Feykir - 16.12.1992, Page 3
44/1992 FEYKIR 3
Gestur umjóttn ?
Jól eru framundan. Jólaguðspjallið verður heyrt,
lesið, og jafnvel lifað. Enn kemur að því að við
yfirgefum hinn ytri veruleika og gerum heim jólaguð-
spjallsins að okkar. Enn kemur gamla sagan um harnið
í jötunni, Maríu og Jósef hirðana, sauðféð og vitr-
ingana. Þetta sögusvið tekur við afungufólki með lítil
hörn, bœndum, œrgildum og fræðingum í samtímanum.
Svo líða jólin.
Englarnir hverfa, söngur þeirra þagnar. Skin stjörn-
unnar dofnar og deyr. Dýrin verða skynlausar skepnur
og fullvirðisréttur. Vitringarnir snúa heim í austrið sitt
og hverfa. Við megum vera án vitringa en heyrum af
ungu fólki með nýfœdd börn í heimi þar sem lyfja-
kostnaður er mikill, menntakerfið dýrt og atvinna ekki
nœgfyrir alla.
Jesú Kristur kom í heiminn til þess að verða eitt með
þessu öllu og hafa áhrifá það. Það gerði hann og gerir
með þátttöku sinni í því.
I jólaguðspjallinu snertast tveir heimar. Boð komafrá
Agústusi keisara um að skrásetja skyldi allt efna-
hagssvæðið. Skilaboð komufi-á Drottni um aðfrelsari
væri fæddur. Boð keisarans voru almennt umræðuefni
árið núll. Um annað var varla talað þótt ekki þýddi að
andmæla. En boð hans eru einskis virði í dag. Heims-
veldi hafa verið stofnuð, bandalög hafa verið gerð um
hernað og efnahag. Svo hafa þau horfið eftir skamman
eða langan tíma. En jólaguðspjallið verður jafn nýtt og
kærkomið um þessi jól og það hefur verið um aldirnar.
Kristur fæddist til þess að blanda sér í málefni
þessarar jarðar. Hann býður mönnum að eiga með sér
ríkið, sem jólin minna á. Hann kom til að færa þann
heim Guðs niður á jörðina til þess að Guðsríkið um-
breyti hugsun og háttum mannanna. Dýrð Drottins
Ijómar í kringum mennina ef þeir gefa því gaum.
Heimarnir tveir eiga að renna saman í einn. Þannig
nær réttlæti og kærleikur Guðs að móta lífog samfélag
mannanna. „Verðiþinn vilji svo á jörðu sem á himni“,
um það er beðið á öllum þjóðtungum heimsins í
bæninni sem Jesús kenndi.
Jólin eru árlegt tækifæri til þess að sjá inn í heim sem
við viljum svo gjarnan að væri eina staðreyndin um lífið
í heiminum. Mannkynið skortir enn á stöðugan vilja til
að svo megi verða.
Arlegafær Drottinn að breyta heimi okkar. Hvarvetna
í kristnum löndum eru jólin kraftaverk. Sem slík eru þau
engum öðrum viðburði lík. Fjölskyldur ná saman,
slitnir þræðir eru hnýttir að nýju. Erfið mál verða auð-
leysanleg, þótt endranær séu þau flókin. „Guð er
sjálfur gestur hér“ og sú gestakoma hefur sín áhrif.
Guð kallar mannkynið til þess að gera heim jólanna
að daglegum veruleika á jörð. Hugsjón og von
kristninnar er sú að sundurþykkja, kvöl og harmur
hverfi. Það gerist þegar frelsari heimsins fœr að hafa
áhrif á hugsun og vilja mannsins, ekki aðeins sem
gestur heldur sem heimamaður.
Með bestu óskum um gleðileg jól og gæfu á nýju ári.
Hjálmar Jónsson.