Feykir


Feykir - 16.12.1992, Page 4

Feykir - 16.12.1992, Page 4
4FEYKIR 44/1992 „Eins og fólki finnist engin jól nema fara í skóginn" Um 150 jólatré seld frá Skógræktinni í Varmahlíð Þaó er orðið jólalegt um að litast í gróðurhúsi skógræktar ríkisins í Gróðrarstöðinni Laugarbrekku í Varmahlíð. Marta Svavarsdóttir starfs- maður skógræktarinnar er búin að taka í hús jólatrcin sem seld verða frá skógræktinni á þessu ári, en árlega eru seld um 150 tré frá Laugarbrekkustöðinni, um 100 í jólatréssölunni í stöðinni og síðan fær Skag- firðingabúð um 50 tré. Skóg- ræktin í Varmahlíð heyrir undir skógræktina á Vöglum og er miðlað tegundum á milli þessara stöðva. Marta velur jólatrén jafnan í lok nóvember og tekur þau á hús, og síðan fer í hönd snyrting og frágangur þeirra fyrir söluna, cn á hverju jólatré er t.d. fallegur borði í fánalitunum, svo ekki fari milli mála að hér sé ís- lcnskt jólatré á markaðnum. „Jú, jólin eru farin að nálgast ansi mikið þegar ég byrja að stússast í jólatrjánum. Ég þori ekki annað en taka trén þetta snemma, því við erurn nú svo háð tíðarfarinu héma. Síðan er hér heilmikið að gera síðustu dagana fyrir jólin í jólatrés- sölunni. Þetta er sama fólkið sem kemur ár eftir ár og það er alltaf að bætast við. Það er eins og fólki finnist ekki nein jól nema að koma hingað og skreppa í skóginn”, sagði Marta, en hún hefur verið fastur starfsmaður skógræktarinnar síðan Sigurður Jónasson fyrr- verandi skógarvörður í Varma- lilíð lést 1978, og Marta hafði starfað í skógræktinni í mörg ár áður. Þegar blaðamaður Feykis leit við í skógræktinni sl. fimmtudag fékk hann að taka þátt í því verkefni að velja jólatré fyrir Skagfiröingabúð, tré úr rauð- greni 3,5 metra á hæð. Á rölt- inu með Mörtu um skóginn komst hann að raun um hversu gífurlegt verkefni það er að sjá um skógrækt, grisja og hlúa að ræktuninni svo tréin fái að vaxa og dafna óhindrað. „Þetta er óþrjótandi verkefni, og í rauninni er ógjörningur að komast yfir allt sem þyrfti að gera, þó er ég með mjög dug- legar aðstoðarstúlkur með mér yfir sumarið”, sagði Marta. Jólatrén eru merkt með borðum í íslensku fánalitunum svo að ekki fari milli mála að hér sé íslenskt tré á markaðnum. IBUARA NORÐURLANDIVESTRA! EJþigvantarfallegajólagjöfþá líttu inn. Ot7iÁlega mikið úrval afgjafavöm. Hjá okkuifœi'ðþú pei'sónulega þjónustu. Nj seneling afsatin náttkjólum ognáttfötwn. Opið miðvikud. til kl. 22 oglaugairl. til kl. 22. Leitið ekki langt yfír skammt, ...verslið þarsem úrvalið er. Sauðárkróks Apótek Aðalgötu 19 • Sími 35336 og 36784 Þarna er Marta búin að mynda bogasögina og brátt feilur fallegt jólatré. „Farin að finna fyrir nálægð jólanna" Segir Jóna Björk á Hveravöllum „Ég er að baka smá- kökurnar núna og maður er svona rétt að byrja að finna fyrir nálægð jólanna. Síðan eigum við von á „Hveravalla- skreppnum” Hafþóri Ferdinands- syni með jólavarninginn til okkar um miðja næstu viku. Vió erum búin að panta allar þær nauðsynjar sem við teljum okkur þurfa yfir hátíðamar, og það er náttúrlega óvcnjulegt fyrir okkur að þurfa að hugsa svona fyrir hlutunum í tíma, og þar af leiðandi höfum við hugsað meira út í jólahaldið cn áður”, segirJónaBjörk Jónsdóttir í vcðurathugunarstöðinni á Hvera- völlum. Jóna Björk er frá Kirkju- bæjarklaustri og sambýlismaður hennar Kristinn Gunnarsson er Reykvíkingur. Þau tóku við á síðasta sumri af þeini Grínii Sigurjónssyni og Hörpu Guð- brandsdóttur. „Við höfúm kunnað nijög vcl við okkur það sem af er, og þetta er alls ekki orðin nein einangrun héma upp frá, sjálfsagt er gestagangur meiri hér en á mörg sveitabýli niðri í byggð. Hingað hefur fólk komið um hverja helgi, ncnia þær tvær síðustu, og það vcrður ábyggi- lega töluvcrður gcstagangur hér í ferðamannaskálunum yfir hátíðarnar. Það hcfur verið snjólétt í haust og vélsleðafæri kom ciginlcga ekki fyrr cn fyrir hálfum mánuði. Snjóalög eru svona um hálfan mcter núna”, sagði Jóna Börk þcgar Feykir sló á þráðinn til hcnnar á föstudag. Þá var hún að ljúka vió fjóróu smákökutegundina og þá síðustu í jólabakstrinum. SÍÐASTA BLAÐ FYRIR JÓL! Síðasta blað Feykis fyrir jól og jafnframt það síðasta á þessu ári, kemur út þriðjudaginn 22. desember. Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu þurfa að berast fyrir helgina!

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.