Feykir


Feykir - 16.12.1992, Blaðsíða 6

Feykir - 16.12.1992, Blaðsíða 6
6FEYKIR 44/1992 „Jólatréð varð í einni svipan að eldsúlu sem náði upp í loft" 5/ggi / Vík rífjar upp jólaminningar frá Króknum „Það er með mig eins og mar- ga að bernskujólin eru lang- minnisstæðust, sérstaklega jólin á Króknum, en þar ólst ég upp til 10 ára aldurs. Stemmningin datt svolítið niður fannst mér eftir að við fluttum suður, enda var fjöl- skyldan á Skagfirðingabraut 9 stór, gamla kjarnafjölskyldan, afar og ömmur, gestagangur mikill og mikið spilað, ég man nú samt ekki hvort að var spi- lað á jólunum. Einhvern veg- inn finnst mér eins og ævinlega hafi verið mikill snjór yfir jólin á Króknum, enda sennilega ekki farið að moka götur á þessum tíma“, sagði Sigurður Sigfússon bóndi í Vík, þegar hann var beöinn að leita í hugskotinu að jólaminningum. „Ég man náttúrlega eins og flestir á mínu reki cftir jólatré með vaxkertum. Það meira aö segja kviknaði í jólatrénu hjá okkur einu sinni og þaó varð til þess að stofan var máluð milli jóla og nýárs sem betur fer brann ekkert. Þetta gerðist ábyggi- lcga á aðfangadagskvöld. Það var mikið af bréfskrauti á jóla- trénu og allt í einu fuðraði það upp, varð í einni svipan að eld- súlu sem náði alveg upp í loft í stofunni. Það auðvitað grenjaði allt smáfólkið óskaplega, en pabbi var snöggur til og fleygði jólatrénu út í snjóskafl fyrir utan húsið'*. Er það ekki með þig eins og marga bændur, að vanda sér- staklega fóðrið sem fer í skep- nurnar á jólunum? „Hér áður fyrr gerði ég það, þcgar heyið var laust í hlöð- unni, en cftir að rúllubagga- væðingin komst á er ckki auð- velt að velja fóðrið svo sér- staklega. Annars eru mcnn orðnir svo birgir af fóðri í dag að það er ekkert verið að spara neitt við skepnurnar, heldur mokað í þær eins og mögulegt er til að ná úr þeim afurðunum, þannig er það minnsta að kosti mcð okkur kúabændur. Ég býst kannski við að í dag þekkist það ennþá hjá fjárbæn- dum og þcim sem eru með hross, að hygla skepnunum yfir jólin. Það hljóta allir að gera sem hugsa vel um skep- nur“, sagði Sigurður bóndi í Sendi öllum œttingjum og vinum mínar bestujóla- og nydrskveöjur Þakka liönar samverustundir og góöar kveöjur og hlýhug í minn garö Guö blessi ykkur öll •María ljósa* f JOLAGJAFIR SEMVERMA ÍICULDANUM Peysur • Buxur • LeÖurhunskar • Treflur < Gjafir sem koma alltaf að góöum notum! ’Munið gjafakortin vins&lul GLEÐILEG JÓL AÐAIGOTU 3, SIMI 95-35840 „Held í þá jólasiði sem ég vandist heima" seg/r Sjöfn Sigfúsdóttir „í mínum huga eru jólin ákaflega mikil fjölskylduhá- tíð. Eg vandist því heima á Króknum að fjölskyldan kæmi saman um jólin og maður leitast við að hitta skyld- mennin og tengdafólkið yfir hátíðarnar. Mér finnst jólin mikil hátíð og mér líður vel á jólunum. Osjálfrátt leita ég eftir þeim jólasiðum og umgjörð um jólin sem ég vandist, og held t.d. ennþá í þann sið sem var tíðkaður heima hjá mér, að hafa möndlu í eftirréttinum á aðfangadagskvöld og sá sem hana fær hreppir möndlu- pakkann“, segir Sjöfn Sigfús- dóttir verslunarmaður sem búið hefur í Reykjavík síð- ustu árin. Sjöfn segist undanfarin ár hafa komið noróur um ára- mótin, en hún búist síður við því að koma að þcssu sinni. „Ég kynntist ákaflega vel andrúmsloftinu fyrir jólin heima, þau sex ár sem ég vann í Spörtu. Það var eitthvað í loftinu svo notalegt og mér fannst ákaflega gaman að vin- na þessa síðustu daga fyrir jólin, þó þaö væri ansi strem- bið stundum, eins og t.d. á Þorláksmessu. Og það skipti engu máli hvort að fólk var að kaupa lítið eða mikið eða jafn- vcl bara skoða. Það var líka svo skemmtilcgt með það að maður þckkti svo marga, kan- naðist jafnvel við klæða- skápana hjá sumum, svo það var auðvclt að finna slifsi sem passaði við gömlu sparifötin frá því í hittcðfyrra og svo framvegis. Eftir að ég kom hin- gað suður, fannst mér crfiðara að þjóna viðskiptavinum að því leyti að maður þckkti svo óskaplega fáa“. Undanfiirið hcfur Sjöfn unnið í heildvcrslun og þar er jólaannrí- kið fyrr á ferðinni en í almennu versluninni. „Það lá við að ég fyndi til fráhvarfseinkenna fyrstu jólin eftir að ég byrjaói í heildvcrsluninni. Maður þekk- ti ekki orðið annað en vinna alveg fram á síðastu stund fyrir jólin og standa svo í kapphlaupi mcð að klára það sem átti eftir að gcra hcima", sagði Sjöfn aó endingu. IFEYKIIR . Óháö trettablaö á Noröurlandi vestra Kemur út á miövikudögum vikulega. Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703 Fax 95-36162. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A.-Flúnavatnssýslu og Eggert Antonsson V,- Húnavatnssýslu. Auglýsingastjóri: Hólmfríður Hjaltadóttir. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 110 krónur hvert tölublað. Lausasöluverð 120 krónur. Umbrot: Feykir. Setning og prentun: Sást sf. Feykir á aöild aö Samtökum bæja- og héraösfréttablaöa

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.