Feykir


Feykir - 17.06.1992, Page 5

Feykir - 17.06.1992, Page 5
23/1992 FEYKIR5 „Fannst ómögulegt að hafa ekki eitthvað að gera" Segir Helga Steindórsdóttir á Fitjum sem 72 ára skellti sér út í ferðaþjónustu Helga fyrir dyrum aðstöðuhússins ásamt Maríu Guðmunds- dóttur hjá Upplýsingaskrifstofu ferðamála. „Maður verður eitthvað að gera. Ég hafði ekki orðið heilsu til búskapar. Húsnæðið var til staðar og það lá eiginlega beinast við að fara í þetta”, segir Helga Steindórs- dóttir húsfreyja á Fitjum í Lýtingsstaðahreppi. Helga vílað ikki fyrir sér að fara ein síns liðs út í ferðþjónustu fyrir tveim árum, og það þrátt fyrir að vera orðin 72ja ára gömul. Landgræðslan heiðrar Otto Ottó Michelsen staddur í Aðalgötunni á Króknum. Ottó A. Michelsen var einn þriggja aðila, sem hlaut sl. laugardag svokölluð land- græðsluverðlaun, sem Land- græðsla ríkisins stendur fyrir og afhent voru nú í fyrsta skipti. Ottó hefur lagt mikla rækt við gróðursetningu og fegrun í sínum gamla heimabæ, Sauðárkróki, og m.a. gefið bænum álitlegan fjölda trjá- plantna síðustu fjögur árin. „Mér finnst hafa orðið stakkaskipti á bænum nú á seinni árum, sérstaklega finnst mér ég hafa orðið var við miklar breytingar síðustu tvö árin, t.d. hvað varðar Skógarhlíðina og Sauðár- hlíðina þar sem skrúðgarðin- um er ætlaður staður í framtíðinni. Sauðárkrókur er fallegur bær og mér líst vel á þau áform sem ég hef fregnað af um fegrun bæjarins á næstu 10 árum”, sagði Ottó í samtali við Feyki. Nafirnar eru Ottó hjart- fólgnar. Fyrir nokkrum árum rakst blaðamaður Feykis á Hrólf frá Kolgröf vera. að vökva allnokkurt svæði í Nöfunum ofan Slotsins í Skógargötunni, heimili Ottós á Króknum. Ottó hafði fengið Hrólf til þess. Þá hefurhann ákveðnar hugmyndir um hvernig gera megi Grjótklaufina, þetta sár í enda Nafanna að sunnan- verðu, að aðlaðandi svæði án mikils tilkostnaðar. En það er ekki aðeins á Króknum sem Ottó sinnir gróðursetningu. „Ef ég rekst á svæði sem þarfnast um- hyggju og ég sé að ég ræð við, þá kaupi ég fræ og áburð”, sagði Ottó. Viðurkenningin sem hann hlaut frá Land- græðslunni var fallega út- skorinn platti úr íslenkum viði. Einnig fengu viður- kenningu fyrir mikið starf í skógræktar- og gróðurmál- um, Björn Benediktsson í Sandfellshaga í Axarfirði og Skógræktarfélag Hafnar- fjarðar. Kennarar nema á Húnavöllum Á fjórða tug kennara, aðal- lega af Norðurlandi vestra, voru á nokkurra daga nám- skeiði á Húnavöllum í síðustu viku. Þar voru rannsökuð tengsl milli námsgreina og á hvern hátt mætti byggja kennslu í einni grein á annarri. Bóknámskennurum gafst kostur á að kynnast verknámsgreinum og ýmsum efnum, sem unnt er að vinna með, og verknáms- kennarar kynntust aðferðum bóknámskennara. A námskeiðinu var ýtar- lega farið yfir á hvern hátt verk- og listgreinar geta komið að miklum og góðum notum við kennslu í öðrum námsgreinum. Þátttakendur unnu í hópum að margs- konar verkefnum og þeir sem blaðamaður hitti voru mjög ánægðir með starfið þessa viku. Þetta var fyrsta námskeið sinnar tegundar, sem kennaraháskólinn stendur fyrir og var námskeiðið haldið í samvinnu við kennarasambandið á Noiður- landi vestra og Fræðsluskrif- stofuna á Blönduósi. Manfred Lemke kennari á Blönduósi sagði að mikill árangur hefði orðið af þessu starfi. Sérstaklega þótti honum ánægjulegt að sjá þegar kennarar úr einstökum skól- um tóku sig saman og unnu í hóp gagnleg verkefni, sem nota mætti við kennslu næsta vetur. T.d. unnu nokkrir kennarar úrSkagafirði mynd af Drangey og efni henni tengt. Þar var komið inn á landafræðina, söguna, kristni- fræðina, íþróttir, myndlistog matreiðslu, enda tengjast þessi efni öll Drangey á einn eða annan hátt. Annarhópur fjallaði um sögur og sagnir tengdar tröllum og þannig mætti lengi telja. Umsjón með námskeiði höfðu Júlíus Sigurbjörnsson frá kennaraháskólanum, Mar- inó Bjömsson myndmennta- kennari Laugarbakka og Manfred Lemke Blönduósi. M.Ó. Helga missti mann sinn, Sigurð Einarsson, fyrir mörgum árum og þónokkuð cr síðan börnin fóru að heiman. í 25 ár hafði hún börn í sumardvöl, og yfirleitt voru einhver þessara barna hjá henni á vetrum líka, stund- um allt að fjögur. Flest voru þau 24 yfir sumarið. „Seinustu árin var ég búin að fækka talsvert við mig, en barnabörnin komu nokkur til mín líka. Svo þegar ég hætti með barnaheimilið þá fannst mér ómögulegt að hafa ekki eitthvað að gera”, segir Helga. Gistirýmið á Fitjum er í 12 uppbúnum rúmum í íbúðarhúsinu, og þá má einnig bæta við nokkrum dýnum í svefnpokapláss. Hægt er að fá morgunmat og Helga segist einnig útvega hádegis- og kvöldmat effólk panti með fyrirvara. Fyrir sunnan íbúðarhúsið á Fitjum er snyrtilegt tjaldstæði og aðstaða öll til fyrirmyndar. Meira að segja aðstöðuhús sem Helga lét byggja. Þar eru vatnssalerni og sturtur í upphituðu plássi, aðstaða sem jafnvel er betri en á helstu og fjölsóttustu tjaldstæðum landsins. „Það hefur verið dálítið um að ferðamenn og fjöl- skyldur gisti hérna eða notfæri sér tjaldstæðið. Annars hef ég voðalega lítið auglýst. Það varð talsverð aukning hjá mér síðasta sumar og ég er bara nokkuð bjartsýn á „trafíkina” í sumar”. En er þetta ekki fullmikið fyrir þig, ef að koma nú 12 manns eða meira í einu? „Maður hefur þá alltaf ráð á að fá einhverja aðstoð”, sagði Helga að endingu. BEIIM LIIMA BAIMKA OG BPARISJÓOA UM LAIMD ALLT BEIN LÍNA ALLAN SÓLAHRINGINN AUÐVELDAR ÞÉR AÐ HAFA STÖÐU ÞÍNA ÁHREINU Öruggt - einfalt ■ þægilegt Þú getur hringt í Þjónustusímann hvaðan sem er af landinu, jafiit á nóttu sem degi. Þeir sem eru á svæði (91) hringja áfram í gamla númerið 624444, þeir sem eru utan svæðis (91) hringja í græna númerið 996444 og telst það_ sem innanbæjar símtal. Settu þig strax í samband M. [ r BUNAÐARBANKI y VA/ ÍSLANDS Útibúið á Sauðárkróki Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.