Feykir - 16.09.1992, Síða 4
4 FEYKIR 31/1992
„Þetta gekk aevintýra-
lega vel. Samarnir eru
mjög ánægðir með ár-
angurinn og ég er
sannfærður um að íslenski
hesturinn verður notaður
við smölunina í framtíð-
inni. Það liggja fyrir
viljayfirlýsingar frá nokkr-
um Samabyggðum, og
við bíðum og sjáum hvað
gerist. Þetta er í raun
spurningin um framtíð
þessarar þjóðar, túrisma
og annað. Ég held hún
eigi ágæta framtíð með
íslenska hestinum, því
fjórhjólunum eru eir
búnir að gefast upp á”,
sagði Jóhann Þorsteins-
son á Miðsitju einn
eigenda skagfirska fyrir-
tækisins Krafthesta. Um
mánaðamótin síðustu st-
óð yfir í Samabyggðum í
Svíþjóð, nánar tiltekið á
heiðunum í Ammarnas
skammt frá Nordbotten,
göngur þar sem hrein-
dýrum var smalað. Að
þessu sinni var það gertá
Jóhann á Miðsitju er svolítið Eastwoodlegur á þessari mynd blaðsins Vasterbottens-Kurier, vantar bara vindilstubbinnn og hattk
Sést í bak Sigurðar Hansens, en þeir félagar sneru bökum saman við smölunina. Hreindýraskarinn i baksýn.
Inngrip skagfirskra hestamanna í menningarsögu Sama
íslenskum hestum. Peter
Kaddik gangnaforingi Sam-
anna var sammála Jóhanni
á Miðsitju um árangur-
inn: „Þetta gekk miklu
betur en við höfðum
þorað að vona, því það
voru aðeins tveir mánuð-
ir frá því við komum fyrst
á bak íslenska hestinum.
Við höfum greinilega
fengið afbragðshesta. Þeir
hafa sýnt einstakan vilja
og eru traustir í hvívetna.
Eini vandinn er að við
erum óvanir reiðmenn og
gefumst upp löngu á
undan hestinum ef því er
að skipta. Við bindum
samt miklar vonir við
þetta og eftir þessa
reynslu held ég að
fjórhjólin heyri sögunni
til hér í Ammarnas og við
því sama megi búast í
öðrum Samabyggðum og
samfélögum.
Sænskir fjölmiðlar hafa
gert sér mikinn mat úr
þessari nýstárlegu hreindýra-
smölun. Nokkrir þeirra tóku
svo djúpt í árinni að segja
smöluna að þessu sinni
marka tímamót í menningar-
sögu Sama. í sænskum
blöðum mátti sjá stórar
myndir og heilu opnurnar
um hreindýrasmölunina. Dag-
blaðið Expressen lagði t.d.
alla miðopnuna undir lit-
mynd af samískum gangna-
mönnum við hreindýrasmölun
í fylgd íslenskra lærimeistara
sinna í hestamennsku. I
Þjóðtrúin segir
hestinn bölvald
Ljóst þykir að Samarnir hafi
þurft að stíga yfir eins konar
trúarlegan þröskuld áður en
þeir hófu að nota hesta við
hreindýrabúskapinn. í þjóð-
trú þeirra táknar hesturinn
nefnilega dauða og tortím-
ingu. Nú virðist íslenski
hesturinn hinsvegar vera á
góðri leið með að skapa sér
sess í hugum Sama sem
hjálparhella sem skipta muni
sköpum fyrir afkomu þeirra
og menningu í framtíðinni.
„Þetta voru gífurlegar
vegalengdir og göngurnar
sjálfar tóku átta daga. Við
riðum 600 kílómetra og var
m.a. falið það erfiða verkefni
að fara yfir í Noregsfjöllin, á
landamærunum, og smala
þau. Hreindýrin stökkva
þarna yfir girðingar og
svæðið hefur ekki verið
smalað síðan Samarnir tóku
fjórhjólin í notkun. Þetta
svæði var sérstaklega valið til
að reyna hæfileika íslenska
hestsins, og það er ekki hægt
að segja annað en hann hafi
staðið sig vel í gífurlega
erfiðu landslagi. Þetta eru
klapparfjöll þarna og reið-
leiðir mjög erfiðar”, sagði
Jóhann á Miðsitju.
Sérvitrari en
nokkur rolla
Þessar göngur voru frá-
brugðnar öðrum fyrir Islend-
ingana. Auk Jóhanns voru
frá Krafthestum Þórður
Erlingsson, sem varupphafs-
maðurinn af þessu öllu
saman, og Sigurður Hansen.
Þá tóku sex Samar á
aldrinum 16-58 ára þátt í
smöluninni.
Þórður segir í viðtali við
Inga V. Jónasson (Tíminn)
að vegalengdirnar hafi verið
ævintýralega langar, fjöldi
hreindýranna gífurlegur, eða
um 10 þúsund, þau mun
frárri á fæti en sauðkindin og
að auki miklu sérvitrari en
nokkur rolla. „Hreindýrin
eru m.a. þeirri náttúru gædd
að einasta leiðin til að fá
safnið til að breyta um stefnu
þegar riðið er fyrir það er að
láta það snúa sér á móti
sólargangi. Það er því að
mörgu að hyggja við rekstur-
inn”, sagði Þórður.
Að sögn Jóhanns var
aðbúnaður gangnamanna ekk-
ert ósvipaður því sem gerist
hér á landi, gist var í
gangnakofum á heiðunum.
Ekki ábatasamt
hingað til
En telur Jóhann að fjöldi
gangnamanna nú hafi verið
nægjanlegur?
„Nei, það þyrftu að fara
svona 15-20 manns ríðandi.
Það þýðir að fjölga verður
hestum, kannski upp í 40-50
með tímanum. Þegar fólk
verður svo farið að venjast
íslenska hestinum betur
getur það tekið með sér
taumhest til að létta á
hinum”.
En er þetta ábatasamt
verkefni hjá ykkur Kraft-
hestsmönnum?
„Ekki hefur það verið
hingað til”, segir Jóhann og
hlær við. „Það hefur farið
það mikill tími og ferðalög í
þetta hjá okkur. En þetta
gæti orðið mjög gott upp frá
þessu, þegar hestum verður
fjölgað enn frekar. En það er
alveg klárt mál að það verður
að gæta þess að fylgja þjálfun
hestanna vel eftir og það
verður að láta hana sitja í
fyrirrúmi við hestvæðinguna
hjá Sömunum, því það er allt
annað að ríða hesti á
hringvelli eða þarna uppi í
fjöllunum. Eg er alveg
sannfærður um að þetta hefði
ekki tekist ef við hefðum ekki
þjálfað hestinn við réttar
aðstæður. Við fórum þarna
upp í fjöllin í júní og gerðum
síðan reynslusmölun í lok
júlí, þegar kálfarnir voru
markaðir”, sagði Jóhann á
Miðsitju.
Jóhann og Sigurður ásamt Samúel Jonson, einum samísku
gangnamanninum.