti þessi, sem enduðu með ósköpum, rakin í fréttagrein í Feyki á síðasta hausti. Fyrir nokkrum mánuðum tókst síðan að selja jörðina aftur. Sá kaupandi stóð ekki betur við sínar skuldbindingar en sá fyrri, og var borin af jörðinni í síðustu viku. Var sjálfur reyndar ekki við- 'staddur þegar gjörðin fór fram. En nú hefur Skálá verið seld í þriðja sinn. Ætla mætti að salan gengi betur eftir nú en í tvö fyrri skipti. feykjur Tóm hilla Sjómannadagurinn skipar háan sess í hugum Skag- strendinga og er eins konar þjóðhátíðardagur staðarbúa. Eftirvæntingin er ekki síst í kringum kappróðurinn. Að þessu sinni eygðu starfsmenn vélaverkstæðisins þá von að eignast bikarinn sem keppt er um til eignar. Þeir höíðu unnið hann fjórum sinnum samtals og vantaði því aðeins einn sigur upp á. Haft var á orði að þeir á verkstæðinu væru sannfærðir um að þeir myndu sigra í þetta sinn. Gárungarnir á Ströndinni héldu því fram að Karl Berndsen foringi þeirra verk- stæðismanna væri búinn að smíða hillu úr rústfríu stáli, sem ætluð væri bikarnunt. Öll innréttingin í stofunni væri miðuð út frá bikarnum. Þegar síðan ljóst var að vélaverkstæðismenn yrðu af sigrinum þetta árið, heyrðist einhver se&ja: „Jæja þá verður Kalli að breyta öllu í stofunni hjá sér”. Símanum mótmælt Á ferðalögum rifja góðir leiðsögumenn oft upp sögur eða viðburði sem tengjast þeim stöðum sem fyrir augu ber. Á ferð um Skagafjörð fyrir helgina var Haukur Hafstað frá Vík leiðsögu- maður. Haukur rifjaði upp skemmtilega sögu sem tengist hvamminum ofan við Víði- mýrarkirkju. Það mun hafa verið í byrjun aldarinnar þegar áform voru uppi um lagningu síma til Islands. Skagfirðingar sem fleiri voru margir hverjir mótfallnir símanum. Efnt var til undirskriftasöfnunar um héraðið á móti síma- lagningunni. Sendimaður sá sem trúað var fyrir þessum dýrmætu skjölum, áði við Víðimýri á leið sinni suður á þingið. Þetta kvöld á Víðimýri hitti sendimaður vin sinn sem var að koma að sunnan. Gengu þeir saman upp í hvamminn og áttu þar skemmtilega nótt. Um morgun- inn þegar sendimaður vakn- aði að nýju og ætlaði að halda áfram för sinni suður á hinn dýrmæta farm. Félag- arnir höfðu ekki gætt að agarnir höfðu ekki gætt að gleðinnar dyrum um nóttina og allar undirskriftir Skag- firðinga móti símanum glat- ast þarna í hvamminum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.