Feykir


Feykir - 16.09.1992, Side 1

Feykir - 16.09.1992, Side 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Starfsfólki sláturhúss KS fækkað um rúmlega 20 manns Sláturdilkum fækkar víöa um 5% Vel fer um hestana í gámnum, sem er ekkert annað en færanlegt hesthús. Hrossaútt lutningur frá Sauðárkróki: í færanlegu hest- húsi til Noregs Við skil sláturloforða nú í haust, gera bændur ekki ráð fyrir þeim 20% flata niður- skurði sem stjórnvöld hafa boðað. Slátrun er hafin í öllum húsum á svæðinu, hefur verið að byrja síðustu daga. Eftir sláturloforðum að dæma virðist sláturdilkum fækka í haust um 5% víðast. Auðvelt hefur reynst að fá fólk til starfa á sláturhúsunum, og víðst hvar hafa færri komist að en vilja, t.d. mun færri hjá KVH á Hvammstanga að sögn Guðmundar Gíslasonar sláturhússtjóra. I sláturhúsi KS á Sauðár- króki hefur starfsfólki verið „Það er sjáanlegt að enn eru til menn sem geta tekið til hendinni. Það er ekki nema rétt vika síðan farið var að heinsa til í rústunum. Þá var ekkert eftir nema berstrípaðir veggirnir, en kýrnar voru mjólkaðar í fjósinu í gærkveldi og voru á sínum básum i nótt”, sagði Sigurður Þorsteinsson bóndi á Skúfsstöðum í samtali við Feyki í gærmorgun. Aðeins tók tæpa viku að koma þaki á 30 gripa fjósið sem brann til kaldra kola í síðustu viku. Sigurður var fullur þakk- lætis til byggingarflokksins og sveitunga sinna sem veitt hafa lið eftir að óhappið átti fækkað verulega, eða um rúmlega 20 manns, þannig að einungis 70 manns starfa að slátrun á þessu hausti. Að sögn Árna Egilssonar slátur- hússtjóra er þessi fækkun starfsfólks möguleg með því að minnka dagsslátrun, og einnig hefur gærusöltun verið hætt. Gærurnar eru nú fluttar beint í sútunarverk- smiðju þar sem þær eru saltaðar. Slátrað verður 26.500 dilkum hjá KS í haust, 1500 færri en í fyrra. Áætlað er að dilkaslátrun ljúki 16. októ- ber. Hjá KVH á Hvammstanga hófst slátrun í gær. Slátur- sér stað. „Það eru þeir Knútur Aadnegaard og Gýgjar- hólsbræður, Magnús og Sigurður sem hafa stjórnað framkvæmdum. Eftir er að einangra og smiða milligerðir, og síðan er meiningin að fara í hlöðuna af sama hraða, strax og hún verður laus af teikniborðinu. Það þýðir ekkert annað en vera bjart- sýnn og búast við þokkalegu tíðarfari nú í haust. Þú mátt gjarnan koma á framfæri kæru þakklæti frá okkur hjónunum og kúnum”, sagði Sigurður á Skúfsstöðum, sem sér nú fram á bjartari daga. loforð nema tæpum 34.000, sem er tæplega 2000 dilkum minna en í fyrra. Þar er einnig gert ráð fyrir að dilkaslátrun ljúki 16. október. Hjá KH á Blönduósi hófst slátrun líka í gær. Slátur- loforð námu tæpu 31.000, sem er um 5% fækkun frá síðasta ári. Dilkaslátrun á Blönduósi mun líklega standa rétt fram yfir 20. október, að sögn Ragnars Inga Tómas- sonar hjá KH. Á svipuðum tíma mun einnig ljúka slátrun hjá Slátursamlagi Skagfirðinga. Þar nema sláturfjárloforð 14 þúsundum, sem er svipað og í fyrra. „Þetta er samt blendin gleði, því fækkun hjá bænd- um er fyrirsjáanleg. Þannig að það verður minna sem kemur til slátrunar næsta haust”, sagði Gísli Halldórs- son sláturhússtjóri. Slátrun hófst hjá slátursamlaginu fyrir rúmri viku. í fyrrakvöld fóru í skip á Sauðárkróki 17hrosssemseld hafa verið til Noregs. Hrossin voru flutt í sérútbúnum gámi til hrossaflutninga. Þetta var þriðja ferð þessa færanlega hesthúss á þessu sumri, og sú fyrsta frá Sauðárkóki. Mein- ingin er að einn farmur í viðbót að minnsta kosti fari frá Króknum á þessu hausti. Hrossin 17 voru frá fjórum bæjum í Viðvíkursveit: Vatns- leysu , Ásgeirsbrekku, Hof- stöðum og Hofstaðaseli og frá Úlfsstöðum í Blönduhlíð. I tveim fyrri ferðunum voru eingöngu hross frá Vatns- leysu, 30 talsins. Að sögn Jóns Friðrikssonar á Vatns- leysu sögðu kaupendur hross- anna ytra að þeir hefðu aldrei séð jafn vel búið um hross í flutningi og í þessu færanlega hesthúsi, sem er það fyrsta með þessari útfærslu, smíðað í samvinnu þeirra Vatnsleysu- og Hofstaðaselsmanna. Hrossunum varskipað um borð í Arnarfell. í Reykjavík tók Dísarfell við farminum og flutti hann til Moss í Noregi. Jón á Vatnsleysu sagði að sérsmíðaði gámur- inn auðveldaði útflutninginn, menn gætu nú fiutt út hross hvar sem er og hvenær sem er, auk þess sem ódýrara væri að koma hrossunum í skip hér heima en í Reykjavík. Tvö skip yfirgefa flotann Tvö skip úr flota Sauðkræk- inga sigldu úr höfninni í síðasta sinn á nýliðnum dögum. Röstin skip rækju- vinnslunnar Dögunar sigldi burt á þriðjudeginum fyrir viku og Skagfirðingur hélt úr höfn á sunnudag áleiðis til Noregs. Það var Grandi í Reykja- vík sem keypti Röstina ogfer skipið líklega í úreldingu. Það var hinsvegar norsk skipasmíðastöð sem fékk Skagfirðing í skiptum fyrir skipið sem verið er að smíða í stað Vigra. Að sögn Einars Svanssonar framkvæmda- stjóra Fiskiðjunnar verður Skagfirðingur í notkun áfram, ef ekki sem fiskiskip, þá sem sjúkra- og björgunarskip fyrir norsku borpallana. Lög sem sett voru eftir borpalls- slysið fyrir nokkrum árum, kveða á um að eitt sjúkraskip skuli staðsett við hvern pall. Lest Skagfirðings yrði þá hólfuð niður fyrirsjúkrarúm. Skúfsstaðir í Hjaltadal: Fjósið reist upp úr brunarústum á viku HCTch?íii uft— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SlMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 SítfMbílaverkstæói 1999 ÆXXSlM. sími: 95-35141 Sæmundargata 1 b 550 Sauðórkrókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.