Feykir


Feykir - 17.06.1992, Page 4

Feykir - 17.06.1992, Page 4
4FEYKIR 23/1992 Hestasport stefnir ferðalöngum „til móts við íslenska hestinn" Ferðaþjónustuaðilinn Hesta- sport í Skagafirði hefur bryddað upp á nýjung í þeirri viðleitni sinni að vekja athygli á íslenska hestinuni, egar erlenda ferðahópa ber að garði. Þeir hjá Hestasporti hafa tekið hina glæsilegu aðstöðu á Vindheimameluin á leigu, og munu í sumar gangast fyrir sýningum á Melunum. Dagskráin sem kallast „Til fundar við íslenska hestinn”, saman stendur af öllu því helsta sem forvitnir ferðalangar kynnu að vilja vita um íslenska hestinn í nútíð og fortíð. Það er fríður flokkur hesta og knapa sem vinnur á þcnnan hátt að markaðssetningu íslenska hestsins á Vind- heimamelum í sumar. Eins og allir hestamenn vita er söngurinn nátengdur hestamennskunni. Þegar dym- ar opnast á veitingaskálan- um hefur söngkvartett hesta- manna söng undir stjórn hesta- og tónlistarkonunnar Sólveigar Einarsdóttur, og salurinn ómar af léttleika söngsins. Eftir tvö stutt lög bjóða Magnús Sigmundsson, annar forsvarsmanna Hesta- sports og Ingimar Ingimars- son, gesti velkomna. Skýra þeir í fáum orðum sérstöðu íslenska hestsins, og fá þátttakendur að auki afhent- an lítinn bækling með öllum helstu upplýsingum. Þessi bæklingur er prentaður á sjö tungumálum. Vakin sérstök athygli á mýktinni Eftir skamma viðdvöl í Gæðingarnir teknir til kostanna. SKAGFIRDINGAR NÆRSVEITAMENN ÓDÝR SUMAR- FATNAÐUR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA! ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT í HVERRI VIKUI *Ventcl veCéatuítt! VERSLUN HARALDAR JÚLÍUSSONAR Þetta er sýningarflokkurinn sem vinnur að markaðssetningu íslenska hestsins á Vindheima- melum í sumar. Söngurinn er nátengdur hestamennskunni. skálanum er haldið út á völl. Þar ber fyrir augu gesta hnitmiðuð sýning á hæfni íslenska hestsins. Fimm glæsilegir hestar líða þar eftir brautum með hinn lands- þekkta háfeta og glæsihest Hrímni frá Varmalæk fremstan í ílokki. Sýndar eru allar fimm gangtegundirnar og að auki vakin sérstök athygli á mýkt hestsins með því að tveir knapar ríða hring á vellinum með bjórglas í hendi. Er þetta þekkt aðferð til að sýna mýkt íslenska hestsins. Við lok sýningar á vellinum, sem tekur um 20 mínútur, er gestum gjarnan boðið að skreppa á bak. Þar á eftir er síðan haldið ískálann að nýju og gefst gestum kostur á að skoða þar myndir af íslenska hestinum á myndböndum og geta jafnhliða notið léttra veitinga. Fólk hrífst sem aldrei hefur komið nálægt hestum Þeir Magnús Sigmundsson frá Vindheimum og Björn Sveinsson á Varmalæk, sem standa að rekstri Hestasports, fengu hinn þekkta hesta- mann Ingimar Ingimarsson til liðs við sig í vor varðandi sýningarnar á Vindheima- melum. í sumar geta skipu- lagðir ferðahópar komist á þessar sýningar með því að panta með minnst tveggja daga fyrirvara. Þegar er búið að bóka talsvert og lítur vel út t.d. með miðvikudaga og laugardaga í sumar. Þegar fjölmiðlafólk var á ferð á Vindheimamelum sl. fimmtudag höfðu tveir ferða- hópar komið í heimsókn, þá um morguninn og daginn áður. Ingimarsagði viðbrögð fólks hafa verið mjög góð og sér virtist sem þessi nýjung lofaði góðu. ,,Við höfum rekið okkur svo margoft á það hvað íslenski hesturinn er forvitnilegur fyrir ferða- langa, ekkert síður þá sem hafa aldrei komið nálægt hestum áður, eins og er nú yfirleitt í þessum ferða- hópum. Þeir kannast t.d. við það sem hafa staðið í hrossarekstrum að ferðafólk stoppar gjarnan og gefur sér góðan tíma til að skoða hestana”, sagði Ingimar. Óplægður akur Rúnar Gíslason fólksflutn- ingabílstjóri tók undir orð Ingimars. Rúnar þekkir vel til þess fólks sem heimsækir landið, eftir að hafa verið rútubílstjóri í vel 25 ár. „Maður hefur oft rekið. sig á það að ferðaáætlanir raskast ef fólk kemst í kynni við íslenska hestinn. Þó ég sé ekki hestamaður, þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að hesturinn sé sú mesta perla sem við eigum í sambandi við ferðamenn. Náttúruperlumar okkar standa honum ekki einu sinni snúning. Þarna er enn mikill akur óplægður”, sagði Rúnar. Kunnir hestamenn sem sáu sýninguna ,,Til móts við íslenska hestinn” á Vind- heimamelum, voru sammála um að hér væri um mjög skemmilega og hnitmiðaða sýningu að ræða, sýnt væri margt á stuttum tíma. Að lokum má geta þess að sýningin er hrein viðbót við starfsemi Hestasports. Fyrir- tækið mun reka áfram hestaleigu við tjaldstæðin í Varmahlíð og á Steinsstöðum, einnig bjóða upp á lengri og styttri ferðir á hestum, t.d. austur í Mývatnssveit og suður yfir Kjöl. Bl FREIÐAEIGENDUR: Látið vélarstilla bifreiðina fyrir sumarið! Ný tölvustýrð stillitæki! BIFREIÐAVERKSTÆÐI K.S.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.