Feykir - 16.09.1992, Qupperneq 6
6 FEYKIR 31/1992
G E (T ISSAGA '■»: Feykir fyrir 10 árum
1) Ásmundur hærulangur setti
bú að Bjargi mikið og reisulegt.
Son áttu þau Ásdís, er Grettir
var kallaður.
Grettir óx upp að Bjargi, þar
til hann var tíu vetra gamall.
Ásmundur bað hann starfa
nokkuð. Grettir sagði sér það
eigi mundu vera vel hent og
spurði þó, hvað hann skyldi
gera.
Ásmundur svarar: „Þú skalt
gæta heimagása minna”. Grettir
svarar og mælti: „Lítið verk og
löðurmannlegt”.
2) Síðan tók Grettir við
heimagásunum. Þær voru fimm
tugir og með kjúklingar margir.
Eigi leið langt, áður honum
þóttu þær heldur bágrækar.
Nokkru síðar fundu förumenn
kjúklinga dauða úti og heima-
gæsir vængbrotnar. -
„Fást mun þér verk annað”,
sagði Ásmundur.
Fleira veit sá fleira reynir”,
sagði Grettir, „eða hvað skal ég
nú gera?”
Asmundur svarar: „Þú skalt
strjúka bak mitt við eld, sem ég
læt jafnan gera”.
Grettir heldur þessum starfa.
Það var eitt kveld, að Grettir
skyldi hrífa bak Ásmundar, að
karl mælti: „Nú muntu verða af
þér að draga slenið, mann-
skræfan”.
Grettir segir: „Illt er að eggja
óbilgjarnan”. Ásmundur mælti:
„Aldrei er dugur í þér”.
Grettir sér nú, hvar stóðu
kambinn og lætur ganga ofan
eftir baki Ásmundar. Hann
hljóp upp og varð óður við og
vildi ljósta Gretti.
4) Nokkurri stundu síðar talaði,
Asmundur til, að Grettir skyldi
geyma hrossa hans. Grettir kvað
sér það betur þykja en
„Þá skaltu svo að fara”, sagði
Ásmundur, „sem ég býð þér.
Hryssu á ég bleikálótta, er ég
kalla Kengálu. Hún er svo vís
um veðráttu og vatnagang, að
það mun aldrei bresta, að þá
mun hríð eftir koma, ef hún vill
ei á jörð ganga.
Grettir svarar: „Þetta er kalt
verk og karlmannlegt”.
Þrynur Skagafjarðarmeistari
Þrymur tryggði sér í fyrra-
kvöld sigur í héraðsmóti
UMSS í knattspyrnu. Þrymur
sigraði iið Neista frá Hofsósi í
úrslitaleik með tveimur mörkum
gegn engu. Neisti varð í öðru
sæti á mótinu og b-lið
Tindastóls í því þriðja.
Árni Friðriksson kom
Þrym yfir gegn Neista, með
marki í fyrri hálfleik. Seint í
síðari hálfleik bætti Ægir
Arnarsson öðru marki við.
Urslit annarra leikja í mótinu
urðu þau að Neisti vann
Tindastól b, sem skipað var
öldungaliði félagsins, 6:2. í
fyrsta leik mótsins gerðu
Þrymur og Tindastóll b
jafntefli, 2:2. Tindastóll dró
a-lið sitt úr keppni á síðustu
stundu.
Uppskera sumars
Þegar uppskera sumarsins
er skoðuð, kemur i ljós að
okkar nýja bæjarstjórn þarf
að fá frið (Hólahátíð) svo
hún geti tamið hinn ólma fák
til kosta (Landsmót) takist
það er hægt að setjast
virðulega meðal öldunga á
rökstóla (Fjórðungsþing) og
bíða óhræddur eftir gor-
mánuði (sláturtíð). Þá er
lagður góður grundvöllur að
glæstri framtíð (skólarnir)
því fræði bíður vorsins (dans
og dimmar nætur). Eg þakka
gott sumar.
Hilmir Undir Nöfum.
Rakari á Tangann
Stöðugt eykst þjónustan á
Hvammstanga. Nýlega kom
hingað tannlæknir og er svo
mikið að gera hjá honum, að
hann segir að það sé meira en
nóg. Hann sér um tannvið-
gerðir á öllum íbúum Vestur-
Húnavatnssýslu og íbúum
Bæjarhrepps í Strandasýslu
að auki.
í síðasta Feyki var sagt frá
opnun nýrrar sundlaugar og
gufubaðstofu. Aðsókn hefur
verið með eindæmum góð og
fólk á öllum aldri synt og
ósynt, hefur drifið sig í
laugina sér til heilsubótar.
Og það allra nýjasta!
Rakari er kominn á staðinn
og ætlar að opna rakarastofu
á næstunni við Höfðabraut-
ina. Má búast við að menn
verði ekki eins úfnir um
kollana og hárvöxtur ekki
eins villtur á hökunni og nú
er, heldur verði þeir nýrakaðir
og nýklipptir alla daga.
HK.
Undir ffjögur
Feykir hefur hlerað að stjórn
Steinullarfélagsins hafi ný-
verið kynnt sér væntanlegar
veiðhækkanir á stunguskóflum
í kaupfélaginu, en þær munu
enn vera til á gamla verðinu.
Vetrarstarf áhugahóps
um alhýöulist
Áhugahópur um alþýðu-
list er farinn að huga að
vetrarstarfinu. Eins og í fyrra
ætlum við að bjóða upp á
ýmiss námskeið. Þar er fyrst
að telja að sótt hefur verið til
félagsmálaráðuneytis að fá
Þuríði Magnúsdóttur með
námskeið sem heitir, ,,frá
hugmynd til framkvæmdar”.
Vonumst við til þess að það
nái fram að ganga.
Seinni partinn í nóvember
verður kennt að steypa
biskupskerti og í janúar
tólgarkerti. Kennsluna ann-
ast listakonan Hadda frá
Akureyri. Þá verða Anna,
Marta og Sólveig með
tóvinnunámskeið, en þau
voru vinsæl sl. vetur.
Jódís á Veðramóti mun
kenna skógerð (sauðskinns-
skó). Svo getum við boðið
upp á námskeið í körfugerð
og þar kennir Karin Svein-
björnsdóttir, í 16 tíma sem
deilast í fjögur skipti. Svo er
meiningin að halda fram-
haldsnámskeið í útskurði í
janúar. Það má geta þess að
þeir sem voru á útskurðar-
námskeiðinu í fyrra geta
pantað efni til útskurðar hjá
ASH keramiki Lundi.
Ekki er búið að tímasetja
neitt af þessum námskeiðum
en það verður gert um leið og
við vitum um áhuga fólks.
Fólk er hvatt til að hringja og
láta skrá sig. Upplýsingar
gefa Marta Magnúsdóttir
Stóra-Vatnsskarði í síma
38152, Anna Kristjánsdóttir
Víðimýri í síma 38167, Anna
S. Hróðmarsdóttir Lundi í
síma 38031, Elínborg Bessa-
dóttir Hofstaðaseli í síma
36555, Margrét Ingvarsdóttir
Ytri-Mælifellsá í síma 38054
og Þórey JónsdóttirKeflavík
í síma 36548.
Ágætis aðstaða er á
Laugarbóli í Lýtingsstaða-
hreppi og þangað viljum við
gjarnan fá fleiri konur. Þarer
vefstóll með mottuuppistöðu,
band handprjónavél, tveir
rokkar, kembivélar og það
sem þarf til tóvinnu.
Fyrsta mánudagskvöld í
hverjum mánuði höfum við
vinnukvöld. Hittumst þá
með rokkana okkar eða
hverja þá handavinnu sem
okkur líkar. Verður fyrsta
vinnukvöldið á Laugarbóli
mánudaginn 5. okt. nk. kl.
21. Það næsta verður í
kjallara Hofstaðakirkju 2.
nóvember á sama tíma og
vonum við að sem flestar
konur sýni þessu áhuga,
komi og sjái hvað fram fer
hjá okkur. Við viljum
gjarnan fá fleiri konur í
hópinn og húsrýmið er fyrir
hendi í Laugarbóli til
ýmiskonar starfsemi.
Anna S. Hróðmarsdóttir.