Feykir - 16.09.1992, Side 3
31/1992 FEYKIR3
Ytri-Brekkur í Blönduhlíð:
Deilt um skiptingu
kvóta félagsbús
Skaðabótamál höfðað gegn
hinu opinbera og fleiri aðilum
„Það er reykbragð af grautnum” hafði Sverrir Kári Karlsson
ungur Sauðkrækingur, sagt skömmu áður en eitthvað seigt
kom undir tönn. Það reyndist vera vindlingafilter, sem
skapaði reykbragðið í jarðarberjagrautnum frá Kjarna.
Enn virðist vanta nokkuð á að nægjanlegs hreinlætis við
matvælaframleiðsluna.
Af götunni
Húsvarðaskipti í
báðum skólunum
Nýir húsverðir hafa
verið ráðnir við báða grunn-
skólana á Sauðárkróki. Hreinn
Jónsson tekur við af Jóni
Jakopssyni sem gerst hefur
bóndi suður í Borgarfirði.
Annar húsasmiður, Bragi
Haraldsson, hefur tekið við
starfi húsvarðar gagnfræða-
skólans af Sverri Valgarðs-
syni, sem snýr til fyrri starfa á
Trésmiðjunni Borg. Milli
fimm og tíu umsóknir bárust
um báðar þessar stöður.
Ytri-Vellir leigðir
Eins og kunnugt er
keypti Hvammstangahreppur
fyrir nokkru jörðina Ytri-
Velli, sem er rétt fyrir utan
þorpið. Sú ákvörðun var
tekin innan hreppsnefndar-
innar að halda jörðinni í
ábúð fyrst um sinn, þar til
hreppurinn þyrfti á þessu
landi að halda. Jóhanna
Sigfúsdóttir og Geoig Ragnars-
son óskuðu eftir að taka
jörðina á leigu og hefur
hreppsnefnd ákveðið að taka
tilboði þeirra.
Umbi lætur gjöldín
lönd og leið
Borist hefur umsögn
umboðsmanns Alþingis á
kæru Baldurs Arasonar
vegna b-gatnagerðargjalda
af húsinu Mánagötu 4 á
Hvammstanga. Komst um-
boðsmaðurinn að þeirri niður-
stöðu að hann teldi ekki
forsendu til afskipta sinnaaf
málinu. Hreppsnefnd hefur
ákveðið að innheimta kröfu
Hvammstangahrepps á hendur
Baldri Arasyni meðtiltækum
löglegum ráðum.
ísberg vill selja
Jón Isberg sýslumaður
hefur boðið Blönduósbæ til
kaups, skógarreit og leigu-
rétt að árbakkanum við
Brautarhvamm. Tilboð Jóns
hljóðar upp á 1,5 millj.
Bæjarráð Blönduóss ákvað
að fresta umfjöllun um málið
til gerðar fjárhagsáætlunar
fyrir komandi ár, 1993.
Mummi í íbróttahúsið
Starfsemi er hafín í nýju
íþróttamiðstöðinni á Blönduósi
sem vígð var um fyrri helgi.
Forstöðumaður þar er Guð-
mundur F. Haraldsson og
aðstoðarmaður hans, Oskar
Baldursson, auglýsingateiknari
sem nýfluttur er til staðarins.
'Fimm umsóknir bárust um
bæði störfin. Guðmundi
Frímanni Þorsteinssyni sem
sótti um forstöðumanns-
stöðuna, bauðst staða aðstoðar-
manns, sem hann hafnaði.
Á vetri komanda verður tekið
fyrir all sérstætt mál hjá
héraðsdómi Skagafjarðar. Varðar
það skiptingu búmarks félags-
búsins á Ytri-Brekkum í
Blönduhlíð sem framleiðslu-
ráð framkvæmdi á árinu 1985.
Aðilar félagsbúsins Jónas
Vilhjálmsson og fjöldskylda
Konráðs bróður hans höfðu
samið um að búmarkinu yrði
skipt jafnt á milli aðila. Þegar
til kom fékk Jónas úthlutað
helming kvótans, en Konráð
og fjölskylda aðeins hluta
hans. Jónas fékk síðan
úthlutað viðbótarkvóta, og
Konráð og fjölskylda fengu
reyndar leiðréttingu í kjölfar
bréfs sem framleiðsluráði
barst. Það bréf var með
undirskrift Konráðs og konu
hans Valgerðar Sigurbergs-
dóttur, en þau segjast aldrei
hafa stílað þetta bréf og
undirskriftir þeirra séu því
falsaðar. Bréf þetta er stórt
deiluatriði í málinu.
Bréfið er ólíkt öðrum
bréfum sem aðilar félagsbús-
ins á Ytri-Brekkum rituðu
framleiðsluráði, að þvi leyti
að það er vélritað.
Bræðumir á Ytri-Brekkum
stóðu sameiginlega að því á
árinu 1980, að sækja um
aukið búmark jarðarinnar.
Ritaði Jónas framleiðsluráð-
inu bréf og var þar höfðað til
þess að búmark jarðarinnar
væri allt of lágt til lífsviður-
væris. Fékkst búmarkið
hækkað upp í 880 ærgildi
síðsumars 1982.
A næstu árum ritaði Jónas
framleiðsluráðinu nokkur bréf
vegna kvótamála. Var hann
ritari félagsbúsins og sá að
auki um skattframtöl þess.
Ný byggt fjósið,
enginn
mjólkurkvóti
A þessum tíma var orðið
mikið ósamkomulag í félags-
búinu á Ytri-Brekkum. Fannst
Jónasi að sér þrengt á
jörðinni, en hann er einyrki
og fjölskylda Konráðs stór.
Konráð, sem er verktaki,
vann mikið utan heimilis.
Komust aðilar að samkomu-
lagi um skiptingu búsins.
Auk helming búmarksins
skyldi Jónas fá fjósið og flest
önnur útihús sem þá voru til
staðar á jörðinni. Það dróst
hinsvegar að ganga frá
skiptingunni og var hún ekki
framkvæmd að fullu fyrr en
haustið 1984.
Þá um vorið hafði Konráð
og fjölskylda í góðri trú með
sinn mjólkurkvóta, hafíð
byggingu fjóss og hlöðu. Það
kom því illa við þau þegar
búmarkinu var skipt þannig
um haustið, að Jónas fékk
520 ærgildi í mjólk og 40 í
sauðfé, en Konráð og
fjölskylda 130 ærgildi í
sauðfé og 300 ærgildi í
nautakjöti, en nautakjöt var
þá utan kvóta svo ekki kom
það að miklu gagni.
Skaðabótakröfur
nemalO milljónum
Jónas taldi þann kvóta sem
hann fékk úthlutað hreina
viðbót við sinn kvóta, en ekki
tekna af heildarbúmarki
fyrrum félagsbús. Seldi hann
síðan framleiðsluráðinu mjólkur-
kvóta sinn í febrúar 1987, en
fékk reyndar aðeins greitt
fyrir helming kvótans.
Þau Konráð og Valgerður
hafa ítrekað reynt að fá
leiðréttingu sinna mála, án
árangurs. Þau hafa nú
höfðað mál á hendur fram-
leiðsluráði landbúnaðarins,
landbúnaðarráðuneytinu, fjár-
málaráðuneytinu og Jónasi
Vilhjálmssyni á Ytri-Brekkum I.
Skaðabótakröfur stefnanda
nema í heildina um 10
milljónum króna með vöxtum.
ALLT / SKÓLANN
MIKIÐ ÚRVAL
AFFATNAÐI
ÚLPUR, BUXUR, PEYSUR
UNGBARNAFATNAÐUR
OG SVO SELJUM VIÐ
MIÐANA
Á SKAGAROKK!
STEINSTEYPUSÖGUN OG
KJARNABORUN
Kári Ottósson í síma 35004
Blindrafélagið samtök blindra og sjónskertra á íslandi
SKAGFIRÐINGAR ATHUGIÐ!
BLINDRAFÉLAGIÐ, SAMTÖK BLINDRA OG SJÓNSKERTRA, HELDUR
KYNNINGARFUND í BARNASKÓLANUM Á STÓRU-ÖKRUM
LAUGARDAGINN 19. SEPT. N.K. KL. 14
STJÓRNIN